Mikilvægt að sjúklingar tilkynni um aukaverkanir Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 2. apríl 2016 07:00 Tilkynnt var um átta alvarlegar aukaverkanir á síðasta ári. Sjúklingar geta sjálfir sent inn tilkynningu um aukaverkun á heimasíðu Lyfjastofnunar. vísir/vilhelm Árið 2015 bárust Lyfjastofnun 105 aukaverkanatilkynningar, átta þeirra vörðuðu alvarlegar aukaverkanir. Í svari Lyfjastofnunar varðandi það umhvaða lyf var að ræða, kemur fram að tilkynnt var um heilablóðfall og blóðtappa hjá konu sem tók getnaðarvarnarhormón, lífshættulegt ástand hjá sjúklingi sem tók hjartasjúkdómalyf og nýrnabilun hjá sjúklingi sem tók bólgueyðandi lyf og gigtarlyf. Ennfremur hafði einstaklingur misst tímabundið mátt í útlimum í kjölfar bólusetningar og lífshætta skapaðist eftir að konu var gefið legherpandi lyf í tengslum við fæðingu, barnið fæddist með merki fósturstreitu en jafnaði sig að fullu. Jafnframt var einstaklingur með sjúkdóm í miðtaugakerfi lagður inn á sjúkrahús með flogakast og kippi, eftir að hafa reykt rafrettu. Stofnunin bendir á að ekki megi draga þá ályktun að þessi lyf séu hættulegri en önnur og að ekki hafi verið sýnt fram á að þau hafi orsakað framagreind einkenni í þessum tilfellum. Fyrir utan tilkynningarnar sem vörðuðu bóluefnið og rafrettuna er tilsvarandi einkenna þó getið sem þekktra aukaverkana í opinberum lyfjatextum viðkomandi lyfja. Opinberir lyfjatextar eru svokölluð samantekt á eiginleikum lyfs, sem ætluð er heilbrigðisstarfsfólki, og fylgiseðilinn sem í pakkningu lyfsins. Lyfjastofnun minnir á mikilvægi þess að hafa viðbúinn ávinning meðferðar ætíð í huga þegar lagt er mat hugsanlega áhættu. Í svari stofnunarinnar segir jafnframt: „Ef fram koma óþægindi á meðan einstaklingur er að nota lyf er alls ekki öruggt að þau séu vegna lyfsins. Það er þó mikilvægt að sjúklingar segi læknum sínum frá slíku og læknir getur tilkynnt Lyfjastofnun um óþægindi sem talin eru geta tengst lyfinu. Það eru þó ekki aðeins læknar sem geta tilkynnt um mögulegar aukaverkanir lyfja, það geta í raun allir gert. Það er mikilvægt að lyfjayfirvöld fái slíkar tilkynningar, einkum ef um alvarleg einkenni er að ræða. Á heimasíðu Lyfjastofnunar eru leiðbeiningar og rafræn eyðublöð til að nota við tilkynningar ef grunur er um aukaverkanir lyfja.“ Dæmi um ráðstafanir sem oft er gripið til eru breyttar ráðleggingar um notkun lyfsins. „Ef lyfjayfirvöldum þykir nauðsynlegt að læknar og sjúklingar fái upplýsingar umfram þær sem eru í opinberum lyfjatextum geta þau farið fram á viðbótaraðgerðir til að lágmarka áhættu. Dæmi um slíkar aðgerðir er útgáfa sérstakra bréfa fyrir lækna eða fræðsluefnis fyrir heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga,“segir í svari Lyfjastofnunar. Í einstaka tilfellum kemur fyrir að nýjar upplýsingar um fjölda eða alvarleika aukaverkana leiði til þess að taka þurfi lyf af markaði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl. Rafrettur Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Sjá meira
Árið 2015 bárust Lyfjastofnun 105 aukaverkanatilkynningar, átta þeirra vörðuðu alvarlegar aukaverkanir. Í svari Lyfjastofnunar varðandi það umhvaða lyf var að ræða, kemur fram að tilkynnt var um heilablóðfall og blóðtappa hjá konu sem tók getnaðarvarnarhormón, lífshættulegt ástand hjá sjúklingi sem tók hjartasjúkdómalyf og nýrnabilun hjá sjúklingi sem tók bólgueyðandi lyf og gigtarlyf. Ennfremur hafði einstaklingur misst tímabundið mátt í útlimum í kjölfar bólusetningar og lífshætta skapaðist eftir að konu var gefið legherpandi lyf í tengslum við fæðingu, barnið fæddist með merki fósturstreitu en jafnaði sig að fullu. Jafnframt var einstaklingur með sjúkdóm í miðtaugakerfi lagður inn á sjúkrahús með flogakast og kippi, eftir að hafa reykt rafrettu. Stofnunin bendir á að ekki megi draga þá ályktun að þessi lyf séu hættulegri en önnur og að ekki hafi verið sýnt fram á að þau hafi orsakað framagreind einkenni í þessum tilfellum. Fyrir utan tilkynningarnar sem vörðuðu bóluefnið og rafrettuna er tilsvarandi einkenna þó getið sem þekktra aukaverkana í opinberum lyfjatextum viðkomandi lyfja. Opinberir lyfjatextar eru svokölluð samantekt á eiginleikum lyfs, sem ætluð er heilbrigðisstarfsfólki, og fylgiseðilinn sem í pakkningu lyfsins. Lyfjastofnun minnir á mikilvægi þess að hafa viðbúinn ávinning meðferðar ætíð í huga þegar lagt er mat hugsanlega áhættu. Í svari stofnunarinnar segir jafnframt: „Ef fram koma óþægindi á meðan einstaklingur er að nota lyf er alls ekki öruggt að þau séu vegna lyfsins. Það er þó mikilvægt að sjúklingar segi læknum sínum frá slíku og læknir getur tilkynnt Lyfjastofnun um óþægindi sem talin eru geta tengst lyfinu. Það eru þó ekki aðeins læknar sem geta tilkynnt um mögulegar aukaverkanir lyfja, það geta í raun allir gert. Það er mikilvægt að lyfjayfirvöld fái slíkar tilkynningar, einkum ef um alvarleg einkenni er að ræða. Á heimasíðu Lyfjastofnunar eru leiðbeiningar og rafræn eyðublöð til að nota við tilkynningar ef grunur er um aukaverkanir lyfja.“ Dæmi um ráðstafanir sem oft er gripið til eru breyttar ráðleggingar um notkun lyfsins. „Ef lyfjayfirvöldum þykir nauðsynlegt að læknar og sjúklingar fái upplýsingar umfram þær sem eru í opinberum lyfjatextum geta þau farið fram á viðbótaraðgerðir til að lágmarka áhættu. Dæmi um slíkar aðgerðir er útgáfa sérstakra bréfa fyrir lækna eða fræðsluefnis fyrir heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga,“segir í svari Lyfjastofnunar. Í einstaka tilfellum kemur fyrir að nýjar upplýsingar um fjölda eða alvarleika aukaverkana leiði til þess að taka þurfi lyf af markaði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl.
Rafrettur Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Sjá meira