Ameríski draumurinn sem varð að eitruðu drykkjarvatni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2016 09:00 Í áratugi keypti Flint vatn af Detroit en vatnið kemur úr stöðuvatninu Huron. Með því að skipta um vatnsból ætluðu borgaryfirvöld að spara sér milljónir dollara. vísir/getty Það var vorið 2014 sem að íbúar í borginni Flint í Michigan í Bandaríkjunum fóru að taka eftir því að vatnið sem kom úr krananum í íbúðum þeirra lyktaði illa og var stundum blátt, grænt eða brúnt á litinn. Íbúarnir kvörtuðu en ekki aðeins út af vatninu heldur einnig vegna þess að þeir fengu útbrot, misstu hárið og þá voru börn greind blóðlítil. Yfirvöld í Flint og Michigan hunsuðu hins vegar kvartanir íbúanna og sögðu allt í lagi með vatnið í krananum; borgarstjórinn í Flint birtist meðal annars í sjónvarpi og drakk glas af vatninu fyrir framan myndavélarnar en skaðinn var skeður. Um einu og hálfu ári eftir að íbúarnir byrjuðu að kvarta var það staðfest opinberlega að hættulega mikil blýmengun var í drykkjarvatni Flint en börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir blýi. Líkaminn tekur blý fyrst upp í gegnum blóðið og segja sérfræðingar að mælist eitthvað blý í blóði barna sé það hættulegt. Þá eru börn yngri en sex ára í hættu á að verða fyrir heilaskaða mælist blýmagn mikið í líkama þeirra þar sem efnið hægir á þroska heilans. Þetta getur meðal annars haft áhrif greindarvísitölu og athyglisgetu barna.Börn yngri en sex ára eru í hættu á að verða fyrir heilaskaða mælist blýmagn mikið í líkama þeirra þar sem efnið hægir á þroska heilans.vísir/gettyÆtluðu að spara milljónir dollara Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum en forsaga þess er sú að borgaryfirvöld í Flint þurftu að ráðast í mikinn niðurskurð á árinu 2014 svo borgin færi hreinlega ekki á hausinn. Í áratugi keypti Flint vatn af Detroit en vatnsbólið þar er stöðuvatnið Huron. Í apríl 2013 tilkynntu borgaryfirvöld að þau hygðust byggja sitt eigið leiðslukerfi í Huron-vatn og spara þannig milljónir dollara með því að hætta að kaupa vatn af Detroit. Leiðsluna átti að taka í gagnið á þessu ári, 2016, en sá hængur var á að borgaryfirvöld í Detroit tilkynntu að þau myndu hætta að selja Flint vatn í apríl 2014. Í Flint þurfti því að finna út úr því hvaðan vatnið fyrir borgina ætti að koma í millitíðinni og var þá tekin ákvörðun um að fá vatn úr ánni sem ber sama nafn og borgin, Flint-áin. Mikið klóríð er í vatninu sem kemur úr ánni en efnið getur valdið tæringu á málmum. Til að koma í veg fyrir að vatnið valdi tæringu á vatnsleiðslum má setja efnablöndu út í vatnið en það gera borgaryfirvöld í Detroit meðal annars. Vatnið úr Flint-ánni mælist með átta sinnum meira klóríð en vatnið úr Huron-vatni en þrátt fyrir það voru ekki gerðar ráðstafanir í Flint til að draga úr tæringu. Því byrjaði vatnið fljótt að éta upp vatnsleiðslur borgarinnar sem eru úr blýi með þeim afleiðingum að efnið barst í vatnið og til íbúanna.Sögðu henni að skrúfa fyrir vatnið heima hjá sér og fá vatn hjá nágrannanum Í ágúst 2014, fjórum mánuðum eftir að farið var að taka vatn úr Flint-ánni, greindist e.coli-bakterían í vatninu og var íbúum í Flint þá ráðlagt að sjóða drykkjarvatnið. Tveimur mánuðum síðar tilkynnti svo bílaframleiðandinn General Motors, sem er með verksmiðju í Flint, að hann hygðist hætta að nota vatnið sem kæmi úr ánni þar sem vélarpartar voru farnir að ryðga vegna vatnsins. Borgarbúar héldu áfram að kvarta en yfirvöld gerðu ekkert, þrátt fyrir að hafa meðal annars kannað vatn heima hjá Lee-Anne Walters, íbúa í Flint, en niðurstöðurnar sýndu gríðarlegt magn af umfram blýi í vatninu. Borgaryfirvöld vildu hins vegar meina að vandamálið væri aðeins bundið við þetta tiltekna hús, sögðu íbúanum að skrúfa bara fyrir vatnið hjá sér og tengja sig við vatnið hjá nágrannanum með garðslöngu.Flint-áinvísir/gettyÁkváðu að opinbera ekki um gríðarlegt blýmagn í drykkjarvatninu Walters var ekki sátt við þessa lausn og hafði samband við Umhverfisstofnun Bandaríkjanna. Fulltrúar frá stofnuninni komu heim til Walters og mældu hversu mikið blý var í vatninu. Niðurstöðurnar voru sláandi þar sem blýmagnið var næstum þúsundfalt umfram það sem það á í mesta lagi að vera. Í kjölfarið var minnisblað um niðurstöðurnar sent til Umhverfisstofnunar Michigan-ríkis og fulltrúar Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna reyndu að leysa málið bakvið tjöldin í samstarfi við yfirvöld í Michigan og Flint, í stað þess að gera það opinbert. Það mistókst hins vegar hrapalega þar sem stjórnarmálamennirnir í Michigan einfaldlega hunsuðu aðvaranir Umhverfisstofnunarinnar. Þetta var í júní og júlí í fyrra. Í ágúst tóku vísindamenn í Virginia Tech-háskólanum sig til og gáfu út skýrslur sem sýndu að alltof mikið blý var í drykkjarvatninu í Flint. Mánuði síðar sýndu blóðrannsóknir sem gerðar voru á einni af heilsugæslustöðvunum í borginni að magn af blýi í blóði barna hafði tvöfaldast síðan skipt var um vatnsból í Flint.Rick Snyder, ríkisstjóri Michiganvísir/gettyBandríska alríkislögreglan rannsakar hvort lög hafi verið brotin Í október var svo vatnið í Flint aftur farið að koma frá Detroit en fæstir borgarbúar þora að snerta á vatninu sem kemur úr krönunum eftir það sem á undan er gengið. Þann 5. janúar ákvað síðan saksóknarinn í Michigan að hefja skyldi rannsókn á því sem fór úrskeiðis varðandi vatnið í Flint en sama dag lýsti ríkisstjórinn í Michigan, Rick Snyder, yfir neyðarástandi. Ellefu dögum síðar ákvað Barack Obama, Bandaríkjaforseti, að veita 5 milljónir dollara í neyðaraðstoð til Flint. Þá var greint frá því í fjölmiðlum nú í vikunni að bandaríska alríkislögreglan, FBI, myndi aðstoða við rannsóknina á því hvort að lög hafi verið brotin þegar borgaryfirvöld í Flint ákváðu að hætta að kaupa vatn frá Detroit. Margir spyrja sig nú hvernig þetta gat eiginlega gerst og einn af þeim sem reynt hefur að svara þeirri spurningu er kvikmyndaleikstjórinn Michael Moore sem er fæddur og uppalinn í Flint. Moore vill meina að þarna sé á ferðinni glæpur gegn íbúum Flint þar sem svartir eru í miklum meirihluta. 100 þúsund manns búa í Flint en 40 prósent þeirra lifa undir fátækramörkum.Þar sem fæstir íbúa Flint geta hugsað sér að drekka vatnið úr krönunum hafa ýmis hjálparsamtök gefið þeim drykkjarvatn á flöskum.vísir/gettyTelja að eitthvað þessu líkt hefði aldrei gerst í borg þar sem hvítir væru í meirihluta Það var hins vegar ekki alltaf þannig þar sem Flint var borgin þar sem ameríski draumurinn skaut hvað fyrst rótum. Bílaiðnaðurinn blómstraði í borginni á seinustu öld og 200 þúsund manns lifðu þar og störfuðu á sjöunda áratugnum. Það fór hins vegar að halla undan fæti þegar bandaríski bílaiðnaðurinn minnkaði umsvif sín á svæðinu og þeir sem gátu fluttu burt frá Flint. Líkt og gerðist í fleiri bílaborgum í Michigan fóru borgaryfirvöld í Flint fljótlega að finna fyrir því að efnahagsreikningur borgarinnar stóð tæpt. Síðustu fimm ár hefur því verið brugðið á það ráð í Flint, sem og í Detroit og Pontiac, að ríkisstjórinn skipi borgarstjórann í staðinn fyrir að íbúarnir fái að kjósa sér hann sjálfir. Borgarstjórinn er reyndar ekki eiginlegur borgarstjóri heldur nokkurs konar neyðarframkvæmdastjóri. Hann hefur mikið vald og það var einmitt hann sem ákvað að skera niður í því sem margir myndu kalla grunnþjónustu, vatni til íbúanna.Óttast um heilsu og þroska barnanna Ríkisstjórinn Snyder, sem skipað hefur neyðarframkvæmdastjórana í Flint, er repúblikani. Íbúar Flint eru ekki á meðal kjósenda hans og vilja þeir margir meina að sú staðreynd hafi haft mikið með það að gera að yfirvöld brugðust ekki við þegar kvartað var undan eitraða drykkjarvatninu. Hefði þetta gerst einhvers staðar annars staðar en í borg þar sem meirihluti íbúanna er svartur og fátækur hefðu Snyder og hans fólk brugðist strax við. Alvarleiki málsins er auðvitað sá að íbúar Flint drukku mengað drykkjarvatn í hátt í tvö ár. Eins og áður segir eru börn sérstaklega viðkvæm fyrir blýmengun og eru margir foreldrar afar áhyggjufullir varðandi hvaða áhrif þetta mun hafa á þroska barnanna. Tíminn einn mun leiða það í ljós sem og það hvort einhverjir stjórnmála-og embættismenn verði látnir sæta ábyrgð vegna málsins.Þessi frétt er að mestu leyti byggð á ítarlegri umfjöllun um Flint sem birtist í tímaritinu Time nú í janúar. Fréttaskýringar Tengdar fréttir Neyðarástand í Flint vegna blýmengunar Bandarísk stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarástandi í bænum Flint í Michigan vegna blýmengunar í vatni þar. 18. janúar 2016 07:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Það var vorið 2014 sem að íbúar í borginni Flint í Michigan í Bandaríkjunum fóru að taka eftir því að vatnið sem kom úr krananum í íbúðum þeirra lyktaði illa og var stundum blátt, grænt eða brúnt á litinn. Íbúarnir kvörtuðu en ekki aðeins út af vatninu heldur einnig vegna þess að þeir fengu útbrot, misstu hárið og þá voru börn greind blóðlítil. Yfirvöld í Flint og Michigan hunsuðu hins vegar kvartanir íbúanna og sögðu allt í lagi með vatnið í krananum; borgarstjórinn í Flint birtist meðal annars í sjónvarpi og drakk glas af vatninu fyrir framan myndavélarnar en skaðinn var skeður. Um einu og hálfu ári eftir að íbúarnir byrjuðu að kvarta var það staðfest opinberlega að hættulega mikil blýmengun var í drykkjarvatni Flint en börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir blýi. Líkaminn tekur blý fyrst upp í gegnum blóðið og segja sérfræðingar að mælist eitthvað blý í blóði barna sé það hættulegt. Þá eru börn yngri en sex ára í hættu á að verða fyrir heilaskaða mælist blýmagn mikið í líkama þeirra þar sem efnið hægir á þroska heilans. Þetta getur meðal annars haft áhrif greindarvísitölu og athyglisgetu barna.Börn yngri en sex ára eru í hættu á að verða fyrir heilaskaða mælist blýmagn mikið í líkama þeirra þar sem efnið hægir á þroska heilans.vísir/gettyÆtluðu að spara milljónir dollara Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum en forsaga þess er sú að borgaryfirvöld í Flint þurftu að ráðast í mikinn niðurskurð á árinu 2014 svo borgin færi hreinlega ekki á hausinn. Í áratugi keypti Flint vatn af Detroit en vatnsbólið þar er stöðuvatnið Huron. Í apríl 2013 tilkynntu borgaryfirvöld að þau hygðust byggja sitt eigið leiðslukerfi í Huron-vatn og spara þannig milljónir dollara með því að hætta að kaupa vatn af Detroit. Leiðsluna átti að taka í gagnið á þessu ári, 2016, en sá hængur var á að borgaryfirvöld í Detroit tilkynntu að þau myndu hætta að selja Flint vatn í apríl 2014. Í Flint þurfti því að finna út úr því hvaðan vatnið fyrir borgina ætti að koma í millitíðinni og var þá tekin ákvörðun um að fá vatn úr ánni sem ber sama nafn og borgin, Flint-áin. Mikið klóríð er í vatninu sem kemur úr ánni en efnið getur valdið tæringu á málmum. Til að koma í veg fyrir að vatnið valdi tæringu á vatnsleiðslum má setja efnablöndu út í vatnið en það gera borgaryfirvöld í Detroit meðal annars. Vatnið úr Flint-ánni mælist með átta sinnum meira klóríð en vatnið úr Huron-vatni en þrátt fyrir það voru ekki gerðar ráðstafanir í Flint til að draga úr tæringu. Því byrjaði vatnið fljótt að éta upp vatnsleiðslur borgarinnar sem eru úr blýi með þeim afleiðingum að efnið barst í vatnið og til íbúanna.Sögðu henni að skrúfa fyrir vatnið heima hjá sér og fá vatn hjá nágrannanum Í ágúst 2014, fjórum mánuðum eftir að farið var að taka vatn úr Flint-ánni, greindist e.coli-bakterían í vatninu og var íbúum í Flint þá ráðlagt að sjóða drykkjarvatnið. Tveimur mánuðum síðar tilkynnti svo bílaframleiðandinn General Motors, sem er með verksmiðju í Flint, að hann hygðist hætta að nota vatnið sem kæmi úr ánni þar sem vélarpartar voru farnir að ryðga vegna vatnsins. Borgarbúar héldu áfram að kvarta en yfirvöld gerðu ekkert, þrátt fyrir að hafa meðal annars kannað vatn heima hjá Lee-Anne Walters, íbúa í Flint, en niðurstöðurnar sýndu gríðarlegt magn af umfram blýi í vatninu. Borgaryfirvöld vildu hins vegar meina að vandamálið væri aðeins bundið við þetta tiltekna hús, sögðu íbúanum að skrúfa bara fyrir vatnið hjá sér og tengja sig við vatnið hjá nágrannanum með garðslöngu.Flint-áinvísir/gettyÁkváðu að opinbera ekki um gríðarlegt blýmagn í drykkjarvatninu Walters var ekki sátt við þessa lausn og hafði samband við Umhverfisstofnun Bandaríkjanna. Fulltrúar frá stofnuninni komu heim til Walters og mældu hversu mikið blý var í vatninu. Niðurstöðurnar voru sláandi þar sem blýmagnið var næstum þúsundfalt umfram það sem það á í mesta lagi að vera. Í kjölfarið var minnisblað um niðurstöðurnar sent til Umhverfisstofnunar Michigan-ríkis og fulltrúar Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna reyndu að leysa málið bakvið tjöldin í samstarfi við yfirvöld í Michigan og Flint, í stað þess að gera það opinbert. Það mistókst hins vegar hrapalega þar sem stjórnarmálamennirnir í Michigan einfaldlega hunsuðu aðvaranir Umhverfisstofnunarinnar. Þetta var í júní og júlí í fyrra. Í ágúst tóku vísindamenn í Virginia Tech-háskólanum sig til og gáfu út skýrslur sem sýndu að alltof mikið blý var í drykkjarvatninu í Flint. Mánuði síðar sýndu blóðrannsóknir sem gerðar voru á einni af heilsugæslustöðvunum í borginni að magn af blýi í blóði barna hafði tvöfaldast síðan skipt var um vatnsból í Flint.Rick Snyder, ríkisstjóri Michiganvísir/gettyBandríska alríkislögreglan rannsakar hvort lög hafi verið brotin Í október var svo vatnið í Flint aftur farið að koma frá Detroit en fæstir borgarbúar þora að snerta á vatninu sem kemur úr krönunum eftir það sem á undan er gengið. Þann 5. janúar ákvað síðan saksóknarinn í Michigan að hefja skyldi rannsókn á því sem fór úrskeiðis varðandi vatnið í Flint en sama dag lýsti ríkisstjórinn í Michigan, Rick Snyder, yfir neyðarástandi. Ellefu dögum síðar ákvað Barack Obama, Bandaríkjaforseti, að veita 5 milljónir dollara í neyðaraðstoð til Flint. Þá var greint frá því í fjölmiðlum nú í vikunni að bandaríska alríkislögreglan, FBI, myndi aðstoða við rannsóknina á því hvort að lög hafi verið brotin þegar borgaryfirvöld í Flint ákváðu að hætta að kaupa vatn frá Detroit. Margir spyrja sig nú hvernig þetta gat eiginlega gerst og einn af þeim sem reynt hefur að svara þeirri spurningu er kvikmyndaleikstjórinn Michael Moore sem er fæddur og uppalinn í Flint. Moore vill meina að þarna sé á ferðinni glæpur gegn íbúum Flint þar sem svartir eru í miklum meirihluta. 100 þúsund manns búa í Flint en 40 prósent þeirra lifa undir fátækramörkum.Þar sem fæstir íbúa Flint geta hugsað sér að drekka vatnið úr krönunum hafa ýmis hjálparsamtök gefið þeim drykkjarvatn á flöskum.vísir/gettyTelja að eitthvað þessu líkt hefði aldrei gerst í borg þar sem hvítir væru í meirihluta Það var hins vegar ekki alltaf þannig þar sem Flint var borgin þar sem ameríski draumurinn skaut hvað fyrst rótum. Bílaiðnaðurinn blómstraði í borginni á seinustu öld og 200 þúsund manns lifðu þar og störfuðu á sjöunda áratugnum. Það fór hins vegar að halla undan fæti þegar bandaríski bílaiðnaðurinn minnkaði umsvif sín á svæðinu og þeir sem gátu fluttu burt frá Flint. Líkt og gerðist í fleiri bílaborgum í Michigan fóru borgaryfirvöld í Flint fljótlega að finna fyrir því að efnahagsreikningur borgarinnar stóð tæpt. Síðustu fimm ár hefur því verið brugðið á það ráð í Flint, sem og í Detroit og Pontiac, að ríkisstjórinn skipi borgarstjórann í staðinn fyrir að íbúarnir fái að kjósa sér hann sjálfir. Borgarstjórinn er reyndar ekki eiginlegur borgarstjóri heldur nokkurs konar neyðarframkvæmdastjóri. Hann hefur mikið vald og það var einmitt hann sem ákvað að skera niður í því sem margir myndu kalla grunnþjónustu, vatni til íbúanna.Óttast um heilsu og þroska barnanna Ríkisstjórinn Snyder, sem skipað hefur neyðarframkvæmdastjórana í Flint, er repúblikani. Íbúar Flint eru ekki á meðal kjósenda hans og vilja þeir margir meina að sú staðreynd hafi haft mikið með það að gera að yfirvöld brugðust ekki við þegar kvartað var undan eitraða drykkjarvatninu. Hefði þetta gerst einhvers staðar annars staðar en í borg þar sem meirihluti íbúanna er svartur og fátækur hefðu Snyder og hans fólk brugðist strax við. Alvarleiki málsins er auðvitað sá að íbúar Flint drukku mengað drykkjarvatn í hátt í tvö ár. Eins og áður segir eru börn sérstaklega viðkvæm fyrir blýmengun og eru margir foreldrar afar áhyggjufullir varðandi hvaða áhrif þetta mun hafa á þroska barnanna. Tíminn einn mun leiða það í ljós sem og það hvort einhverjir stjórnmála-og embættismenn verði látnir sæta ábyrgð vegna málsins.Þessi frétt er að mestu leyti byggð á ítarlegri umfjöllun um Flint sem birtist í tímaritinu Time nú í janúar.
Fréttaskýringar Tengdar fréttir Neyðarástand í Flint vegna blýmengunar Bandarísk stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarástandi í bænum Flint í Michigan vegna blýmengunar í vatni þar. 18. janúar 2016 07:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Neyðarástand í Flint vegna blýmengunar Bandarísk stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarástandi í bænum Flint í Michigan vegna blýmengunar í vatni þar. 18. janúar 2016 07:00