Sumarmessan: Ísland gæti dottið úr leik á refsistigum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júní 2016 15:12 Sumarmessan var að venju á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en þar fóru Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Gunnleifur Gunnleifsson yfir leiki gærdagsins á EM í Frakklandi. Þeir félagar rýndu m.a. í möguleika íslenska liðsins fyrir lokaumferðina í riðlakeppninni. „Það gæti komið upp rosaleg staða,“ sagði Hjörvar. Íslendingar eru með tvö stig í F-riðli líkt og Portúgalar en með betri markatölu. Ungverjar eru á toppi riðilsins með fjögur stig en Austurríkismenn reka lestina með eitt stig.Sjá einnig: Hjörvar fer yfir slakan árangur Lars á stórmótum „Ef Portúgalir gera 1-1 jafntefli við Ungverja og við gerum 0-0 jafntefli við Austurríkismenn, þá er allt jafnt. Við og Portúgalir erum þá með jafn mörg stig, jafna stöðu í innbyrðisviðureignum og jafn mörg mörk skoruð.Staðan í riðlunum sex á EM.vísir/skjáskot„Veistu hvað mun þá ráða úrslitum? Refsistig. Og við höfum fengið fleiri gul spjöld en Portúgalir og ef sú ótrúlega staða kemur upp fara þeir áfram á færri refsistigum, nema þeir fái fullt af gulum spjöldum í lokaleiknum.“ Eftir fyrstu tvær umferðirnar í riðlakeppninni hefur Ísland fengið fimm refsistig (eitt gult spjald gefur eitt refsistig) en Portúgal aðeins tvö.Sjá einnig: Rýnt í möguleika Íslands: Fínir möguleikar á sæti í 16-liða úrslitum Hjörvar segir að íslenska liðið eigi að nálgast leikinn gegn Austurríki á miðvikudaginn af varkárni. „Auðvitað spilum við bara varnarleik gegn Austurríki, því ef við náum að halda 0-0 stöðu þar til 5-6 mínútur eru eftir munu Austurríkismenn taka mikla áhættu því sigur er það eina sem mun duga þeim til að komast áfram,“ sagði Hjörvar.Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Sjá meira
Sumarmessan var að venju á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en þar fóru Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Gunnleifur Gunnleifsson yfir leiki gærdagsins á EM í Frakklandi. Þeir félagar rýndu m.a. í möguleika íslenska liðsins fyrir lokaumferðina í riðlakeppninni. „Það gæti komið upp rosaleg staða,“ sagði Hjörvar. Íslendingar eru með tvö stig í F-riðli líkt og Portúgalar en með betri markatölu. Ungverjar eru á toppi riðilsins með fjögur stig en Austurríkismenn reka lestina með eitt stig.Sjá einnig: Hjörvar fer yfir slakan árangur Lars á stórmótum „Ef Portúgalir gera 1-1 jafntefli við Ungverja og við gerum 0-0 jafntefli við Austurríkismenn, þá er allt jafnt. Við og Portúgalir erum þá með jafn mörg stig, jafna stöðu í innbyrðisviðureignum og jafn mörg mörk skoruð.Staðan í riðlunum sex á EM.vísir/skjáskot„Veistu hvað mun þá ráða úrslitum? Refsistig. Og við höfum fengið fleiri gul spjöld en Portúgalir og ef sú ótrúlega staða kemur upp fara þeir áfram á færri refsistigum, nema þeir fái fullt af gulum spjöldum í lokaleiknum.“ Eftir fyrstu tvær umferðirnar í riðlakeppninni hefur Ísland fengið fimm refsistig (eitt gult spjald gefur eitt refsistig) en Portúgal aðeins tvö.Sjá einnig: Rýnt í möguleika Íslands: Fínir möguleikar á sæti í 16-liða úrslitum Hjörvar segir að íslenska liðið eigi að nálgast leikinn gegn Austurríki á miðvikudaginn af varkárni. „Auðvitað spilum við bara varnarleik gegn Austurríki, því ef við náum að halda 0-0 stöðu þar til 5-6 mínútur eru eftir munu Austurríkismenn taka mikla áhættu því sigur er það eina sem mun duga þeim til að komast áfram,“ sagði Hjörvar.Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Sjá meira