Nýtt upphaf Árni Páll Árnason skrifar 11. apríl 2016 00:00 Atburðir liðinnar viku hafa valdið straumhvörfum í íslenskum stjórnmálum. Ekkert er nú eins og áður. Almenningur og rannsóknir fjölmiðla hafa haft meiri áhrif en fordæmi eru fyrir og knúið fram afsögn forsætisráðherra og vilyrði um kosningar í haust. Þessar breytingar valda flekaskilum á vettvangi stjórnmálanna. Við skynjum líklega öll að upp úr sorg og skömm getur risið von um nýjar lausnir. Ég er sjálfur sannfærður um að nú hafa skapast tækifæri til að ráðast í þá endurreisn efnahagslífs og stjórnmála sem okkur hefur ekki tekist hingað til.Lítið breytt stjórnmál Á fyrsta kjörtímabili eftir hrun skyggði glíman við hrun fjármálakerfisins á allt annað. Bráðaaðgerðir tókust vel, en við höfðum ekki tíma eða vinnufrið til að móta nýtt fjármálakerfi eða gera grundvallarbreytingar á efnahagsgerð og stjórnkerfi. Eftir síðustu kosningar bjuggum við í stjórnarandstöðunni okkur undir langa stjórnartíð hinna gamalreyndu helmingaskiptaflokka og gerðum ráð fyrir að stjórnmálabarátta næstu ára myndi einkennast í besta falli af afmörkuðum breytingum til góðs. Grundvallarbreytingar þyrftu að bíða betri tíma. Með samstilltu átaki náðum við þannig í samvinnu við verkalýðshreyfinguna að draga úr skattalækkunum á þá betur stæðu og þrýsta á um aðgerðir í húsnæðismálum og svo náðum við á þingi að koma í veg fyrir gjöf á makrílkvótanum og tilraunir til að festa kvótakerfið í sessi. Ekkert benti til annars en að þetta yrði veruleiki okkar áfram fram að kosningum og að í þeim myndu stjórnarflokkarnir eiga hafa sterka stöðu vegna batnandi efnahags og geta boðið úrbætur, peningagjafir og skattalækkanir áhyggjulausir.Gerum grundvallarbreytingar En nú er allt breytt. Framundan eru kosningar og sitjandi stjórnarflokkarnir munu mæta til þeirra rúnir trausti. Umbótaöfl munu því nú hafa meiri möguleika á að móta verkefnaskrá stjórnmálanna en nokkru sinni frá hruni. Það tækifæri þarf að nýta til grundvallarbreytinga. Á stjórnmálunum, á stjórnarskrá og á efnahagsmálum. Stjórnmálin geta ekki haldið áfram óbreytt. Sú harkalega orðræða sem hefur verið ráðandi frá hruni hefur dregið úr trausti á stjórnmálin og grafið undan sátt í samfélaginu. Þrátt fyrir að gríðarmargt hafi vel tekist hefur orðræða stjórnmálanna verið hatursfull og full fordæmingar. Orðræðan er drifin áfram af þeirri hefð forherðingarinnar sem við sjáum alltaf í íslenskum stjórnmálum: Flokkar læsa sig saman, neita að viðurkenna mistök og skylmast af hörku þar til yfir lýkur. Það eru yfirleitt alltaf fleiri en tvær hliðar á hverju máli og það vita allir í samfélaginu, nema að því er virðist í stjórnmálunum. Enginn hefur komist langt í lífinu á forherðingu og sjálfsréttlætingu, en þær kenndir eru samt ráðandi í stjórnmálunum. Ákall um endurnýjun á mannskap hefur enga þýðingu í þessu samhengi því menningin ríkir áfram: Þú getur sett hreint, hvítt lak í drullupoll en drullupollurinn verður ekki tær við það. Það þarf grundvallarbreytinga við og stjórnmálin geta ekki verið eini vettvangur mannlífsins þar sem hefðbundin gildi um sanngirni, rökræðu og viðurkenningu eigin mistaka eiga ekki við.Þurfum tvær stjórnarskrár Svo þarf tvíþættar stjórnarskrárbreytingar. Annars vegar þarf að finna leið til að halda áfram með vinnu við nýja stjórnarskrá, í samræmi við þjóðaratkvæðagreiðsluna frá 2012, með það að markmiði að hægt verði á endanum að koma stjórnarskrá í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Hins vegar þarf að setja landinu efnahagslega stjórnarskrá. Í henni þarf að felast uppgjör við þá tegund kapítalisma sem leggur áherslu á stundargróða umfram fjárfestingu sem skilar raunverulegum arði og við fjármálakerfi sem er alltof stórt og sýgur verðmæti út úr verðmætaskapandi efnahagslífi. Við þurfum félagslega sterkt efnahagslíf, þar sem viðskiptalífið axlar samfélagslega ábyrgð og leggur af mörkum til samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Atburðir liðinnar viku hafa valdið straumhvörfum í íslenskum stjórnmálum. Ekkert er nú eins og áður. Almenningur og rannsóknir fjölmiðla hafa haft meiri áhrif en fordæmi eru fyrir og knúið fram afsögn forsætisráðherra og vilyrði um kosningar í haust. Þessar breytingar valda flekaskilum á vettvangi stjórnmálanna. Við skynjum líklega öll að upp úr sorg og skömm getur risið von um nýjar lausnir. Ég er sjálfur sannfærður um að nú hafa skapast tækifæri til að ráðast í þá endurreisn efnahagslífs og stjórnmála sem okkur hefur ekki tekist hingað til.Lítið breytt stjórnmál Á fyrsta kjörtímabili eftir hrun skyggði glíman við hrun fjármálakerfisins á allt annað. Bráðaaðgerðir tókust vel, en við höfðum ekki tíma eða vinnufrið til að móta nýtt fjármálakerfi eða gera grundvallarbreytingar á efnahagsgerð og stjórnkerfi. Eftir síðustu kosningar bjuggum við í stjórnarandstöðunni okkur undir langa stjórnartíð hinna gamalreyndu helmingaskiptaflokka og gerðum ráð fyrir að stjórnmálabarátta næstu ára myndi einkennast í besta falli af afmörkuðum breytingum til góðs. Grundvallarbreytingar þyrftu að bíða betri tíma. Með samstilltu átaki náðum við þannig í samvinnu við verkalýðshreyfinguna að draga úr skattalækkunum á þá betur stæðu og þrýsta á um aðgerðir í húsnæðismálum og svo náðum við á þingi að koma í veg fyrir gjöf á makrílkvótanum og tilraunir til að festa kvótakerfið í sessi. Ekkert benti til annars en að þetta yrði veruleiki okkar áfram fram að kosningum og að í þeim myndu stjórnarflokkarnir eiga hafa sterka stöðu vegna batnandi efnahags og geta boðið úrbætur, peningagjafir og skattalækkanir áhyggjulausir.Gerum grundvallarbreytingar En nú er allt breytt. Framundan eru kosningar og sitjandi stjórnarflokkarnir munu mæta til þeirra rúnir trausti. Umbótaöfl munu því nú hafa meiri möguleika á að móta verkefnaskrá stjórnmálanna en nokkru sinni frá hruni. Það tækifæri þarf að nýta til grundvallarbreytinga. Á stjórnmálunum, á stjórnarskrá og á efnahagsmálum. Stjórnmálin geta ekki haldið áfram óbreytt. Sú harkalega orðræða sem hefur verið ráðandi frá hruni hefur dregið úr trausti á stjórnmálin og grafið undan sátt í samfélaginu. Þrátt fyrir að gríðarmargt hafi vel tekist hefur orðræða stjórnmálanna verið hatursfull og full fordæmingar. Orðræðan er drifin áfram af þeirri hefð forherðingarinnar sem við sjáum alltaf í íslenskum stjórnmálum: Flokkar læsa sig saman, neita að viðurkenna mistök og skylmast af hörku þar til yfir lýkur. Það eru yfirleitt alltaf fleiri en tvær hliðar á hverju máli og það vita allir í samfélaginu, nema að því er virðist í stjórnmálunum. Enginn hefur komist langt í lífinu á forherðingu og sjálfsréttlætingu, en þær kenndir eru samt ráðandi í stjórnmálunum. Ákall um endurnýjun á mannskap hefur enga þýðingu í þessu samhengi því menningin ríkir áfram: Þú getur sett hreint, hvítt lak í drullupoll en drullupollurinn verður ekki tær við það. Það þarf grundvallarbreytinga við og stjórnmálin geta ekki verið eini vettvangur mannlífsins þar sem hefðbundin gildi um sanngirni, rökræðu og viðurkenningu eigin mistaka eiga ekki við.Þurfum tvær stjórnarskrár Svo þarf tvíþættar stjórnarskrárbreytingar. Annars vegar þarf að finna leið til að halda áfram með vinnu við nýja stjórnarskrá, í samræmi við þjóðaratkvæðagreiðsluna frá 2012, með það að markmiði að hægt verði á endanum að koma stjórnarskrá í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Hins vegar þarf að setja landinu efnahagslega stjórnarskrá. Í henni þarf að felast uppgjör við þá tegund kapítalisma sem leggur áherslu á stundargróða umfram fjárfestingu sem skilar raunverulegum arði og við fjármálakerfi sem er alltof stórt og sýgur verðmæti út úr verðmætaskapandi efnahagslífi. Við þurfum félagslega sterkt efnahagslíf, þar sem viðskiptalífið axlar samfélagslega ábyrgð og leggur af mörkum til samfélagsins.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun