Hverjir græða á ofurtollum á kjöti Þórólfur Matthíasson skrifar 13. ágúst 2015 07:00 Það er mat þeirra sem til þekkja að innflutningstollar hækki verð á nauta-, svína- og kjúklingakjöti á bilinu 40% til 90%. Háir tollar veita innlendum framleiðendum skjól gagnvart innflutningi. Mjög mismunandi er hvernig skjólið nýtist einstökum framleiðslugreinum kjötvarnings. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) í París safnar saman og birtir upplýsingar um áhrif stjórnvaldsaðgerða á markaðsverð landbúnaðarvarnings. Áhrif tolla á afkomu íslenskra bænda eru fundin með því að bera saman skilaverð til þeirra annars vegar og erlendra kollega hins vegar. Við skilaverðið til erlendra bænda er bætt flutningskostnaði til Íslands. Með þessum hætti fæst mat á hversu mikil áhrif tollarnir hafa á skilaverð til íslenskra bænda. Árið 2014 var staðan gagnvart Íslandi eins og lýst er í meðfylgjandi töflu.Virk tollvernd ótrúlega mikil Virk tollvernd er lítil eða engin þegar litið er til hefðbundinnar kjötframleiðslu. Afnám tolla á kjötafurðir myndi litlu breyta hvað varðar skilaverð til íslenskra bænda á þessum afurðum. Virk tollvernd er hins vegar ótrúlega mikil þegar litið er til hvíta kjötsins, kjúklinga- og svínakjöts. Samkvæmt tölum OECD nam umframkostnaður íslenskra neytenda vegna ofurtolla á kjúklinga- og svínakjöti 3,6 milljörðum króna árið 2014. Ofurtollar á kjöti eru gjarnan rökstuddir með tilvísan til stuðnings við búsetu í dreifðum byggðum landsins. Því hefði að óreyndu mátt ætla að tollar hefðu mest áhrif á verð á lambakjöti og því næst á verð á nautakjöti. Megnið af framleiðslu svína- og kjúklingakjöts fer fram í póstnúmerum í ágætri nálægð við póstnúmer 101 og er ekki ýkja mannaflafrek. Hvort framleitt er tonninu meira eða minna af hvítu kjöti á Íslandi hefur hverfandi, ef nokkur, áhrif á búsetu í dreifðum byggðum landsins.Er á valdi Alþingis Ofurtollar á kjötvöru skila sér augljóslega ekki með skilvirkum hætti sem stuðningur við dreifðar byggðir. Það er í valdi Alþingis og ríkisstjórnar að breyta lögum og reglum um tolla á innfluttri kjötvöru. Það stendur því upp á þessa aðila að svara því hvort þeir vilji áfram stuðla að því að þvinga neytendur til að greiða 3,6 milljarða í yfirverð fyrir kjúklinga og svínakjöt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þórólfur Matthíasson Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er mat þeirra sem til þekkja að innflutningstollar hækki verð á nauta-, svína- og kjúklingakjöti á bilinu 40% til 90%. Háir tollar veita innlendum framleiðendum skjól gagnvart innflutningi. Mjög mismunandi er hvernig skjólið nýtist einstökum framleiðslugreinum kjötvarnings. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) í París safnar saman og birtir upplýsingar um áhrif stjórnvaldsaðgerða á markaðsverð landbúnaðarvarnings. Áhrif tolla á afkomu íslenskra bænda eru fundin með því að bera saman skilaverð til þeirra annars vegar og erlendra kollega hins vegar. Við skilaverðið til erlendra bænda er bætt flutningskostnaði til Íslands. Með þessum hætti fæst mat á hversu mikil áhrif tollarnir hafa á skilaverð til íslenskra bænda. Árið 2014 var staðan gagnvart Íslandi eins og lýst er í meðfylgjandi töflu.Virk tollvernd ótrúlega mikil Virk tollvernd er lítil eða engin þegar litið er til hefðbundinnar kjötframleiðslu. Afnám tolla á kjötafurðir myndi litlu breyta hvað varðar skilaverð til íslenskra bænda á þessum afurðum. Virk tollvernd er hins vegar ótrúlega mikil þegar litið er til hvíta kjötsins, kjúklinga- og svínakjöts. Samkvæmt tölum OECD nam umframkostnaður íslenskra neytenda vegna ofurtolla á kjúklinga- og svínakjöti 3,6 milljörðum króna árið 2014. Ofurtollar á kjöti eru gjarnan rökstuddir með tilvísan til stuðnings við búsetu í dreifðum byggðum landsins. Því hefði að óreyndu mátt ætla að tollar hefðu mest áhrif á verð á lambakjöti og því næst á verð á nautakjöti. Megnið af framleiðslu svína- og kjúklingakjöts fer fram í póstnúmerum í ágætri nálægð við póstnúmer 101 og er ekki ýkja mannaflafrek. Hvort framleitt er tonninu meira eða minna af hvítu kjöti á Íslandi hefur hverfandi, ef nokkur, áhrif á búsetu í dreifðum byggðum landsins.Er á valdi Alþingis Ofurtollar á kjötvöru skila sér augljóslega ekki með skilvirkum hætti sem stuðningur við dreifðar byggðir. Það er í valdi Alþingis og ríkisstjórnar að breyta lögum og reglum um tolla á innfluttri kjötvöru. Það stendur því upp á þessa aðila að svara því hvort þeir vilji áfram stuðla að því að þvinga neytendur til að greiða 3,6 milljarða í yfirverð fyrir kjúklinga og svínakjöt.
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar