Sjokkið í skírnarveislunni Aldís Arna Tryggvadóttir skrifar 7. apríl 2016 08:00 Fyrir nokkrum árum skírðum við hjónin yngsta son okkar. Skírnarveislan var stór þar sem nokkrar kynslóðir komu saman til að fagna. Flestir gesta ræddu saman um daginn og veginn á meðan aðrir stungu saman nefjum. Yngstu börnin í veislunni léku sér saman í einu horni veislusalarins. Það var glatt á hjalla. Einn aldurshóp vantaði í fjörið. Það var unga, frjálsa og áhyggjulausa fólkið á aldrinum 15-25 ára. Þegar ég gekk á milli gesta leit ég yfir salinn í leit að unga fólkinu. Að lokum fann ég það í einu horninu. Ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera stuðboltaborðið. Ég hafði kolrangt fyrir mér. Við borðið ríkti algjör þögn. Það var eins og þau væru ekki þarna, þau sögðu ekkert og tóku ekki þátt í gleðinni. Ungmennin við borðið lutu öll höfði og voru upptekin í símum sínum. Ég komst að því síðar um kvöldið þegar ég fór inn á Facebook að þau höfðu ekki setið aðgerðarlaus í veislunni. Þvert á móti höfðu þau „spjallað“ ákaft saman á samfélagsmiðlinum með skrifum og „lækum“ hvert hjá öðru. Hættu nú alveg! Ég sá líka fleira á Facebook þetta kvöld sem stakk í augu. Þar var mynd af skírnartertunni með nafni barnsins okkar. Hún hafði verið sett inn á samfélagsmiðilinn áður en við höfðum látið þá vini og vandamenn sem ekki voru í veislunni vita af nafni barnsins. Ég hef alltaf talið það hlutverk foreldranna að flytja þær fregnir og ákveða hvenær nafnið skyldi opinberað. Þarna var líka Snapchat-myndskeið af okkur hjónum, tekið þegar við vorum að tala við aðra veislugesti án vitundar okkar eða samþykkis um birtingu á netinu. Það virðist sem fólk sé orðið berskjaldað fyrir myndatökum og hafi varla rétt á því að vita hvenær verið er að taka samtöl upp – hvenær maður heldur að viðmælandinn einn sé að hlusta þegar í reynd 200 manns eru að því. Við erum orðin almannaeign, okkur má mynda hvenær og hvar sem er og segja öðrum frá. Sjokkið í skírnarveislunni okkar ýtti við mér. Það vakti mig til vitundar um það tangarhald sem samfélagsmiðlar hafa náð á okkur og þeim neikvæðu áhrifum sem þeir geta valdið ef þeir eru ekki notaðir á meðvitaðan hátt. Ekki svo að skilja að ég sé á móti tækninni en mér fannst að einhverju þyrfti að breyta. Ég sökkti mér niður í rannsóknir um áhrif netnotkunar, samfélagsmiðla og stafrænna tækja á heilsu og líðan fólks.Ekki eyða lífinu í símanum! Í þessu grúski mínu komst ég að því að um 61% einstaklinga er háð netnotkun. Fólk sem notar Netið of mikið, hvort heldur er í síma eða tölvu, er 2,5 sinnum líklegra til að glíma við þunglyndi en aðrir. Síðan er það stressið. Streita er það sem helst ógnar heilsufari manna á 21. öldinni enda undanfari margra sjúkdóma. Meðalmaðurinn er alltaf að múltítaska með því að flakka stöðugt á milli vefsíðna og skoða samfélagsmiðlana. Fyrir vikið verður einbeitingin lítil sem engin og framleiðni minnkar, sem er vissulega bagalegt í hugum atvinnurekenda. Það tekur ekki „enga stund“ að kíkja aðeins á samfélagsmiðlana – þannig týnist tíminn?… Málið er í hnotskurn þetta: Tæknin átti að þjóna okkur og auðvelda vinnuna en hefur gert okkur að þrælum. Við verðum að taka stjórnina á ný og verða meðvitaðri um þau neikvæðu áhrif sem notkun stafrænna tækja og samfélagsmiðla hafa á heilsu okkar og félagslega hæfni. Prófaðu að setja símann á hilluna í einn klukkutíma á dag eftir að börnin eru komin heim. Vittu til: Þú munt eignast ómetanleg augnablik og samverustundir með börnunum í stað þess að eyða öllum þínum tíma með augu og athygli á skjánum á meðan lífið þýtur óvart fram hjá þér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum skírðum við hjónin yngsta son okkar. Skírnarveislan var stór þar sem nokkrar kynslóðir komu saman til að fagna. Flestir gesta ræddu saman um daginn og veginn á meðan aðrir stungu saman nefjum. Yngstu börnin í veislunni léku sér saman í einu horni veislusalarins. Það var glatt á hjalla. Einn aldurshóp vantaði í fjörið. Það var unga, frjálsa og áhyggjulausa fólkið á aldrinum 15-25 ára. Þegar ég gekk á milli gesta leit ég yfir salinn í leit að unga fólkinu. Að lokum fann ég það í einu horninu. Ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera stuðboltaborðið. Ég hafði kolrangt fyrir mér. Við borðið ríkti algjör þögn. Það var eins og þau væru ekki þarna, þau sögðu ekkert og tóku ekki þátt í gleðinni. Ungmennin við borðið lutu öll höfði og voru upptekin í símum sínum. Ég komst að því síðar um kvöldið þegar ég fór inn á Facebook að þau höfðu ekki setið aðgerðarlaus í veislunni. Þvert á móti höfðu þau „spjallað“ ákaft saman á samfélagsmiðlinum með skrifum og „lækum“ hvert hjá öðru. Hættu nú alveg! Ég sá líka fleira á Facebook þetta kvöld sem stakk í augu. Þar var mynd af skírnartertunni með nafni barnsins okkar. Hún hafði verið sett inn á samfélagsmiðilinn áður en við höfðum látið þá vini og vandamenn sem ekki voru í veislunni vita af nafni barnsins. Ég hef alltaf talið það hlutverk foreldranna að flytja þær fregnir og ákveða hvenær nafnið skyldi opinberað. Þarna var líka Snapchat-myndskeið af okkur hjónum, tekið þegar við vorum að tala við aðra veislugesti án vitundar okkar eða samþykkis um birtingu á netinu. Það virðist sem fólk sé orðið berskjaldað fyrir myndatökum og hafi varla rétt á því að vita hvenær verið er að taka samtöl upp – hvenær maður heldur að viðmælandinn einn sé að hlusta þegar í reynd 200 manns eru að því. Við erum orðin almannaeign, okkur má mynda hvenær og hvar sem er og segja öðrum frá. Sjokkið í skírnarveislunni okkar ýtti við mér. Það vakti mig til vitundar um það tangarhald sem samfélagsmiðlar hafa náð á okkur og þeim neikvæðu áhrifum sem þeir geta valdið ef þeir eru ekki notaðir á meðvitaðan hátt. Ekki svo að skilja að ég sé á móti tækninni en mér fannst að einhverju þyrfti að breyta. Ég sökkti mér niður í rannsóknir um áhrif netnotkunar, samfélagsmiðla og stafrænna tækja á heilsu og líðan fólks.Ekki eyða lífinu í símanum! Í þessu grúski mínu komst ég að því að um 61% einstaklinga er háð netnotkun. Fólk sem notar Netið of mikið, hvort heldur er í síma eða tölvu, er 2,5 sinnum líklegra til að glíma við þunglyndi en aðrir. Síðan er það stressið. Streita er það sem helst ógnar heilsufari manna á 21. öldinni enda undanfari margra sjúkdóma. Meðalmaðurinn er alltaf að múltítaska með því að flakka stöðugt á milli vefsíðna og skoða samfélagsmiðlana. Fyrir vikið verður einbeitingin lítil sem engin og framleiðni minnkar, sem er vissulega bagalegt í hugum atvinnurekenda. Það tekur ekki „enga stund“ að kíkja aðeins á samfélagsmiðlana – þannig týnist tíminn?… Málið er í hnotskurn þetta: Tæknin átti að þjóna okkur og auðvelda vinnuna en hefur gert okkur að þrælum. Við verðum að taka stjórnina á ný og verða meðvitaðri um þau neikvæðu áhrif sem notkun stafrænna tækja og samfélagsmiðla hafa á heilsu okkar og félagslega hæfni. Prófaðu að setja símann á hilluna í einn klukkutíma á dag eftir að börnin eru komin heim. Vittu til: Þú munt eignast ómetanleg augnablik og samverustundir með börnunum í stað þess að eyða öllum þínum tíma með augu og athygli á skjánum á meðan lífið þýtur óvart fram hjá þér.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun