Grikklandsfréttir Hannes Pétursson skrifar 29. mars 2016 15:44 I Bandaríski hagfræðingurinn Anne Osborn Krueger var stödd hér á landi fyrir skemmstu. Hún skipaði sér þá í sveit þess útlenda fjármálafólks sem á undanförnum árum hefur tjáð Íslendingum hvað henti þeim skást í gjaldmiðilsmálum; og að vonum gaf einn gesturinn þetta heillaráðið, annar hitt eins og er alsiða í hagfræði. Samkvæmt frásögn í Fréttablaðinu 12. marz sl. voru ráð Kruegers sem hér segir: „Krueger ræður Íslendingum frá því að ganga í evrusamstarfið. „Hefurðu séð hvað gerðist í Grikklandi?“ spyr hún og bætir við að Grikkir hafi ekki getað notað venjuleg bjargráð vegna aðildar að evrusamstarfinu. „Ef Grikkir hefðu haft sjálfstæða mynt þá hefðu þeir getað lækkað gengið. Þeir hefðu vissulega glímt við vandamál en þau hefðu verið miklu minni,“ sagði Krueger.“ Grikkland! Það var þá líka rökstuðningurinn eða hitt þó heldur. Eftir alla þá óskapa langmælgi um grísk fjárhagsmál sem jagað hefur á heimsbyggðinni undangengin missiri og náði hástigi árið sem leið væri af þessu tilefni ekki úr vegi að draga að nokkru leyti tjöldin frá baksviði grísku skuldakreppunnar, þangað inn hafa menn furðu lítið skyggnzt héðan úr krónusælunni. Ég sagði að nokkru leyti, ekki er á mínu færi, mörlandans, að gera annað og meira, því flestir sem bezt þekkja til segja einum munni að sú kreppa verði ekki borin saman við neitt sem önnur stórskuldug ríki hafa glímt við í kjölfar hrunsins á Wall Street 2008, heldur sé hún með öllu sér á parti, „ein Sonderfall“ eins og þeir kalla það sumir á meginlandi álfunnar. II Þar er þá fyrst til að taka að fjármálastjórn Grikkja hefur gengið mjög böksulega lengstum eftir að þeir brutust undan yfirráðum Tyrkja um 1830 og stofnuðu konungsríki, en lýðveldi síðar (1974). Gjaldþrot eru engin ný bóla í sögu þeirra ellegar að bönkum sé lokað og fjármagnshöft sett á líkt og átti sér stað í fyrra, slíkt hið sama gerðist á áttunda áratug aldarinnar sem leið. Raunar hefur gríska ríkið verið á kúpunni hálfan þann tíma sem liðinn er frá því að þjóðin losnaði úr klóm Tyrkjaveldis (eins og sagði t.d. á fréttavef Bloombergs 25.6.2015: „It´s been in default on its sovereign debt for half the years since winning independence from Ottoman Empire in 1832“). Á síðasta fjórðungi 20. aldar hagaði drakman sér, þjóðarmynt Grikkja, eins og hún hefði haft sérstakar spurnir af íslenzku krónunni og tæki hana sér til fyrirmyndar. Þá skiptust á í Grikklandi verðbólgugusur og gengisfellingar, þessar annáluðu gengisfellingar sem þykja svo fínt hagstjórnartæki á Íslandi þegar allt er komið í hönk og voða. Á tveggja áratuga bili, 1974-94, rýrnaði verðgildi drökmunnar gagnvart myntum helztu viðskiptaþjóða Grikkja um 80%. Á sama tíma jókst útflutningur vöru og þjónustu aðeins um 3% af vergri landsframleiðslu. Verðbólgan var þá að meðaltali 17% ár hvert. Stuttu áður en Grikkir gengu í Evrópubandalagið 1981 stóð verðbólgan hjá þeim í rúmlega 25% og ríkið hlóð á sig skuldum. En Grikkir urðu móðir í glímunni við drauginn, verðbólgudrauginn, öfugt við okkur Íslendinga sem getum aldrei fyrir hreysti sakir og gáfna orðið lúnir, sama við hvað er að etja, og gerðust aðilar að myntbandalagi Evrópuþjóða í ársbyrjun 2001, litlu síðar en evran kom til. Það þykir enn saga til næsta bæjar hvernig Grikkjum heppnaðist að taka upp evru. Sú saga fer auðvitað lágt í skrifum þeirra bandarísku hagfræðinga og fleiri pennamanna vestanhafs og austan sem tjá sig reglubundið með miklum nasablæstri um skuldakreppu Grikkja og kunna öll ráð til lausnar henni á svipstundu. Einn þeirra er Paul Krugman. Í sumar sem leið birtist í „Spiegel“ viðtal við sómakarlinn Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýzkalands og hálærðan lögfræðing. Hann var þá spurður um Krugman og skrif hans um evrusamstarfið. Stutt svar ráðherrans hljóðaði nokkurn veginn á þessa leið: „Jújú, Krugman er ágætis hagfræðingur á sínu sviði, en hann veit ekki nokkurn skapaðan hlut um sáttmála evrópska myntbandalagsins.“ Þannig er mál með vexti að bandaríski stórbankinn Goldman Sachs var grískum stjórnvöldum til ráðgjafar um árabil. Og nú þurftu Grikkir að sýna og sanna að hagur ríkissjóðs stæðist svonefnd Maastricht-skilyrði til upptöku evru. Í þeim felst eins og kunnugt er að halli hins opinbera má ekki vera meiri en 3% af vergri landsframleiðslu. Goldman Sachs dó ekki ráðalaus. Með fjármálabralli að tjaldabaki milli grískra stjórnvalda og bankans tókst að láta líta svo út á pappírnum sem Grikkir stæðust skilyrðin. Þetta var rakin blekking. Hún kom upp úr kafinu síðla árs 2004. Goldman Sachs græddi vel á „þjónustunni“, en gríska ríkið stórtapaði hins vegar þegar fram í sótti. Þessum tilfæringum öllum saman lýsti bandaríski prófessorinn Robert Reich skýrt og skilmerkilega á bloggi sínu síðastliðið sumar. Þau skrif voru tekin upp í fréttamiðla bæði vestanhafs og austan. Þegar til stóð að Grikkir gengju í evrópska myntbandalagið þótti ýmsum vafasamt að efnahagslíf þeirra væri búið undir þann aga í hagstjórn sem framundan beið. En Grikkjum var í mun að losna úr kviksyndi drökmunnar og þeir áttu sér fylgismenn utanlands sem kusu að greiða fyrir inngöngu þeirra í evrusamstafið. Bankastjórinn sem þá var í Evrópska seðlabankanum, Hollendingurinn Wim Duisenberg, játaði að vísu að ríkisbúskapur Grikkja væri nú svona og svona, en áleit jafnframt að aldrei gæti hættu stafað af honum innan evrukerfisins, hlutdeildin væri svo smávaxin að tiltölu. Í reynd er hagkerfi Grikklands ámóta stórt og þýzka fylkisins Hessen þar sem Frankfurt am Main er í sveit sett, með öðrum orðum „1.8% of the euro area´s $11.5 trillion economy“ (Bloomberg, 5.6.2015). En Duisenberg varaði sig ekki á einu: Grikkir héldu uppteknum hætti eftir 2001, hagræddu sér í vil skuldastöðu ríkissjóðs, sendu árlega frá sér falsaðar tölur úr ríkisbókhaldinu unz allt sprakk í loft upp fyrir þeim árið 2010 með þeim afleiðingum að skuldakreppa þeirra er einhver sú illvígasta sem menn muna. Öll árin meðan talnablekkingunum var beitt eyddu Grikkir og spenntu eins og enginn væri morgundagurinn, enda streymdi nú fjármagn inn í landið á hagstæðum vöxtum. Þeir hirtu minna en vera skyldi um arðbærar fjárfestingar innan atvinnuvega; drýgstur hluti hins ódýra lánsfjár rann inn í hagsmunakerfi spilltra pólitíkusa og í einkaneyzlu borgaranna, í hið ljúfa líf, la dolce vita. Samtímis grófu skattsvik og tryggingasvik um sig sem aldrei fyrr. III Það var í aprílmánuði 2010 að þáverandi forsætisráðherra Grikkja, Georgios Papandreou úr flokki sósíalista, steig fram fyrir þjóð sína í sjónvarpi og lýsti yfir því að landið riðaði á barmi gjaldþrots, halli ríkissjóðs væri ekki 6% af vergri landsframleiðslu eins og stjórnin sem fór frá völdum haustið áður hafði viljað vera láta, heldur væri hann nær 13% (ef sú tala var þá sannleikanum samkvæm nema rétt í bili; þegar til kom mun hallinn árið 2009 hafa numið 18% af vergri landsframleiðslu). Fréttin skall eins og þruma yfir hlustendur, engu var líkara en ráðherrann hefði mælt: „Guð blessi Grikkland.“ Papandreou boðaði sparnaðaraðgerðir og fór fram á björgunarlán frá ESB. Þarna hófst nú sú Jakobsglíma samstarfsþjóða Grikkja í Evrópu svo og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem staðið hefur óslitið síðan við að halda stórskuldugu ríki þeirra á floti, því alþjóðlegir fjármálamarkaðir lokuðust landinu þegar í stað og þess vegna ekkert lánsfé þangað að sækja, en framundan ginu við gjalddagar í röðum. Þetta er kapítuli út af fyrir sig sem vert væri að rifja upp við tækifæri, þvílíkum gný sem hann hefur valdið í skoðanaskiptum manna. Í marzmánuði 2012 afskrifuðu nokkrir aðilar í svonefndum einkageira, aðallega bankar, til hálfs skuldakröfur sínar á hendur Grikkjum. Þær afskriftir námu liðlega 100 milljörðum evra. Erlendir bankar drógu sig síðan mjög út úr viðskiptum við Grikkland og eiga tiltölulega lítið í skuldaklyfjunum sem nú íþyngja landinu. Ríkissjóðir annarra evrulanda hafa tekið ábyrgð á langsamlega stærstum hluta þeirra himinháu björgunarlána í þremur áföngum sem runnið hafa til Grikkja. Þriðji lánasamningurinn, gerður í fyrra, hljóðar upp á 86 milljarða evra. Eldri stabbinn nam 240 milljörðum evra. Það er því hláleg rangfærsla sem iðulega bregður fyrir í skrifum að gríski skuldavandinn snúizt um það eitt að bjarga erlendum bönkum og aftur erlendum bönkum, þessum blóðsugum sem lagzt hafi á Grikki háa sem lága, blásaklaust fólk, gott og gestrisið. Einn fjármálavitringurinn skrifaði t.d. í athugasemdakerfi „Eyjunnar“: „Merkel er handrukkari fyrir þýzka banka sem töpuðu sér í lánarugli á árunum fyrir 2008.“ Sannleikurinn er sá að frá árinu 2012 eru lánardrottnar Grikkja fyrst og síðast almennir skattgreiðendur í öðrum evrulöndum, þeir eiga 60% skuldanna og Evrópski seðlabankinn 6%, en skattgreiðendur út um allan heim, þ.e. í 188 löndum innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, eiga 10%, þannig að úr þeirri átt (þ.e. frá AGS) rennur einnig skattfé evruþjóða til Grikklands og hafa borgarar sumra þeirra úr minna að spila en Grikkir sjálfir, til að mynda Eistar, Lettar, Litháar, Slóvakar og Slóvenar. Heildarbjörgunarlán hinna síðasttöldu er hlutfallslega hæst, svarar rúmlega 3% af vergri landsframleiðslu í Slóveníu. Finnar einir þjóða á evrusvæðinu kröfðust í upphafi veða af Grikkjum fyrir framlagi sínu, finnska þingið var ófáanlegt til samstarfs að öðrum kosti. Það er skiljanlegt í sjálfu sér, hegðun grískra stjórnvalda hafði reynzt ófögur allar götur frá inngöngu landsins í myntbandalagið. IV Þeir snillingar sem hafa haldið því fram hvern sólarhringinn eftir annan frá því að evran varð til að hún muni áreiðanlega deyja seinni partinn í dag, í síðasta lagi í fyrramálið, eru vissir um að skuldavanda Grikkja mætti leysa með því einfalda móti að þeir tækju að nýju upp sína gömlu mynt, drökmu. Þá gætu þeir verðfellt hana að vild (hún myndi reyndar hrapa sjálfkrafa undireins niður úr öllu valdi með hroðalegum afleiðingum), útflutningur þeirra sem og hin arðsama ferðaþjónusta tæki mikinn kipp upp og fram. Að vísu játa þeir að umskiptin hefðu smá vesen í för með sér fyrstu tvö árin eða svo, en eftir það tækju við grænar grundir hagsældar, ef ekki sjálfur stöðugleikinn, dulardraumur okkar Íslendinga. Þessi rök hafa aldrei bitið á grísku þjóðina, ef undan eru skildir útúrborumenn lengst til vinstri (austantjaldskommar í gömlum stíl) og útúrborumenn lengst til hægri (nýfasistar sem kalla flokk sinn „Gullna dögun“, hvorki meira né minna). Slíkar grúppur tengjast bræðraböndum í mörgum Evrópulöndum nú um stundir. Endurbornir austantjaldskommar og nýfasistar undir einu og sama hermerki! Í hvaða draugasögu er maður staddur? Drökmu-fólkið í Grikklandi er fáliðað, um 17% þjóðarinnar samkvæmt könnun í fyrra; sumir höfðu enga skoðun á peningamálum, en 70-80% Grikkja hugsuðu með hryllingi til endurupptöku fyrri myntar. Eins og áður segir hafa gengisfellingamenn þá trú að ferðaþjónustan í Grikklandi, einn mikilvægasti bjargræðisvegur þjóðarinnar, hefði mikinn hag af gengisfelldri drökmu. Raunin er þó sú að ferðaþjónustan þar í landi hefur ekki liðið neina nauð síðan Grikkir tóku upp evru, öðru nær, hún hefur vaxið ört og dafnað. Fyrir svo sem þremur eða fjórum árum komu nær 18 milljónir ferðamanna til Grikklands (íbúar landsins eru liðlega 11 milljónir), nú eru þeir 20 milljónir eða vel það og vandséð að hraðari vöxtur með tilstyrk gengisfelldrar myntar hefði kosti í för með sér fyrir land og lýð. Og ekki hefur ferðaþjónustan í öðrum evrulöndum þjáðst „undir oki“ myntarinnar, ferðamannafjöldinn slær sums staðar öll met. Til Frakklands, mesta túristalands í heimi, koma nú milli 80 og 90 milljónir ferðamanna ár hvert. Spánverjar, Ítalir, Þjóðverjar, Portúgalar og fleiri evruþjóðir þurfa ekki heldur að kvarta, hvarvetna blómgast hjá þeim þessi forkostulegi atvinnuvegur nútímans. Í annan stað eru útflutningsgreinar Grikkja fremur máttlitlar, þeir flytja einkum út landbúnaðarafurðir, eru hins vegar afar háðir margs konar innflutningi, þannig að kostir gengisfelldrar drökmu hrykkju skammt. Einu atriði enn ber að halda til haga. Í vitund flestra Grikkja hefur evran tákngildi sem ekki skyldi vanmetið: við upptöku hennar þokaðist erkifjandinn, Tyrkjaveldi, fjær í sögulegum skilningi, Grikkir náðu nýjum áfanga á brautinni burt frá hinum gamla og leiða tíma. Um Pólverja gegnir áþekku máli, að breyttu breytanda, ef höfð eru í huga nýleg ummæli Lech Walesa, baráttumannsins knáa gegn pólsku kommúnistastjórninni (varð síðar forseti Póllands og handhafi friðarverðlauna Nobels). Hann kvað þannig að orði að sókn Pólverja fram til nýs þjóðfrelsis lyki ekki að fullu fyrr en þeir hefðu gengið í evrópska myntbandalagið. Hvað ætli frjálsræðishetjurnar góðu, Hallur Hallsson og þeir hinir, segi um svona lagað? Að lokum: Blaðamanni Fréttablaðsins láðist að leggja spurningu fyrir hinn ráðagóða hagfræðing, Anne Osborn Krueger, og hún er þessi: Úr því að peningamálastjórn Grikkja var oftsinnis í kássu meðan þeir notuðu „sjálfstæða mynt“ fyrir daga alþjóðavæðingar, hvers vegna ætti þeim þá að takast betur til við hana á flóknari tímum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Pétursson Skoðun Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
I Bandaríski hagfræðingurinn Anne Osborn Krueger var stödd hér á landi fyrir skemmstu. Hún skipaði sér þá í sveit þess útlenda fjármálafólks sem á undanförnum árum hefur tjáð Íslendingum hvað henti þeim skást í gjaldmiðilsmálum; og að vonum gaf einn gesturinn þetta heillaráðið, annar hitt eins og er alsiða í hagfræði. Samkvæmt frásögn í Fréttablaðinu 12. marz sl. voru ráð Kruegers sem hér segir: „Krueger ræður Íslendingum frá því að ganga í evrusamstarfið. „Hefurðu séð hvað gerðist í Grikklandi?“ spyr hún og bætir við að Grikkir hafi ekki getað notað venjuleg bjargráð vegna aðildar að evrusamstarfinu. „Ef Grikkir hefðu haft sjálfstæða mynt þá hefðu þeir getað lækkað gengið. Þeir hefðu vissulega glímt við vandamál en þau hefðu verið miklu minni,“ sagði Krueger.“ Grikkland! Það var þá líka rökstuðningurinn eða hitt þó heldur. Eftir alla þá óskapa langmælgi um grísk fjárhagsmál sem jagað hefur á heimsbyggðinni undangengin missiri og náði hástigi árið sem leið væri af þessu tilefni ekki úr vegi að draga að nokkru leyti tjöldin frá baksviði grísku skuldakreppunnar, þangað inn hafa menn furðu lítið skyggnzt héðan úr krónusælunni. Ég sagði að nokkru leyti, ekki er á mínu færi, mörlandans, að gera annað og meira, því flestir sem bezt þekkja til segja einum munni að sú kreppa verði ekki borin saman við neitt sem önnur stórskuldug ríki hafa glímt við í kjölfar hrunsins á Wall Street 2008, heldur sé hún með öllu sér á parti, „ein Sonderfall“ eins og þeir kalla það sumir á meginlandi álfunnar. II Þar er þá fyrst til að taka að fjármálastjórn Grikkja hefur gengið mjög böksulega lengstum eftir að þeir brutust undan yfirráðum Tyrkja um 1830 og stofnuðu konungsríki, en lýðveldi síðar (1974). Gjaldþrot eru engin ný bóla í sögu þeirra ellegar að bönkum sé lokað og fjármagnshöft sett á líkt og átti sér stað í fyrra, slíkt hið sama gerðist á áttunda áratug aldarinnar sem leið. Raunar hefur gríska ríkið verið á kúpunni hálfan þann tíma sem liðinn er frá því að þjóðin losnaði úr klóm Tyrkjaveldis (eins og sagði t.d. á fréttavef Bloombergs 25.6.2015: „It´s been in default on its sovereign debt for half the years since winning independence from Ottoman Empire in 1832“). Á síðasta fjórðungi 20. aldar hagaði drakman sér, þjóðarmynt Grikkja, eins og hún hefði haft sérstakar spurnir af íslenzku krónunni og tæki hana sér til fyrirmyndar. Þá skiptust á í Grikklandi verðbólgugusur og gengisfellingar, þessar annáluðu gengisfellingar sem þykja svo fínt hagstjórnartæki á Íslandi þegar allt er komið í hönk og voða. Á tveggja áratuga bili, 1974-94, rýrnaði verðgildi drökmunnar gagnvart myntum helztu viðskiptaþjóða Grikkja um 80%. Á sama tíma jókst útflutningur vöru og þjónustu aðeins um 3% af vergri landsframleiðslu. Verðbólgan var þá að meðaltali 17% ár hvert. Stuttu áður en Grikkir gengu í Evrópubandalagið 1981 stóð verðbólgan hjá þeim í rúmlega 25% og ríkið hlóð á sig skuldum. En Grikkir urðu móðir í glímunni við drauginn, verðbólgudrauginn, öfugt við okkur Íslendinga sem getum aldrei fyrir hreysti sakir og gáfna orðið lúnir, sama við hvað er að etja, og gerðust aðilar að myntbandalagi Evrópuþjóða í ársbyrjun 2001, litlu síðar en evran kom til. Það þykir enn saga til næsta bæjar hvernig Grikkjum heppnaðist að taka upp evru. Sú saga fer auðvitað lágt í skrifum þeirra bandarísku hagfræðinga og fleiri pennamanna vestanhafs og austan sem tjá sig reglubundið með miklum nasablæstri um skuldakreppu Grikkja og kunna öll ráð til lausnar henni á svipstundu. Einn þeirra er Paul Krugman. Í sumar sem leið birtist í „Spiegel“ viðtal við sómakarlinn Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýzkalands og hálærðan lögfræðing. Hann var þá spurður um Krugman og skrif hans um evrusamstarfið. Stutt svar ráðherrans hljóðaði nokkurn veginn á þessa leið: „Jújú, Krugman er ágætis hagfræðingur á sínu sviði, en hann veit ekki nokkurn skapaðan hlut um sáttmála evrópska myntbandalagsins.“ Þannig er mál með vexti að bandaríski stórbankinn Goldman Sachs var grískum stjórnvöldum til ráðgjafar um árabil. Og nú þurftu Grikkir að sýna og sanna að hagur ríkissjóðs stæðist svonefnd Maastricht-skilyrði til upptöku evru. Í þeim felst eins og kunnugt er að halli hins opinbera má ekki vera meiri en 3% af vergri landsframleiðslu. Goldman Sachs dó ekki ráðalaus. Með fjármálabralli að tjaldabaki milli grískra stjórnvalda og bankans tókst að láta líta svo út á pappírnum sem Grikkir stæðust skilyrðin. Þetta var rakin blekking. Hún kom upp úr kafinu síðla árs 2004. Goldman Sachs græddi vel á „þjónustunni“, en gríska ríkið stórtapaði hins vegar þegar fram í sótti. Þessum tilfæringum öllum saman lýsti bandaríski prófessorinn Robert Reich skýrt og skilmerkilega á bloggi sínu síðastliðið sumar. Þau skrif voru tekin upp í fréttamiðla bæði vestanhafs og austan. Þegar til stóð að Grikkir gengju í evrópska myntbandalagið þótti ýmsum vafasamt að efnahagslíf þeirra væri búið undir þann aga í hagstjórn sem framundan beið. En Grikkjum var í mun að losna úr kviksyndi drökmunnar og þeir áttu sér fylgismenn utanlands sem kusu að greiða fyrir inngöngu þeirra í evrusamstafið. Bankastjórinn sem þá var í Evrópska seðlabankanum, Hollendingurinn Wim Duisenberg, játaði að vísu að ríkisbúskapur Grikkja væri nú svona og svona, en áleit jafnframt að aldrei gæti hættu stafað af honum innan evrukerfisins, hlutdeildin væri svo smávaxin að tiltölu. Í reynd er hagkerfi Grikklands ámóta stórt og þýzka fylkisins Hessen þar sem Frankfurt am Main er í sveit sett, með öðrum orðum „1.8% of the euro area´s $11.5 trillion economy“ (Bloomberg, 5.6.2015). En Duisenberg varaði sig ekki á einu: Grikkir héldu uppteknum hætti eftir 2001, hagræddu sér í vil skuldastöðu ríkissjóðs, sendu árlega frá sér falsaðar tölur úr ríkisbókhaldinu unz allt sprakk í loft upp fyrir þeim árið 2010 með þeim afleiðingum að skuldakreppa þeirra er einhver sú illvígasta sem menn muna. Öll árin meðan talnablekkingunum var beitt eyddu Grikkir og spenntu eins og enginn væri morgundagurinn, enda streymdi nú fjármagn inn í landið á hagstæðum vöxtum. Þeir hirtu minna en vera skyldi um arðbærar fjárfestingar innan atvinnuvega; drýgstur hluti hins ódýra lánsfjár rann inn í hagsmunakerfi spilltra pólitíkusa og í einkaneyzlu borgaranna, í hið ljúfa líf, la dolce vita. Samtímis grófu skattsvik og tryggingasvik um sig sem aldrei fyrr. III Það var í aprílmánuði 2010 að þáverandi forsætisráðherra Grikkja, Georgios Papandreou úr flokki sósíalista, steig fram fyrir þjóð sína í sjónvarpi og lýsti yfir því að landið riðaði á barmi gjaldþrots, halli ríkissjóðs væri ekki 6% af vergri landsframleiðslu eins og stjórnin sem fór frá völdum haustið áður hafði viljað vera láta, heldur væri hann nær 13% (ef sú tala var þá sannleikanum samkvæm nema rétt í bili; þegar til kom mun hallinn árið 2009 hafa numið 18% af vergri landsframleiðslu). Fréttin skall eins og þruma yfir hlustendur, engu var líkara en ráðherrann hefði mælt: „Guð blessi Grikkland.“ Papandreou boðaði sparnaðaraðgerðir og fór fram á björgunarlán frá ESB. Þarna hófst nú sú Jakobsglíma samstarfsþjóða Grikkja í Evrópu svo og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem staðið hefur óslitið síðan við að halda stórskuldugu ríki þeirra á floti, því alþjóðlegir fjármálamarkaðir lokuðust landinu þegar í stað og þess vegna ekkert lánsfé þangað að sækja, en framundan ginu við gjalddagar í röðum. Þetta er kapítuli út af fyrir sig sem vert væri að rifja upp við tækifæri, þvílíkum gný sem hann hefur valdið í skoðanaskiptum manna. Í marzmánuði 2012 afskrifuðu nokkrir aðilar í svonefndum einkageira, aðallega bankar, til hálfs skuldakröfur sínar á hendur Grikkjum. Þær afskriftir námu liðlega 100 milljörðum evra. Erlendir bankar drógu sig síðan mjög út úr viðskiptum við Grikkland og eiga tiltölulega lítið í skuldaklyfjunum sem nú íþyngja landinu. Ríkissjóðir annarra evrulanda hafa tekið ábyrgð á langsamlega stærstum hluta þeirra himinháu björgunarlána í þremur áföngum sem runnið hafa til Grikkja. Þriðji lánasamningurinn, gerður í fyrra, hljóðar upp á 86 milljarða evra. Eldri stabbinn nam 240 milljörðum evra. Það er því hláleg rangfærsla sem iðulega bregður fyrir í skrifum að gríski skuldavandinn snúizt um það eitt að bjarga erlendum bönkum og aftur erlendum bönkum, þessum blóðsugum sem lagzt hafi á Grikki háa sem lága, blásaklaust fólk, gott og gestrisið. Einn fjármálavitringurinn skrifaði t.d. í athugasemdakerfi „Eyjunnar“: „Merkel er handrukkari fyrir þýzka banka sem töpuðu sér í lánarugli á árunum fyrir 2008.“ Sannleikurinn er sá að frá árinu 2012 eru lánardrottnar Grikkja fyrst og síðast almennir skattgreiðendur í öðrum evrulöndum, þeir eiga 60% skuldanna og Evrópski seðlabankinn 6%, en skattgreiðendur út um allan heim, þ.e. í 188 löndum innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, eiga 10%, þannig að úr þeirri átt (þ.e. frá AGS) rennur einnig skattfé evruþjóða til Grikklands og hafa borgarar sumra þeirra úr minna að spila en Grikkir sjálfir, til að mynda Eistar, Lettar, Litháar, Slóvakar og Slóvenar. Heildarbjörgunarlán hinna síðasttöldu er hlutfallslega hæst, svarar rúmlega 3% af vergri landsframleiðslu í Slóveníu. Finnar einir þjóða á evrusvæðinu kröfðust í upphafi veða af Grikkjum fyrir framlagi sínu, finnska þingið var ófáanlegt til samstarfs að öðrum kosti. Það er skiljanlegt í sjálfu sér, hegðun grískra stjórnvalda hafði reynzt ófögur allar götur frá inngöngu landsins í myntbandalagið. IV Þeir snillingar sem hafa haldið því fram hvern sólarhringinn eftir annan frá því að evran varð til að hún muni áreiðanlega deyja seinni partinn í dag, í síðasta lagi í fyrramálið, eru vissir um að skuldavanda Grikkja mætti leysa með því einfalda móti að þeir tækju að nýju upp sína gömlu mynt, drökmu. Þá gætu þeir verðfellt hana að vild (hún myndi