Íslensk tölvuleikjafyrirtæki skoða landvinninga á Indlandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. júlí 2015 06:00 Upplýsingafulltrúi Eve Online segir ekkert kalla á frekari markaðssókn með Eve Online á Indlandi. mynd/ccp Árið 2020 verður Indland yngsta land í heimi, en meðalaldurinn verður 29 ár. Þórir Ibsen, sendiherra Íslands á Indlandi, vakti athygli á þessu á fundi íslensk-indverska viðskiptaráðsins, utanríkisráðuneytisins og Félags atvinnurekenda á dögunum. Á fundinum var rætt um tækifæri fyrir aukin viðskipti á milli Íslands og Indlands. Þórir benti á að þessi aldurssamsetning Indverja væri sérstaklega áhugaverð út frá stafrænni þróun. Það skapaði tækifæri. „Það eru 1,2 milljarðar í landinu, 400 milljónir sem eru með tekjur á borð við okkur, 243 milljónir eru í netsambandi og fer hraðvaxandi,“ sagði Þórir. Þá benti hann á að 106 milljónir manna væru virkar á samfélagsmiðlunum, 886 milljónir með farsíma og 92 milljónir virkar á samfélagsmiðlunum í gegnum farsíma. „Árið 2020 verður meðalaldurinn 29 ár. Þetta er þumalputtakynslóðin sem kaupir og gerir allt í gegnum síma og tölvur, hvort sem það eru öpp, vörur eða þjónusta,“ sagði Þórir. Þekktustu leikjaframleiðendur hér á landi hafa áttað sig á möguleikum á markaðssetningu á Indlandi. Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson, rekstrarstjóri hjá Plain Vanilla, segir að fyrirtækið hafi byrjað sína markaðssetningu erlendis í Bandaríkjunum. En síðastliðið sumar hafi verið opnað fyrir fimm önnur tungumál fyrir þessa útrás. Það er þýska, franska, spænska, brasilíska og portúgalska. „Á þessum tíma varð Quiz-up mjög vinsælt á Indlandi,“ segir Gunnar Hólmsteinn. Fyrst hafi fyrirtækið ekki áttað sig á ástæðunum fyrir þessum vinsældum. En síðar hafi þeir áttað sig á því að enskukunnátta á Indlandi væri mikil. „Við töluðum við vini okkar hjá Facebook og Twitter. Og þeir sáu mjög svipaða hluti gerast,“ segir Gunnar Hólmsteinn. Notkun hafi verið mjög mikil á þessum mörkuðum.Eldar ÁstþórssonÍ dag er Plain Vanilla vel í stakk búið fyrir markaðssetningu á Indlandi vegna þess að þar starfar Indverji sem getur haft samskipti við notendur og spurningahöfunda. Hann þekkir indverskan menningarheim mjög vel og ráðleggur Plain Vanilla hvað á að leggja áherslu á og hvaða spurningaflokka vantar. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel,“ segir Gunnar Hólmsteinn. Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP, segir að fyrirtækið hafi fylgst vel með framvindunni undanfarið, einkum með möguleika á markaðssetningu nýrra leikja í huga. „Við höfum um langt skeið verið með áskrifendur eða viðskiptavini fyrir Eve Online á Indlandi. En það hefur ekki verið í neinum fjölda sem hefur kallað á frekari markaðssókn,“ segir Eldar. Gerðar hafi verið ýmsar tilraunir í gegnum tíðina með Eve Online-leikinn á því svæði en það hafi ekki skilað þeim árangri að það réttlætti að farið yrði í frekari sókn þar. „En við höfum verið mjög öflugir í Kína og sömuleiðis einbeitt okkur að Japansmarkaði fyrir Eve Online,“ segir Eldar. Leikjavísir Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Árið 2020 verður Indland yngsta land í heimi, en meðalaldurinn verður 29 ár. Þórir Ibsen, sendiherra Íslands á Indlandi, vakti athygli á þessu á fundi íslensk-indverska viðskiptaráðsins, utanríkisráðuneytisins og Félags atvinnurekenda á dögunum. Á fundinum var rætt um tækifæri fyrir aukin viðskipti á milli Íslands og Indlands. Þórir benti á að þessi aldurssamsetning Indverja væri sérstaklega áhugaverð út frá stafrænni þróun. Það skapaði tækifæri. „Það eru 1,2 milljarðar í landinu, 400 milljónir sem eru með tekjur á borð við okkur, 243 milljónir eru í netsambandi og fer hraðvaxandi,“ sagði Þórir. Þá benti hann á að 106 milljónir manna væru virkar á samfélagsmiðlunum, 886 milljónir með farsíma og 92 milljónir virkar á samfélagsmiðlunum í gegnum farsíma. „Árið 2020 verður meðalaldurinn 29 ár. Þetta er þumalputtakynslóðin sem kaupir og gerir allt í gegnum síma og tölvur, hvort sem það eru öpp, vörur eða þjónusta,“ sagði Þórir. Þekktustu leikjaframleiðendur hér á landi hafa áttað sig á möguleikum á markaðssetningu á Indlandi. Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson, rekstrarstjóri hjá Plain Vanilla, segir að fyrirtækið hafi byrjað sína markaðssetningu erlendis í Bandaríkjunum. En síðastliðið sumar hafi verið opnað fyrir fimm önnur tungumál fyrir þessa útrás. Það er þýska, franska, spænska, brasilíska og portúgalska. „Á þessum tíma varð Quiz-up mjög vinsælt á Indlandi,“ segir Gunnar Hólmsteinn. Fyrst hafi fyrirtækið ekki áttað sig á ástæðunum fyrir þessum vinsældum. En síðar hafi þeir áttað sig á því að enskukunnátta á Indlandi væri mikil. „Við töluðum við vini okkar hjá Facebook og Twitter. Og þeir sáu mjög svipaða hluti gerast,“ segir Gunnar Hólmsteinn. Notkun hafi verið mjög mikil á þessum mörkuðum.Eldar ÁstþórssonÍ dag er Plain Vanilla vel í stakk búið fyrir markaðssetningu á Indlandi vegna þess að þar starfar Indverji sem getur haft samskipti við notendur og spurningahöfunda. Hann þekkir indverskan menningarheim mjög vel og ráðleggur Plain Vanilla hvað á að leggja áherslu á og hvaða spurningaflokka vantar. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel,“ segir Gunnar Hólmsteinn. Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP, segir að fyrirtækið hafi fylgst vel með framvindunni undanfarið, einkum með möguleika á markaðssetningu nýrra leikja í huga. „Við höfum um langt skeið verið með áskrifendur eða viðskiptavini fyrir Eve Online á Indlandi. En það hefur ekki verið í neinum fjölda sem hefur kallað á frekari markaðssókn,“ segir Eldar. Gerðar hafi verið ýmsar tilraunir í gegnum tíðina með Eve Online-leikinn á því svæði en það hafi ekki skilað þeim árangri að það réttlætti að farið yrði í frekari sókn þar. „En við höfum verið mjög öflugir í Kína og sömuleiðis einbeitt okkur að Japansmarkaði fyrir Eve Online,“ segir Eldar.
Leikjavísir Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira