Er ríkið að skerða samningsfrelsi stéttarfélaga? María Rúnarsdóttir og Guðfinna Þorvaldsdóttir og Laufey Gissurardóttir skrifa 21. maí 2015 07:00 Í ljósi stöðu kjarasamningaviðræðna BHM við ríkið er full ástæða til að skoða aðstöðu stéttarfélaga innan BHM með tilliti til þess hvort ríkið sé að skerða svigrúm þeirra til að gæta hagsmuna félagsmanna sinna og fá viðræður um kaup þeirra og kjör. Þegar litið er til baka á vinnubrögð ríkisins eftir margra mánaða „samningaviðræður“ ef svo má kalla, er ljóst að engin alvara hefur verið á bak við þær. Það er deginum ljósara að fyrirmæli viðsemjenda okkar eru að draga samningaviðræður á langinn með öllum tiltækum ráðum, þrátt fyrir yfirstandandi verkfallsaðgerðir sem bitna með alvarlegum hætti á fyrirtækjum og almenningi.Samningsréttur að engu hafður En hver ætli ástæðan sé fyrir því að verið sé að draga samningaviðræður á langinn? Svo virðist sem það snúist um það eitt að fjármála- og efnahagsráðherra vill ekki að ríkið sé leiðandi á vinnumarkaði. Hann bíður þögull eftir að samið verði á almennum vinnumarkaði. Nákvæmlega sama staða er því uppi nú og í samningaviðræðunum árið 2014 þegar ákveðið var að gera vopnahlé og skrifað var upp á 2,8% launahækkun. Eina sem er frábrugðið í dag er að BHM var þá á eftir almennum vinnumarkaði að samningaborðinu og komst hvorki lönd né strönd með þá launaprósentu sem samið hafði verið um á almennum vinnumarkaði. Þannig virðist engu skipta hvort félögin semja á undan eða eftir almennum vinnumarkaði, fyrir sína félagsmenn hjá ríki, ekki skal hvikað frá neinu sem samið er um þar af hálfu ríkisins. Samkvæmt þessu er samningsréttur launamanna sem varinn er í 74. gr. stjórnarskrárinnar, 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu sbr. lög nr. 62/1994 og samþykktum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) sem Ísland er bundið af, að engu hafður.Hysji upp um sig buxurnar Ríkið státar sig af því á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins að vera stærsti þekkingarvinnustaður landsins sem bjóði upp á mjög fjölbreytt og krefjandi störf, enda sé starfsemi þess margvísleg að eðli og umfangi. Kröfur BHM hafa m.a. gengið út á það að meta menntun til launa svo að ríkið geti ráðið til sín og haldið í hæft starfsfólk. Ríkið verður að hysja upp um sig buxurnar og viðurkenna rétt starfsmanna sinna til að gera samninga út frá sínum forsendum en ekki forsendum sem ráðast af samningum á almennum vinnumarkaði. Ef ríkið gerir það ekki stefnir í óefni, ríkisstarfsmönnum er gjörsamlega misboðið. Í dag eru um 700 starfsmenn ríkisins í verkfalli. Áhrifin eru margvísleg og alvarleg. Heill spítali hefur lýst yfir neyðarástandi og hafa bændur haldið því fram að um gríðarlegt fjárhagslegt tap sé að ræða svo dæmi séu tekin. Hvernig myndi íslenskt þjóðfélag virka ef allar stéttir innan BHM ákvæðu að fara í aðgerðir, hvað þá ef einstakir starfsmenn myndu taka þá sjálfstæðu ákvörðun að segja störfum sínum lausum vegna framkomu ríkisins og launastefnu? Verður ríkið stærsti þekkingarvinnustaður á landinu með þessu áframhaldi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í ljósi stöðu kjarasamningaviðræðna BHM við ríkið er full ástæða til að skoða aðstöðu stéttarfélaga innan BHM með tilliti til þess hvort ríkið sé að skerða svigrúm þeirra til að gæta hagsmuna félagsmanna sinna og fá viðræður um kaup þeirra og kjör. Þegar litið er til baka á vinnubrögð ríkisins eftir margra mánaða „samningaviðræður“ ef svo má kalla, er ljóst að engin alvara hefur verið á bak við þær. Það er deginum ljósara að fyrirmæli viðsemjenda okkar eru að draga samningaviðræður á langinn með öllum tiltækum ráðum, þrátt fyrir yfirstandandi verkfallsaðgerðir sem bitna með alvarlegum hætti á fyrirtækjum og almenningi.Samningsréttur að engu hafður En hver ætli ástæðan sé fyrir því að verið sé að draga samningaviðræður á langinn? Svo virðist sem það snúist um það eitt að fjármála- og efnahagsráðherra vill ekki að ríkið sé leiðandi á vinnumarkaði. Hann bíður þögull eftir að samið verði á almennum vinnumarkaði. Nákvæmlega sama staða er því uppi nú og í samningaviðræðunum árið 2014 þegar ákveðið var að gera vopnahlé og skrifað var upp á 2,8% launahækkun. Eina sem er frábrugðið í dag er að BHM var þá á eftir almennum vinnumarkaði að samningaborðinu og komst hvorki lönd né strönd með þá launaprósentu sem samið hafði verið um á almennum vinnumarkaði. Þannig virðist engu skipta hvort félögin semja á undan eða eftir almennum vinnumarkaði, fyrir sína félagsmenn hjá ríki, ekki skal hvikað frá neinu sem samið er um þar af hálfu ríkisins. Samkvæmt þessu er samningsréttur launamanna sem varinn er í 74. gr. stjórnarskrárinnar, 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu sbr. lög nr. 62/1994 og samþykktum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) sem Ísland er bundið af, að engu hafður.Hysji upp um sig buxurnar Ríkið státar sig af því á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins að vera stærsti þekkingarvinnustaður landsins sem bjóði upp á mjög fjölbreytt og krefjandi störf, enda sé starfsemi þess margvísleg að eðli og umfangi. Kröfur BHM hafa m.a. gengið út á það að meta menntun til launa svo að ríkið geti ráðið til sín og haldið í hæft starfsfólk. Ríkið verður að hysja upp um sig buxurnar og viðurkenna rétt starfsmanna sinna til að gera samninga út frá sínum forsendum en ekki forsendum sem ráðast af samningum á almennum vinnumarkaði. Ef ríkið gerir það ekki stefnir í óefni, ríkisstarfsmönnum er gjörsamlega misboðið. Í dag eru um 700 starfsmenn ríkisins í verkfalli. Áhrifin eru margvísleg og alvarleg. Heill spítali hefur lýst yfir neyðarástandi og hafa bændur haldið því fram að um gríðarlegt fjárhagslegt tap sé að ræða svo dæmi séu tekin. Hvernig myndi íslenskt þjóðfélag virka ef allar stéttir innan BHM ákvæðu að fara í aðgerðir, hvað þá ef einstakir starfsmenn myndu taka þá sjálfstæðu ákvörðun að segja störfum sínum lausum vegna framkomu ríkisins og launastefnu? Verður ríkið stærsti þekkingarvinnustaður á landinu með þessu áframhaldi?
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar