Þess vegna er betra að semja Árni Páll Árnason skrifar 15. júní 2015 00:00 Nú hafa verið sett lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga. Það gæti í fljótu bragði virst vera lausn á bráðum vanda sem skapast hefur á sjúkrahúsum landsins, en til lengri tíma litið er ekki um lausn að ræða. Hvers vegna ekki? Lykilorðin eru jafnrétti, jafnræði og virðing fyrir menntun. Stjórnvöldum ber að minnka kynbundinn launamun. Krafa hjúkrunarfræðinga er að fá sambærileg laun og sambærilegar karlastéttir. Hjúkrunarfræðingar meta að fjögurra ára háskólanám þeirra skili aðeins um 80 prósentum af þeim launum sem hefðbundin karlastétt með hliðstæða menntun aflar. Á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og 40 ára afmæli kvennafrídagsins ætlar ríkisstjórnin því að festa enn frekar í sessi kynbundinn launamun. Á stjórnvöldum hvílir sú skylda að semja við opinbera starfsmenn og stuðla að ábyrgum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði sem stuðla að stöðugleika. Á rúmu ári hefur ríkisstjórnin hins vegar klúðrað samningum við eigin viðsemjendur og beitt lögum á verkföll fimm sinnum. Þegar ríkisstjórnin veitti læknum einum bætur fyrir gengisfellingu krónunnar hófst hrunadans sem aldrei gat annað en farið illa. Við getum ekki veitt fámennum hópi forréttindastöðu en látið fjöldann bera tjónið af krónunni. Ef krónan er svona frábær eiga allir að geta búið við afleiðingar gengisfellingar hennar – líka læknar. Ef launastefna ríkisstjórnarinnar er svo handahófskennd að þjóðfélagið þolir ekki að samið sé með sama hætti við hjúkrunarfræðinga og BHM er rétt að ríkisstjórnin segi það bara hreint út. Almenningur situr uppi með afleiðingarnar sem eru fólksflótti úr opinberum störfum og veikara heilbrigðiskerfi. Stjórnvöld eiga að virða menntun til launa. Við viljum vera skapandi og nútímalegt samfélag og við leggjum áherslu á menntun. Því fylgir að skapa þarf störf við hæfi og greiða laun sem gera menntun þess virði að sækja. Forgangsverkefni stjórnvalda á að vera uppbygging á öflugri opinberri þjónustu sem býður starfsfólki sambærileg kjör og í nágrannalöndunum og almenningi sömu gæði. Við viljum fjölbreytni í atvinnulífinu og fá hlut í arði af auðlindum landsins til að létta skattbyrði venjulegs fólks. Það var loforð Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar og það verða verkefni nýrrar ríkisstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nú hafa verið sett lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga. Það gæti í fljótu bragði virst vera lausn á bráðum vanda sem skapast hefur á sjúkrahúsum landsins, en til lengri tíma litið er ekki um lausn að ræða. Hvers vegna ekki? Lykilorðin eru jafnrétti, jafnræði og virðing fyrir menntun. Stjórnvöldum ber að minnka kynbundinn launamun. Krafa hjúkrunarfræðinga er að fá sambærileg laun og sambærilegar karlastéttir. Hjúkrunarfræðingar meta að fjögurra ára háskólanám þeirra skili aðeins um 80 prósentum af þeim launum sem hefðbundin karlastétt með hliðstæða menntun aflar. Á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og 40 ára afmæli kvennafrídagsins ætlar ríkisstjórnin því að festa enn frekar í sessi kynbundinn launamun. Á stjórnvöldum hvílir sú skylda að semja við opinbera starfsmenn og stuðla að ábyrgum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði sem stuðla að stöðugleika. Á rúmu ári hefur ríkisstjórnin hins vegar klúðrað samningum við eigin viðsemjendur og beitt lögum á verkföll fimm sinnum. Þegar ríkisstjórnin veitti læknum einum bætur fyrir gengisfellingu krónunnar hófst hrunadans sem aldrei gat annað en farið illa. Við getum ekki veitt fámennum hópi forréttindastöðu en látið fjöldann bera tjónið af krónunni. Ef krónan er svona frábær eiga allir að geta búið við afleiðingar gengisfellingar hennar – líka læknar. Ef launastefna ríkisstjórnarinnar er svo handahófskennd að þjóðfélagið þolir ekki að samið sé með sama hætti við hjúkrunarfræðinga og BHM er rétt að ríkisstjórnin segi það bara hreint út. Almenningur situr uppi með afleiðingarnar sem eru fólksflótti úr opinberum störfum og veikara heilbrigðiskerfi. Stjórnvöld eiga að virða menntun til launa. Við viljum vera skapandi og nútímalegt samfélag og við leggjum áherslu á menntun. Því fylgir að skapa þarf störf við hæfi og greiða laun sem gera menntun þess virði að sækja. Forgangsverkefni stjórnvalda á að vera uppbygging á öflugri opinberri þjónustu sem býður starfsfólki sambærileg kjör og í nágrannalöndunum og almenningi sömu gæði. Við viljum fjölbreytni í atvinnulífinu og fá hlut í arði af auðlindum landsins til að létta skattbyrði venjulegs fólks. Það var loforð Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar og það verða verkefni nýrrar ríkisstjórnar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun