Liðið var keyrt í opinni rútu frá Hallgrímskirkju niður Skólavörðustíg, Bankastræti og Lækjargötu áður en það steig á svið við Arnarhól ásamt þjálfurum sínum og starfsmönnum KSÍ.
Strákarnir voru með símana sína á lofti og mynduðu hátíðahöldin í bak og fyrir. Þeir hafa síðan verið duglegir við að birta myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum bæði í gær og í dag og þakka fyrir stuðninginn.
Hér að neðan má sjá nokkur vel valin augnablik frá gærkvöldinu sem nokkrir landsliðsmenn hafa deilt á Twitter og Instagram, en auk þeirra hafa fleiri landsliðsmenn deilt svipuðum eða sömu myndum og myndskeiðum til að segja takk.
Thetta er thad rosalegasta sem eg hef tekid thátt í! Eg kem til med ad muna thennan dag alla mina ævi! TAKK https://t.co/7gZsQWfqcw
— Aron Einar (@ronnimall) July 4, 2016
Moment I will never forget! pic.twitter.com/hvTTVne9zC
— Johann B Gudmundsson (@Gudmundsson7) July 5, 2016
Eg vil þakka Langbest fyrir topp þjónustu Eftir flug að þá biðu okkar rjúkandi heitar pizzur upp í rútu! Það saknið á Langbest pizzurnar
— Arnór Traustason (@NoriTrausta) July 4, 2016