Afnám hafta er hafið Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 9. júní 2015 07:00 Fyrir síðustu kosningar voru tvö af helstu kosningamálum Framsóknarflokksins að leiðrétta fasteignaskuldir heimilanna og aflétta höftum þannig að svigrúm skapaðist til að verja og bæta efnahagslega stöðu landsmanna. Sigmundur Davíð hefur ætíð haldið því fram að svigrúmið væri til staðar en að leita þyrfti allra leiða til að hámarka það og ekki gefa neina afslætti. Nú er þetta orðið staðreynd. Ekki er um að ræða 300 milljarða, heldur hátt í 1.000 milljarða króna sem þetta svigrúm mun reynast. Vandinn í sinni einföldustu mynd er að í slitabúum föllnu fjármálafyrirtækjanna eru gríðarlegar eignir. Þessar eignir vilja eigendur þeirra flytja úr landi í formi gjaldeyris. Á Íslandi er ekki til nægur gjaldeyrir til að þessir 1.200 milljarðar (erlenda snjóhengjan) geti farið úr landi. Áætlun stjórnvalda tryggir að almenningur á Íslandi og íslensk fyrirtæki munu ekki bera auknar byrðar enda er nóg komið. Aðgerðirnar miða að því að koma í veg fyrir hrun íslensku krónunnar og þar með aðra kollsteypu með auknum byrðum á samfélagið. Áætlunin felur því í sér heildstæðar aðgerðir til að taka á vandanum í áföngum, án þess að jafnvægi í hagkerfinu verði raskað og án þess að ríkissjóður eða almenningur taki á sig auknar fjárhagslegar byrðar. Verið er að leysa risavaxinn vanda sem skapaðist með einu stærsta gjaldþroti heimssögunnar þegar bankarnir þrír féllu. Það að leysa slíkt er almennt erfitt, hvað þá innan eins minnsta hagkerfis Evrópu. Skuldir fjármálakerfisins eru rót vandans og kölluðu á höftin. Til að klára þetta mál þurfti kjark, gott fólk og trú á að verkefnið tækist. Það þurfti að horfa út fyrir boxið og á endanum varð til leið sem ekki hefur áður verið farin. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafði trú á verkefninu, skildi mikilvægi þess fyrir íslenskt samfélag og nú sjáum við fyrstu skrefin að nýjum tímum tekin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu kosningar voru tvö af helstu kosningamálum Framsóknarflokksins að leiðrétta fasteignaskuldir heimilanna og aflétta höftum þannig að svigrúm skapaðist til að verja og bæta efnahagslega stöðu landsmanna. Sigmundur Davíð hefur ætíð haldið því fram að svigrúmið væri til staðar en að leita þyrfti allra leiða til að hámarka það og ekki gefa neina afslætti. Nú er þetta orðið staðreynd. Ekki er um að ræða 300 milljarða, heldur hátt í 1.000 milljarða króna sem þetta svigrúm mun reynast. Vandinn í sinni einföldustu mynd er að í slitabúum föllnu fjármálafyrirtækjanna eru gríðarlegar eignir. Þessar eignir vilja eigendur þeirra flytja úr landi í formi gjaldeyris. Á Íslandi er ekki til nægur gjaldeyrir til að þessir 1.200 milljarðar (erlenda snjóhengjan) geti farið úr landi. Áætlun stjórnvalda tryggir að almenningur á Íslandi og íslensk fyrirtæki munu ekki bera auknar byrðar enda er nóg komið. Aðgerðirnar miða að því að koma í veg fyrir hrun íslensku krónunnar og þar með aðra kollsteypu með auknum byrðum á samfélagið. Áætlunin felur því í sér heildstæðar aðgerðir til að taka á vandanum í áföngum, án þess að jafnvægi í hagkerfinu verði raskað og án þess að ríkissjóður eða almenningur taki á sig auknar fjárhagslegar byrðar. Verið er að leysa risavaxinn vanda sem skapaðist með einu stærsta gjaldþroti heimssögunnar þegar bankarnir þrír féllu. Það að leysa slíkt er almennt erfitt, hvað þá innan eins minnsta hagkerfis Evrópu. Skuldir fjármálakerfisins eru rót vandans og kölluðu á höftin. Til að klára þetta mál þurfti kjark, gott fólk og trú á að verkefnið tækist. Það þurfti að horfa út fyrir boxið og á endanum varð til leið sem ekki hefur áður verið farin. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafði trú á verkefninu, skildi mikilvægi þess fyrir íslenskt samfélag og nú sjáum við fyrstu skrefin að nýjum tímum tekin.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar