Ekki bugast vegna órökrétts ótta Lars Christensen skrifar 2. mars 2016 10:00 Eftir því sem landfræðipólitísk spenna í Úkraínu hefur magnast og stríðið í Sýrlandi virðist versna dag frá degi hef ég hugsað sífellt meira um áhrif slíkra atburða á markaði og hagkerfi. Eitt er að skilja hvað er um að vera og annað að skilja hagfræði slíkra atburða. Hvaða áhrif hefur landfræðipólitísk spenna eða hryðjuverk á fjárfestingar og neysluákvarðanir? Flestum hættir til að gefa sértækar skýringar á efnahagslegum og fjárhagslegum áhrifum slíkra atburða. En það er ekki þannig sem ég myndi líta á þetta. Tækin sem hagfræðingar nota til að skilja verðlagningu bjórs eða eftirspurn eftir fótboltamiðum má einnig nota til að skilja til dæmis sjálfsmorðssprengjuárásir eða hvernig markaðir bregðast við landfræðipólitískri spennu. Þetta var lykilboðskapur nóbelsverðlaunahafans Gary Becker, sem lést 2014. Becker hlaut nóbelsverðlaunin í hagfræði 1992 „fyrir að hafa fært vettvang rekstrarhagfræðilegrar greiningar yfir á margvísleg svið mannlegrar hegðunar og samskipta, þar á meðal hegðunar utan markaða“. Í grein um „Ótta og viðbrögð við hryðjuverkum“ frá 2011, sem hann skrifaði með Yona Rubinstein, sýndi Gary Becker fram á að áhrif hryðjuverka á efnahagsstarfsemi væru oft skammvinn og þótt þau væru kostnaðarsöm gæti fólk lært að hafa stjórn á ótta sínum, og að efnahagshvatar hefðu áhrif á hve vel það tækist. Raungreining þeirra á sjálfsmorðsárásum í Ísrael sýndi að þótt áhrif sjálfsmorðsárása væru mikil fyrst í stað væru áhrifin skammvinn og kæmu til dæmis ekki í veg fyrir að fólk notaði strætisvagna. Kostnaðurinn við að láta undan (órökréttum) ótta væri einfaldlega of mikill svo að þeir sem hugsa rökrétt myndu einfaldlega, og það með réttu, álykta sem svo að hættan á að verða fórnarlamb hryðjuverka væri mjög lítil – jafnvel í Ísrael. Þetta gæti hjálpað okkur að skilja af hverju aukin landfræðipólitísk spenna á undanförnum árum hefur haft tiltölulega lítil áhrif á fjármálamarkaði heimsins. Það er kostnaðarsamt að viðhalda órökréttum ótta við landfræðipólitískar hættur. Jú, aukin landfræðipólitísk spenna getur vissulega haft neikvæð áhrif á hagkerfi víða um heim, en það er mjög lítil ástæða til að halda að annaðhvort stríðið í Sýrlandi eða bardagar í Úkraínu hafi einhver meiriháttar áhrif á hagkerfi heimsins. Það er ekki ætlunin að vera kaldhæðinn, og á því leikur enginn vafi að við höfum séð gífurlega miklar mannlegar þjáningar bæði í Úkraínu og Sýrlandi, en það ætti ekki að fá okkur til að láta undan órökréttum ótta. Það eru ekki hryðjuverk og landfræðipólitík sem eru líklegust til að leiða til heimskreppu, heldur hættan á mistökum seðlabanka heimsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eftir því sem landfræðipólitísk spenna í Úkraínu hefur magnast og stríðið í Sýrlandi virðist versna dag frá degi hef ég hugsað sífellt meira um áhrif slíkra atburða á markaði og hagkerfi. Eitt er að skilja hvað er um að vera og annað að skilja hagfræði slíkra atburða. Hvaða áhrif hefur landfræðipólitísk spenna eða hryðjuverk á fjárfestingar og neysluákvarðanir? Flestum hættir til að gefa sértækar skýringar á efnahagslegum og fjárhagslegum áhrifum slíkra atburða. En það er ekki þannig sem ég myndi líta á þetta. Tækin sem hagfræðingar nota til að skilja verðlagningu bjórs eða eftirspurn eftir fótboltamiðum má einnig nota til að skilja til dæmis sjálfsmorðssprengjuárásir eða hvernig markaðir bregðast við landfræðipólitískri spennu. Þetta var lykilboðskapur nóbelsverðlaunahafans Gary Becker, sem lést 2014. Becker hlaut nóbelsverðlaunin í hagfræði 1992 „fyrir að hafa fært vettvang rekstrarhagfræðilegrar greiningar yfir á margvísleg svið mannlegrar hegðunar og samskipta, þar á meðal hegðunar utan markaða“. Í grein um „Ótta og viðbrögð við hryðjuverkum“ frá 2011, sem hann skrifaði með Yona Rubinstein, sýndi Gary Becker fram á að áhrif hryðjuverka á efnahagsstarfsemi væru oft skammvinn og þótt þau væru kostnaðarsöm gæti fólk lært að hafa stjórn á ótta sínum, og að efnahagshvatar hefðu áhrif á hve vel það tækist. Raungreining þeirra á sjálfsmorðsárásum í Ísrael sýndi að þótt áhrif sjálfsmorðsárása væru mikil fyrst í stað væru áhrifin skammvinn og kæmu til dæmis ekki í veg fyrir að fólk notaði strætisvagna. Kostnaðurinn við að láta undan (órökréttum) ótta væri einfaldlega of mikill svo að þeir sem hugsa rökrétt myndu einfaldlega, og það með réttu, álykta sem svo að hættan á að verða fórnarlamb hryðjuverka væri mjög lítil – jafnvel í Ísrael. Þetta gæti hjálpað okkur að skilja af hverju aukin landfræðipólitísk spenna á undanförnum árum hefur haft tiltölulega lítil áhrif á fjármálamarkaði heimsins. Það er kostnaðarsamt að viðhalda órökréttum ótta við landfræðipólitískar hættur. Jú, aukin landfræðipólitísk spenna getur vissulega haft neikvæð áhrif á hagkerfi víða um heim, en það er mjög lítil ástæða til að halda að annaðhvort stríðið í Sýrlandi eða bardagar í Úkraínu hafi einhver meiriháttar áhrif á hagkerfi heimsins. Það er ekki ætlunin að vera kaldhæðinn, og á því leikur enginn vafi að við höfum séð gífurlega miklar mannlegar þjáningar bæði í Úkraínu og Sýrlandi, en það ætti ekki að fá okkur til að láta undan órökréttum ótta. Það eru ekki hryðjuverk og landfræðipólitík sem eru líklegust til að leiða til heimskreppu, heldur hættan á mistökum seðlabanka heimsins.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun