Söguþjóð í raun? Katrín Jakobsdóttir skrifar 12. mars 2016 07:00 Íslendingar hafa ekki slegið hendi á móti titlinum söguþjóð eða bókaþjóð. Söguáhugi Íslendinga er eitt af því sem okkur finnst flestum gaman að segja erlendum vinum og gestum frá. Söguáhuginn hefur verið umfjöllunarefni í síðari tíma bókmenntum. Við fylltum sali Þjóðleikhússins á afmælisári þess þegar Íslandsklukkan var sett upp og enn og aftur vaknaði til lífsins sagan góða um snærisþjófinn Jón Hreggviðsson, Snæfríði Íslandssól og Arnas Arnæus sem safnaði handritableðlum um land allt og bjargaði þeim úr dýnum og fletum í torfbæjum landsins. Þessi handrit eru fæst hver til sýnis þótt okkur finnist gaman að segja af þeim söguna. Þau eru læst inni í geymslum. Þar sem byggja átti hús yfir handritin er enn aðeins hola. Hús íslenskra fræða á ekki einungis að vera staður til að sýna handrit. Þar á einnig að vera húsnæði fyrir kennslu og rannsóknir í íslensku. Bygging þessa húss var hafin á síðasta kjörtímabili og var ætlunin að nýta til dæmis arð af bönkum til að greiða fyrir bygginguna sem var hluti af fjárfestingaáætlun síðustu ríkisstjórnar. Núverandi stjórnvöld slógu þá áætlun af og síðan hefur ekkert annað verið á byggingarstað en hin fræga „hola“ íslenskra fræða.Engir fjármunir Síðastliðið vor leit út fyrir að stjórnvöld væru reiðubúin að taka Hús íslenskra fræða út fyrir sviga. Forsætisráðherra kynnti tillögu þar sem lögð voru til tiltekin verkefni sem átti að ráðast í til að fagna hundrað ára afmæli fullveldis. Ekki hefur sést til tillögunnar síðan. Fjármunir birtust í fjárlögum í önnur verkefni tillögunnar, þ.e. viðbyggingu við þinghúsið. Engir fjármunir hafa komið í ljós í Hús íslenskra fræða. Happdrætti Háskóla Íslands, sem greiða mun þriðjung af húsinu, hefur ekki fengið heimild ríkisins til að setja sína fjármuni í verkefnið. Ráðamenn hafa aðspurðir sagst jákvæðir gagnvart verkefninu og bjartsýnir á framgang þess sem hljómar ankannanlegt í ljósi þess að framtíð þess liggur í þeirra höndum. Við lýsum gjarnan yfir áhyggjum okkar af stöðu íslenskrar tungu, kennslu og rannsóknum á þessu sviði, miðlun þekkingar og fræðslu. Það er ýmislegt hægt að gera til að bregðast við. Eitt af því gæti verið að gera íslenska tungu gjaldgenga í stafrænum heimi. Um það hefur Alþingi raunar samþykkt ályktun en enn bólar ekki á verulegum fjármunum til þess verkefnis. Annað raunverulegt verkefni gæti verið að byggja Hús íslenskra fræða, gera handritin aðgengileg almenningi og sinna þar með skyldum okkar gagnvart Íslendingum en líka heimsbyggðinni sem hefur sett handritin á sérstakan UNESCO-lista yfir menningarverðmæti. Þar væri líka sinnt kennslu og rannsóknum, miðlun og nýsköpun á sviði íslenskra fræða, málvísinda og bókmennta. Þessu þarf hvoru tveggja að hrinda í framkvæmd ef við viljum standa undir nafni sem söguþjóðin í norðri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Handritasafn Árna Magnússonar Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa ekki slegið hendi á móti titlinum söguþjóð eða bókaþjóð. Söguáhugi Íslendinga er eitt af því sem okkur finnst flestum gaman að segja erlendum vinum og gestum frá. Söguáhuginn hefur verið umfjöllunarefni í síðari tíma bókmenntum. Við fylltum sali Þjóðleikhússins á afmælisári þess þegar Íslandsklukkan var sett upp og enn og aftur vaknaði til lífsins sagan góða um snærisþjófinn Jón Hreggviðsson, Snæfríði Íslandssól og Arnas Arnæus sem safnaði handritableðlum um land allt og bjargaði þeim úr dýnum og fletum í torfbæjum landsins. Þessi handrit eru fæst hver til sýnis þótt okkur finnist gaman að segja af þeim söguna. Þau eru læst inni í geymslum. Þar sem byggja átti hús yfir handritin er enn aðeins hola. Hús íslenskra fræða á ekki einungis að vera staður til að sýna handrit. Þar á einnig að vera húsnæði fyrir kennslu og rannsóknir í íslensku. Bygging þessa húss var hafin á síðasta kjörtímabili og var ætlunin að nýta til dæmis arð af bönkum til að greiða fyrir bygginguna sem var hluti af fjárfestingaáætlun síðustu ríkisstjórnar. Núverandi stjórnvöld slógu þá áætlun af og síðan hefur ekkert annað verið á byggingarstað en hin fræga „hola“ íslenskra fræða.Engir fjármunir Síðastliðið vor leit út fyrir að stjórnvöld væru reiðubúin að taka Hús íslenskra fræða út fyrir sviga. Forsætisráðherra kynnti tillögu þar sem lögð voru til tiltekin verkefni sem átti að ráðast í til að fagna hundrað ára afmæli fullveldis. Ekki hefur sést til tillögunnar síðan. Fjármunir birtust í fjárlögum í önnur verkefni tillögunnar, þ.e. viðbyggingu við þinghúsið. Engir fjármunir hafa komið í ljós í Hús íslenskra fræða. Happdrætti Háskóla Íslands, sem greiða mun þriðjung af húsinu, hefur ekki fengið heimild ríkisins til að setja sína fjármuni í verkefnið. Ráðamenn hafa aðspurðir sagst jákvæðir gagnvart verkefninu og bjartsýnir á framgang þess sem hljómar ankannanlegt í ljósi þess að framtíð þess liggur í þeirra höndum. Við lýsum gjarnan yfir áhyggjum okkar af stöðu íslenskrar tungu, kennslu og rannsóknum á þessu sviði, miðlun þekkingar og fræðslu. Það er ýmislegt hægt að gera til að bregðast við. Eitt af því gæti verið að gera íslenska tungu gjaldgenga í stafrænum heimi. Um það hefur Alþingi raunar samþykkt ályktun en enn bólar ekki á verulegum fjármunum til þess verkefnis. Annað raunverulegt verkefni gæti verið að byggja Hús íslenskra fræða, gera handritin aðgengileg almenningi og sinna þar með skyldum okkar gagnvart Íslendingum en líka heimsbyggðinni sem hefur sett handritin á sérstakan UNESCO-lista yfir menningarverðmæti. Þar væri líka sinnt kennslu og rannsóknum, miðlun og nýsköpun á sviði íslenskra fræða, málvísinda og bókmennta. Þessu þarf hvoru tveggja að hrinda í framkvæmd ef við viljum standa undir nafni sem söguþjóðin í norðri.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun