Valdið er þitt Natan Kolbeinsson skrifar 16. júní 2016 12:41 Sveitastjórnarkosningarnar árið 2014 voru mér vonbrigði vegna þess að aðeins um helmingur ungs fólks undir 30 ára mætti á kjörstað. Þátttaka í þessum kosningum var sú minnsta frá stofnun lýðveldis á Íslandi og líka þær fyrstu þar sem kosningaþátttakan var skráð eftir aldri. Það er mjög alvarlegt vandamál þegar ungt fólk sér sér ekki fært að mæta á kjörstað og hafa þannig áhrif á hvernig landinu okkar og sveitarfélögum er stjórnað. Það er sorglegt því að á Íslandi, eins og á hinum Norðurlöndunum, höfum við mjög ríka og sterka hefð fyrir því að fólk mæti á kjörstað. Þó kjörsókn fari minnkandi annars staðar en hér á landi þá gerir hún það hraðar hér en á öðrum Norðurlöndum. Áhugi ungs fólks á stjórnmálum er ekkert meiri eða minni en annarra aldurshópa og þvert á það sem við höldum þá er ungt fólk mjög áhugasamt um stjórnmál. Í könnun sem Maskína gerði og kom út 8. apríl kemur meðal annars fram að 90,9% fólks 25 ára og yngra fylgdist mikið með atburðunum sem áttu sér stað eftir Kastljósþáttinn þar sem Panamaskjölin voru fyrst opinberuð.Þó ungt fólk vanti kannski rödd inn á Alþingi eða í sveitastjórnum þá hefur það látið í sér heyra á samfélagsmiðlum með byltingum á borð við #égerekkitabú og #freethenipple. Ungt fólk getur svo sannarlega látið í sér heyra og gerir það reglulega. Vandamálið er að það mætir bara ekki á kjörstað til þess að kjósa sér fulltrúa sem geta breytt samfélaginu með þeim.Ég skora hér með á ungt fólk að mæta á kjörstað þann 25. júní til að kjósa forseta. Einstakling sem er tilbúinn í að taka slaginn með þeim og breyta því sem þau vilja breyta í samfélaginu. Hvort sem það er Andri Snær, Guðni, Halla eða einn af þeim fjölmörgu frambjóðendum sem gefið hafa kost á sér þá skora ég á þig að mæta. Valdið er þitt til að breyta því sem þig langar að breyta og það gerist ekki nema þú mætir á kjörstað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Natan Kolbeinsson Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sveitastjórnarkosningarnar árið 2014 voru mér vonbrigði vegna þess að aðeins um helmingur ungs fólks undir 30 ára mætti á kjörstað. Þátttaka í þessum kosningum var sú minnsta frá stofnun lýðveldis á Íslandi og líka þær fyrstu þar sem kosningaþátttakan var skráð eftir aldri. Það er mjög alvarlegt vandamál þegar ungt fólk sér sér ekki fært að mæta á kjörstað og hafa þannig áhrif á hvernig landinu okkar og sveitarfélögum er stjórnað. Það er sorglegt því að á Íslandi, eins og á hinum Norðurlöndunum, höfum við mjög ríka og sterka hefð fyrir því að fólk mæti á kjörstað. Þó kjörsókn fari minnkandi annars staðar en hér á landi þá gerir hún það hraðar hér en á öðrum Norðurlöndum. Áhugi ungs fólks á stjórnmálum er ekkert meiri eða minni en annarra aldurshópa og þvert á það sem við höldum þá er ungt fólk mjög áhugasamt um stjórnmál. Í könnun sem Maskína gerði og kom út 8. apríl kemur meðal annars fram að 90,9% fólks 25 ára og yngra fylgdist mikið með atburðunum sem áttu sér stað eftir Kastljósþáttinn þar sem Panamaskjölin voru fyrst opinberuð.Þó ungt fólk vanti kannski rödd inn á Alþingi eða í sveitastjórnum þá hefur það látið í sér heyra á samfélagsmiðlum með byltingum á borð við #égerekkitabú og #freethenipple. Ungt fólk getur svo sannarlega látið í sér heyra og gerir það reglulega. Vandamálið er að það mætir bara ekki á kjörstað til þess að kjósa sér fulltrúa sem geta breytt samfélaginu með þeim.Ég skora hér með á ungt fólk að mæta á kjörstað þann 25. júní til að kjósa forseta. Einstakling sem er tilbúinn í að taka slaginn með þeim og breyta því sem þau vilja breyta í samfélaginu. Hvort sem það er Andri Snær, Guðni, Halla eða einn af þeim fjölmörgu frambjóðendum sem gefið hafa kost á sér þá skora ég á þig að mæta. Valdið er þitt til að breyta því sem þig langar að breyta og það gerist ekki nema þú mætir á kjörstað.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun