Hunsar Alþingi fullveldi íslensku þjóðarinnar? Lawrence Lessig skrifar 5. mars 2016 07:00 Þegar skoðuð er saga stjórnarskráa um víða veröld kemur í ljós að Bandaríkin skipa þar sérstakan sess. Stjórnarskrá Bandaríkjanna var sú fyrsta sem þjóðin kom sér saman um og samþykkti sérstaklega. Nú hafa Íslendingar bætt um betur og náð stórmerkum áfanga á þessu sviði. Nú hefur þjóð, í fyrsta sinn á sögulegum tímum, samið sér stjórnarskrá með gegnsæjum hætti og samtakamætti, og nýtt til þess tækni sem ekki var til fyrr en á tuttugustu og fyrstu öld. Þó vill svo undarlega til að þessi stjórnarskrá hefur enn ekki öðlast gildi. Flestum er í fersku minni að eftir fjármálakreppu ársins 2008 hófu íslenskir ríkisborgarar einstakt ferli til þess að endurheimta fullveldi sitt. Eitt þúsund ríkisborgarar voru valdir með slembiúrtaki og komu sér saman um grunngildin sem vert væri að standa um, og svo var farið að semja stjórnarskrá með frjálsri þátttöku þeirra borgara sem vildu taka þátt. Að frumkvæði Alþingis var förinni haldið áfram með því að mæla fyrir um kosningu til sérstaks stjórnlagaþings. Ríflega fimm hundruð einstaklingar buðu sig fram til þess að sitja á þessu 25 manna þingi sem síðar varð stjórnlagaráð. Fundahöld stóðu yfir í liðlega fjóra mánuði og voru verk stjórnlagaráðs jafnan birt almenningi, jafnframt því sem auglýst var eftir athugasemdum og tillögum frá borgurunum. Almenningur lagði fram liðlega 3.600 athugasemdir, og leiddu þær til ótal breytinga. Lokadrög voru samþykkt einróma af öllum fulltrúum stjórnlagaráðs og loks lögð fyrir þingið og þjóðina. Um tveir þriðju kjósenda sögðust vilja þessi drög sem grundvöll að nýrri stjórnarskrá. Aldrei hafði neitt þessu líkt gerst í sögu stjórnarskrárréttar. Ef lýðræði er vald þjóðar, og ef fullveldi lýðræðisþjóðar byggist á vilja þjóðarinnar, þá er þessi aðferð og þessi stjórnarskrá eins gild og ósvikin og stjórnarskrár annarra ríkja heimsins. Þó hefur Alþingi hafnað því að þessi stjórnarskrá skuli öðlast gildi. Þá kviknar spurning sem hver og einn sem berst fyrir lýðræði um heimsbyggð alla hlýtur að spyrja sig: með hvaða rétti? Við gerð stjórnarskrárinnar var vissulega gert ráð fyrir því að hún yrði að lokum lögð fyrir Alþingi til samþykktar, rétt eins og drottningin leggur blessun sína yfir skipun ríkisstjórnar Breta. Drottningunni er hins vegar ljóst að valdið sem fylgir þessum rétti hlýtur að vera takmarkað, ef Bretar eiga að teljast lýðræðisþjóðfélag. Sama á við um Ísland. Þegar þjóðin hefur lokið við stórvirki á borð við þetta, samið stjórnarskrá á víðtækari og opnari hátt en nokkur dæmi eru um í sögu stjórnskipunarréttar og fengið verkið staðfest með niðurstöðu ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu, hefur þá Alþingi nokkurt siðferðislegt vald til þess að hafna henni? Vitaskuld eru ekki allir jafnhrifnir af öllu sem þar er að finna, enda er lýðræði ekki fyrirheit um fullkomleika, og engin stjórnarskrá hefur nokkru sinni vakið óskipta hrifningu allra, sem hún varðar. Nægir þar að nefna dæmið um frelsi einnar milljónar afrískra þræla, þegar Bandaríkjamenn samþykktu stjórnarskrá 1808, en það frelsi braut í bága við stjórnarskrána. Að því er Ísland varðar mætti spyrja hverjum fullveldið tilheyri. Er þjóðin fullvalda eða er hún það ekki? Ef þjóðin er fullvalda, krefst hún þess þá ekki að vilji hennar sé virtur? Þetta er vitaskuld spurning sem varðar Íslendinga, en líka heimsbyggð alla. Fullveldishugtakið hefur þróast í tímans rás. Það var hjá guði, hjá konungi, hjá elítu, og loks hjá þjóðinni. Þjóðir heims líta hver til annarrar í leit að hugmyndum. Afrek íslensku þjóðarinnar, sem samdi stjórnarskrá með opinni og gegnsærri aðferð, hefur veitt milljónum manna innblástur. Þeir eru þó mun fleiri sem furða sig á andstöðu Alþingis. Þegar Thomas Jefferson var að semja sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna talaði hann um „óafturkræfan rétt þjóðar til þess að breyta eða ógilda“ stjórnarskrá. Á því herrans ári 2016 ber okkur að breyta orðum hans til þess að hnykkja á því sem máli skiptir: Það er óafturkræfur réttur þjóðar að breyta, eða ógilda, eða semja stjórnarskrá, að minnsta kosti þar sem valdið er hjá þjóðinni.Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar skoðuð er saga stjórnarskráa um víða veröld kemur í ljós að Bandaríkin skipa þar sérstakan sess. Stjórnarskrá Bandaríkjanna var sú fyrsta sem þjóðin kom sér saman um og samþykkti sérstaklega. Nú hafa Íslendingar bætt um betur og náð stórmerkum áfanga á þessu sviði. Nú hefur þjóð, í fyrsta sinn á sögulegum tímum, samið sér stjórnarskrá með gegnsæjum hætti og samtakamætti, og nýtt til þess tækni sem ekki var til fyrr en á tuttugustu og fyrstu öld. Þó vill svo undarlega til að þessi stjórnarskrá hefur enn ekki öðlast gildi. Flestum er í fersku minni að eftir fjármálakreppu ársins 2008 hófu íslenskir ríkisborgarar einstakt ferli til þess að endurheimta fullveldi sitt. Eitt þúsund ríkisborgarar voru valdir með slembiúrtaki og komu sér saman um grunngildin sem vert væri að standa um, og svo var farið að semja stjórnarskrá með frjálsri þátttöku þeirra borgara sem vildu taka þátt. Að frumkvæði Alþingis var förinni haldið áfram með því að mæla fyrir um kosningu til sérstaks stjórnlagaþings. Ríflega fimm hundruð einstaklingar buðu sig fram til þess að sitja á þessu 25 manna þingi sem síðar varð stjórnlagaráð. Fundahöld stóðu yfir í liðlega fjóra mánuði og voru verk stjórnlagaráðs jafnan birt almenningi, jafnframt því sem auglýst var eftir athugasemdum og tillögum frá borgurunum. Almenningur lagði fram liðlega 3.600 athugasemdir, og leiddu þær til ótal breytinga. Lokadrög voru samþykkt einróma af öllum fulltrúum stjórnlagaráðs og loks lögð fyrir þingið og þjóðina. Um tveir þriðju kjósenda sögðust vilja þessi drög sem grundvöll að nýrri stjórnarskrá. Aldrei hafði neitt þessu líkt gerst í sögu stjórnarskrárréttar. Ef lýðræði er vald þjóðar, og ef fullveldi lýðræðisþjóðar byggist á vilja þjóðarinnar, þá er þessi aðferð og þessi stjórnarskrá eins gild og ósvikin og stjórnarskrár annarra ríkja heimsins. Þó hefur Alþingi hafnað því að þessi stjórnarskrá skuli öðlast gildi. Þá kviknar spurning sem hver og einn sem berst fyrir lýðræði um heimsbyggð alla hlýtur að spyrja sig: með hvaða rétti? Við gerð stjórnarskrárinnar var vissulega gert ráð fyrir því að hún yrði að lokum lögð fyrir Alþingi til samþykktar, rétt eins og drottningin leggur blessun sína yfir skipun ríkisstjórnar Breta. Drottningunni er hins vegar ljóst að valdið sem fylgir þessum rétti hlýtur að vera takmarkað, ef Bretar eiga að teljast lýðræðisþjóðfélag. Sama á við um Ísland. Þegar þjóðin hefur lokið við stórvirki á borð við þetta, samið stjórnarskrá á víðtækari og opnari hátt en nokkur dæmi eru um í sögu stjórnskipunarréttar og fengið verkið staðfest með niðurstöðu ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu, hefur þá Alþingi nokkurt siðferðislegt vald til þess að hafna henni? Vitaskuld eru ekki allir jafnhrifnir af öllu sem þar er að finna, enda er lýðræði ekki fyrirheit um fullkomleika, og engin stjórnarskrá hefur nokkru sinni vakið óskipta hrifningu allra, sem hún varðar. Nægir þar að nefna dæmið um frelsi einnar milljónar afrískra þræla, þegar Bandaríkjamenn samþykktu stjórnarskrá 1808, en það frelsi braut í bága við stjórnarskrána. Að því er Ísland varðar mætti spyrja hverjum fullveldið tilheyri. Er þjóðin fullvalda eða er hún það ekki? Ef þjóðin er fullvalda, krefst hún þess þá ekki að vilji hennar sé virtur? Þetta er vitaskuld spurning sem varðar Íslendinga, en líka heimsbyggð alla. Fullveldishugtakið hefur þróast í tímans rás. Það var hjá guði, hjá konungi, hjá elítu, og loks hjá þjóðinni. Þjóðir heims líta hver til annarrar í leit að hugmyndum. Afrek íslensku þjóðarinnar, sem samdi stjórnarskrá með opinni og gegnsærri aðferð, hefur veitt milljónum manna innblástur. Þeir eru þó mun fleiri sem furða sig á andstöðu Alþingis. Þegar Thomas Jefferson var að semja sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna talaði hann um „óafturkræfan rétt þjóðar til þess að breyta eða ógilda“ stjórnarskrá. Á því herrans ári 2016 ber okkur að breyta orðum hans til þess að hnykkja á því sem máli skiptir: Það er óafturkræfur réttur þjóðar að breyta, eða ógilda, eða semja stjórnarskrá, að minnsta kosti þar sem valdið er hjá þjóðinni.Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun