Formaður HSÍ: Þannig týnist tíminn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2016 16:26 Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Vísir/Valli Þegar Geir Sveinsson var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari karla í handbolta voru 69 dagar liðnir frá því að Aron Kristjánsson hætti að loknu EM í Póllandi. Guðmundur sagði að það hefði verið farið vítt og breitt yfir sviðið og rætt við marga aðila, bæði íslenska þjálfara og erlenda. Meðal þeirra sem rætt var við var Ljubomir Vranjes, líkt og Fréttablaðið greindi frá á sínum tíma. „Það var haft samband við Geir í upphafi,“ sagði Guðmundur. „Við ræddum líka við umboðsmenn og fórum strax að velta fyrir okkur erlendum nöfnum.“ „Eftir það ferli var okkar niðurstaða sú að við þurftum sterkan leiðtoga sem getur hugað að þeirri endurnýjun sem þarf að eiga sér stað í landsliðinu á næstunni. Við vorum að leita að manni sem gæti stýrt þessari vinnu til frambúðar.“ „Vissulega tók þetta lengri tíma en maður ætlaði sér. Við ákváðum að fara rólega af stað og fara breitt yfir sviðið. Síðan þegar maður ætlar að fara að ræða málin nánar þá vill of dragast á svörum. Þannig týnist tíminn, eins og stendur einhversstaðar.“ Guðmundur segist ekki hafa óttast að það væri komið í óefni vegna þess hversu langan tíma ráðningaferlið tók og hversu stutt er í næsta leik en Ísland mætir Noregi ytra á sunnudag. „Það er bara þannig að þegar maður tekur viðræður eins og þessar þá tekur það tíma. Þetta var niðurstaðan eftir þetta ferli og við teljum ekki að við fórum of seint af stað í viðræður við Geir,“ sagði Guðmundur en fram kom á fundinum að HSÍ hafði fyrst samband við Geir fyrir átján dögum síðan. „Ég tel ekki að við séum of seinir núna. Ég talaði alltaf um að þessu yrði lokið fyrir 1. apríl og það stendur.“Blaðamannafundur HSÍ var í beinni útsendingu á Vísi en upptöku má honum má sjá í heild sinni hér að neðan. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Geir Sveinsson ráðinn landsliðsþjálfari Íslands Fyrrverandi fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta tekur við keflinu hjá strákunum okkar. 31. mars 2016 15:30 HSÍ ætlaði að ráða þjálfara í síðasta lagi í dag Það er langur tími síðan Aron Kristjánsson hætti sem þjálfari A-landsliðs karla í handknattleik. Nánar tiltekið 69 dagar eða rúmlega 100.000 mínútur og um 6.000.000 sekúndur. 31. mars 2016 11:00 Tilkynnt um ráðningu Geirs í dag HSÍ hefur boðað til blaðamannafundar á Nordica Hotel klukkan 15.30. 31. mars 2016 13:20 Svona var blaðamannafundur HSÍ Geir Sveinsson var í dag ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í handbolta til 2018. 31. mars 2016 16:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Þegar Geir Sveinsson var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari karla í handbolta voru 69 dagar liðnir frá því að Aron Kristjánsson hætti að loknu EM í Póllandi. Guðmundur sagði að það hefði verið farið vítt og breitt yfir sviðið og rætt við marga aðila, bæði íslenska þjálfara og erlenda. Meðal þeirra sem rætt var við var Ljubomir Vranjes, líkt og Fréttablaðið greindi frá á sínum tíma. „Það var haft samband við Geir í upphafi,“ sagði Guðmundur. „Við ræddum líka við umboðsmenn og fórum strax að velta fyrir okkur erlendum nöfnum.“ „Eftir það ferli var okkar niðurstaða sú að við þurftum sterkan leiðtoga sem getur hugað að þeirri endurnýjun sem þarf að eiga sér stað í landsliðinu á næstunni. Við vorum að leita að manni sem gæti stýrt þessari vinnu til frambúðar.“ „Vissulega tók þetta lengri tíma en maður ætlaði sér. Við ákváðum að fara rólega af stað og fara breitt yfir sviðið. Síðan þegar maður ætlar að fara að ræða málin nánar þá vill of dragast á svörum. Þannig týnist tíminn, eins og stendur einhversstaðar.“ Guðmundur segist ekki hafa óttast að það væri komið í óefni vegna þess hversu langan tíma ráðningaferlið tók og hversu stutt er í næsta leik en Ísland mætir Noregi ytra á sunnudag. „Það er bara þannig að þegar maður tekur viðræður eins og þessar þá tekur það tíma. Þetta var niðurstaðan eftir þetta ferli og við teljum ekki að við fórum of seint af stað í viðræður við Geir,“ sagði Guðmundur en fram kom á fundinum að HSÍ hafði fyrst samband við Geir fyrir átján dögum síðan. „Ég tel ekki að við séum of seinir núna. Ég talaði alltaf um að þessu yrði lokið fyrir 1. apríl og það stendur.“Blaðamannafundur HSÍ var í beinni útsendingu á Vísi en upptöku má honum má sjá í heild sinni hér að neðan.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Geir Sveinsson ráðinn landsliðsþjálfari Íslands Fyrrverandi fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta tekur við keflinu hjá strákunum okkar. 31. mars 2016 15:30 HSÍ ætlaði að ráða þjálfara í síðasta lagi í dag Það er langur tími síðan Aron Kristjánsson hætti sem þjálfari A-landsliðs karla í handknattleik. Nánar tiltekið 69 dagar eða rúmlega 100.000 mínútur og um 6.000.000 sekúndur. 31. mars 2016 11:00 Tilkynnt um ráðningu Geirs í dag HSÍ hefur boðað til blaðamannafundar á Nordica Hotel klukkan 15.30. 31. mars 2016 13:20 Svona var blaðamannafundur HSÍ Geir Sveinsson var í dag ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í handbolta til 2018. 31. mars 2016 16:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Geir Sveinsson ráðinn landsliðsþjálfari Íslands Fyrrverandi fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta tekur við keflinu hjá strákunum okkar. 31. mars 2016 15:30
HSÍ ætlaði að ráða þjálfara í síðasta lagi í dag Það er langur tími síðan Aron Kristjánsson hætti sem þjálfari A-landsliðs karla í handknattleik. Nánar tiltekið 69 dagar eða rúmlega 100.000 mínútur og um 6.000.000 sekúndur. 31. mars 2016 11:00
Tilkynnt um ráðningu Geirs í dag HSÍ hefur boðað til blaðamannafundar á Nordica Hotel klukkan 15.30. 31. mars 2016 13:20
Svona var blaðamannafundur HSÍ Geir Sveinsson var í dag ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í handbolta til 2018. 31. mars 2016 16:00