reyndar hrapa sjálfkrafa undireins niður úr öllu valdi með hroðalegum afleiðingum), útflutningur þeirra sem og hin arðsama ferðaþjónusta tæki mikinn kipp upp og fram. Að vísu játa þeir að umskiptin hefðu smá vesen í för með sér fyrstu tvö árin eða svo, en eftir það tækju við grænar grundir hagsældar, ef ekki sjálfur stöðugleikinn, dulardraumur okkar Íslendinga. Þessi rök hafa aldrei bitið á grísku þjóðina, ef undan eru skildir útúrborumenn lengst til vinstri (austantjaldskommar í gömlum stíl) og útúrborumenn lengst til hægri (nýfasistar sem kalla flokk sinn „Gullna dögun“, hvorki meira né minna). Slíkar grúppur tengjast bræðraböndum í mörgum Evrópulöndum nú um stundir. Endurbornir austantjaldskommar og nýfasistar undir einu og sama hermerki! Í hvaða draugasögu er maður staddur? Drökmu-fólkið í Grikklandi er fáliðað, um 17% þjóðarinnar samkvæmt könnun í fyrra; sumir höfðu enga skoðun á peningamálum, en 70-80% Grikkja hugsuðu með hryllingi til endurupptöku fyrri myntar. Eins og áður segir hafa gengisfellingamenn þá trú að ferðaþjónustan í Grikklandi, einn mikilvægasti bjargræðisvegur þjóðarinnar, hefði mikinn hag af gengisfelldri drökmu. Raunin er þó sú að ferðaþjónustan þar í landi hefur ekki liðið neina nauð síðan Grikkir tóku upp evru, öðru nær, hún hefur vaxið ört og dafnað. Fyrir svo sem þremur eða fjórum árum komu nær 18 milljónir ferðamanna til Grikklands (íbúar landsins eru liðlega 11 milljónir), nú eru þeir 20 milljónir eða vel það og vandséð að hraðari vöxtur með tilstyrk gengisfelldrar myntar hefði kosti í för með sér fyrir land og lýð. Og ekki hefur ferðaþjónustan í öðrum evrulöndum þjáðst „undir oki“ myntarinnar, ferðamannafjöldinn slær sums staðar öll met. Til Frakklands, mesta túristalands í heimi, koma nú milli 80 og 90 milljónir ferðamanna ár hvert. Spánverjar, Ítalir, Þjóðverjar, Portúgalar og fleiri evruþjóðir þurfa ekki heldur að kvarta, hvarvetna blómgast hjá þeim þessi forkostulegi atvinnuvegur nútímans. Í annan stað eru útflutningsgreinar Grikkja fremur máttlitlar, þeir flytja einkum út landbúnaðarafurðir, eru hins vegar afar háðir margs konar innflutningi, þannig að kostir gengisfelldrar drökmu hrykkju skammt. Einu atriði enn ber að halda til haga. Í vitund flestra Grikkja hefur evran tákngildi sem ekki skyldi vanmetið: við upptöku hennar þokaðist erkifjandinn, Tyrkjaveldi, fjær í sögulegum skilningi, Grikkir náðu nýjum áfanga á brautinni burt frá hinum gamla og leiða tíma. Um Pólverja gegnir áþekku máli, að breyttu breytanda, ef höfð eru í huga nýleg ummæli Lech Walesa, baráttumannsins knáa gegn pólsku kommúnistastjórninni (varð síðar forseti Póllands og handhafi friðarverðlauna Nobels). Hann kvað þannig að orði að sókn Pólverja fram til nýs þjóðfrelsis lyki ekki að fullu fyrr en þeir hefðu gengið í evrópska myntbandalagið. Hvað ætli frjálsræðishetjurnar góðu, Hallur Hallsson og þeir hinir, segi um svona lagað? Að lokum: Blaðamanni Fréttablaðsins láðist að leggja spurningu fyrir hinn ráðagóða hagfræðing, Anne Osborn Krueger, og hún er þessi: Úr því að peningamálastjórn Grikkja var oftsinnis í kássu meðan þeir notuðu „sjálfstæða mynt“ fyrir daga alþjóðavæðingar, hvers vegna ætti þeim þá að takast betur til við hana á flóknari tímum?
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun