Fólk og fjármagn Katrín Jakobsdóttir skrifar 2. júlí 2015 07:00 Miklar pólitískar hræringar hafa orðið eftir efnahagskreppuna, ekki einungis á Íslandi heldur um alla Evrópu. Sumir vilja nú meina að vinstri og hægri séu ekki lengur gild hugtök í pólitísku landslagi samtímans. Ég er ósammála því. Fyrir mér snúast átök vinstri og hægri um átök fólks og fjármagns. Þar er hlutverk vinstrimanna að vera þjónar fólksins; stuðla að almannahag í öllum sínum störfum en þjóna ekki aðeins fjármagninu. Fjármagnsöflin hafa náð æ sterkari tökum á samfélaginu seinustu áratugi. Það hefur til dæmis gerst með einkavæðingu almannaþjónustu, regluverk hefur verið sniðið að þörfum stórfyrirtækja og lýðræðislega kjörnir fulltrúar hafa veigrað sér við að stíga mikilvæg skref, t.d. til að sporna gegn loftslagsbreytingum, til að styggja ekki stórfyrirtæki. Núna þegar Grikkir standa frammi fyrir örlagaríkum ákvörðunum um framtíð sína er mikilvægt að hafa í huga að það er stjórnmálamannanna að tryggja að fólkið sjálft ráði framtíð sinni, ekki einvörðungu stórfyrirtæki og fjármagnsöfl. Þessi átakalína gæti dýpkað enn í framtíðinni. Þegar eignir og auður safnast á æ færri hendur mun að sjálfsögðu verða tekist á um þann ójöfnuð og misrétti. Ríkasta eina prósent heimsins á nú þegar helming alls auðs mannkyns. Ríkustu tíu prósent Íslendinga eiga meira en 70% alls auðsins þannig að þróunin hefur verið sú sama hér á landi. Það er eðlilegt að almenningur berjist gegn þessu ranglæti. Á sama tíma mun almenningur þurfa að takast á við loftslagsbreytingar þar sem erfiðara verður en áður að nýta auðlindir jarðar til að sjá öllum farborða. Ef við viljum aukna sátt og velsæld í samfélaginu ætti það að vera brýnasta verkefni stjórnmálanna að endurútdeila auðæfum. Taka afstöðu með fólki gegn fjármagnsöflum þannig að auðæfin dreifist með jafnari hætti, almannahagur verði tryggður og um leið almenn hagsæld því aukinn jöfnuður og öflugt velferðarkerfi tryggja hana. Á sama tíma þarf að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlinda til þess að skapa traustan grunn til framtíðar. Um þetta snúast hugmyndafræðileg átök samtímans. Hvort sem við köllum þau átök hægri og vinstri eða átök fólks og fjármagns. Þar þarf leiðarljósið að vera almannahagur en ekki hagur fjármagnsaflanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Miklar pólitískar hræringar hafa orðið eftir efnahagskreppuna, ekki einungis á Íslandi heldur um alla Evrópu. Sumir vilja nú meina að vinstri og hægri séu ekki lengur gild hugtök í pólitísku landslagi samtímans. Ég er ósammála því. Fyrir mér snúast átök vinstri og hægri um átök fólks og fjármagns. Þar er hlutverk vinstrimanna að vera þjónar fólksins; stuðla að almannahag í öllum sínum störfum en þjóna ekki aðeins fjármagninu. Fjármagnsöflin hafa náð æ sterkari tökum á samfélaginu seinustu áratugi. Það hefur til dæmis gerst með einkavæðingu almannaþjónustu, regluverk hefur verið sniðið að þörfum stórfyrirtækja og lýðræðislega kjörnir fulltrúar hafa veigrað sér við að stíga mikilvæg skref, t.d. til að sporna gegn loftslagsbreytingum, til að styggja ekki stórfyrirtæki. Núna þegar Grikkir standa frammi fyrir örlagaríkum ákvörðunum um framtíð sína er mikilvægt að hafa í huga að það er stjórnmálamannanna að tryggja að fólkið sjálft ráði framtíð sinni, ekki einvörðungu stórfyrirtæki og fjármagnsöfl. Þessi átakalína gæti dýpkað enn í framtíðinni. Þegar eignir og auður safnast á æ færri hendur mun að sjálfsögðu verða tekist á um þann ójöfnuð og misrétti. Ríkasta eina prósent heimsins á nú þegar helming alls auðs mannkyns. Ríkustu tíu prósent Íslendinga eiga meira en 70% alls auðsins þannig að þróunin hefur verið sú sama hér á landi. Það er eðlilegt að almenningur berjist gegn þessu ranglæti. Á sama tíma mun almenningur þurfa að takast á við loftslagsbreytingar þar sem erfiðara verður en áður að nýta auðlindir jarðar til að sjá öllum farborða. Ef við viljum aukna sátt og velsæld í samfélaginu ætti það að vera brýnasta verkefni stjórnmálanna að endurútdeila auðæfum. Taka afstöðu með fólki gegn fjármagnsöflum þannig að auðæfin dreifist með jafnari hætti, almannahagur verði tryggður og um leið almenn hagsæld því aukinn jöfnuður og öflugt velferðarkerfi tryggja hana. Á sama tíma þarf að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlinda til þess að skapa traustan grunn til framtíðar. Um þetta snúast hugmyndafræðileg átök samtímans. Hvort sem við köllum þau átök hægri og vinstri eða átök fólks og fjármagns. Þar þarf leiðarljósið að vera almannahagur en ekki hagur fjármagnsaflanna.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun