Ekki samboðið okkur sem þjóð Elín Hirst skrifar 17. mars 2016 07:00 Umræðan undanfarna daga um hvar eigi að byggja þjóðarsjúkrahús er stórundarleg og úr takti við raunveruleikann. Framkvæmdir eru þegar hafnar á Landspítalalóðinni, þar megum við engan tíma missa; gefa heldur hressilega í ef eitthvað er. Mál númer eitt, tvö og þrjú er að koma allri þjónustu við bráðveika og bráðarannsóknarþjónustu undir eitt þak, og bæta bráðavanda LSH við Hringbraut á sem fæstum árum. Ég hef sjálf þurft að leita á LSH nýlega vegna veikinda í fjölskyldunni og get vottað að þar er aðstaðan út í hött, bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn. Húsakynni spítala á Indlandi sem ég heimsótti í vetur eru betur úr garði gerð en margt sem boðið er upp á á LSH. Þetta ástand er ekki samboðið okkur sem þjóð. Byggja fullkomið hátæknisjúkrahús En ábyrgð okkar stjórnmálamanna er meiri og nær lengra. Miðað við efnahagslega stöðu okkar þjóðfélags sem hefur líklega aldrei verið betri, áherslur almennings (sbr. undirskriftalista Kára um Endurreisn heilbrigðiskerfisins) og hækkandi aldurssamsetningu þá er mjög nauðsynleg að við Íslendingar förum að huga að því að byggja annað fullkomið hátæknisjúkrahús. Eins og dæmin sanna mun undirbúningur þess máls taka ár ef ekki áratug. Auðvitað byggjum við og endurreisum eins og hægt er á Landspítalalóðinni og reynum að gera það á sem allra skemmstum tíma, þar erum við að kljást við bráðavanda, en leggjum á sama tíma grunninn að framtíðinni í heilbrigðismálum á Íslandi. Þetta er algerlega tímabært og ekkert nema skynsemi fólgin í því að byggja duglega undir helstu velferðarstoð þessa þjóðfélags. Snúa af brautinni þar sem við erum annars flokks og koma okkur aftur í fremstu röð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umræðan undanfarna daga um hvar eigi að byggja þjóðarsjúkrahús er stórundarleg og úr takti við raunveruleikann. Framkvæmdir eru þegar hafnar á Landspítalalóðinni, þar megum við engan tíma missa; gefa heldur hressilega í ef eitthvað er. Mál númer eitt, tvö og þrjú er að koma allri þjónustu við bráðveika og bráðarannsóknarþjónustu undir eitt þak, og bæta bráðavanda LSH við Hringbraut á sem fæstum árum. Ég hef sjálf þurft að leita á LSH nýlega vegna veikinda í fjölskyldunni og get vottað að þar er aðstaðan út í hött, bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn. Húsakynni spítala á Indlandi sem ég heimsótti í vetur eru betur úr garði gerð en margt sem boðið er upp á á LSH. Þetta ástand er ekki samboðið okkur sem þjóð. Byggja fullkomið hátæknisjúkrahús En ábyrgð okkar stjórnmálamanna er meiri og nær lengra. Miðað við efnahagslega stöðu okkar þjóðfélags sem hefur líklega aldrei verið betri, áherslur almennings (sbr. undirskriftalista Kára um Endurreisn heilbrigðiskerfisins) og hækkandi aldurssamsetningu þá er mjög nauðsynleg að við Íslendingar förum að huga að því að byggja annað fullkomið hátæknisjúkrahús. Eins og dæmin sanna mun undirbúningur þess máls taka ár ef ekki áratug. Auðvitað byggjum við og endurreisum eins og hægt er á Landspítalalóðinni og reynum að gera það á sem allra skemmstum tíma, þar erum við að kljást við bráðavanda, en leggjum á sama tíma grunninn að framtíðinni í heilbrigðismálum á Íslandi. Þetta er algerlega tímabært og ekkert nema skynsemi fólgin í því að byggja duglega undir helstu velferðarstoð þessa þjóðfélags. Snúa af brautinni þar sem við erum annars flokks og koma okkur aftur í fremstu röð.
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar