Bandaríska kleinuhringjafyrirtækið Krispy Kreme er á leiðinni til landsins samkvæmt heimildum fréttastofu. Nútíminn greindi fyrst frá þessu.
Samkvæmt upplýsingum af Isnic eru Hagar með réttinn á léninu krispykreme.is. Lénið var skráð þann 12. maí síðastliðinn. Óvíst er hvenær kleinuhringjarisinn mun opna hér á landi eða hvort verður um einn eða fleiri staði að ræða.
Mikil gróska er á íslenskum kleinuhringjamarkaði. Íslendingar sýndu í fyrra að þeir eru mikil kleinuhringjaþjóð. En mikil ásókn var í kleinuhringi Dunkin' Donuts þegar staðurinn opnaði fyrst í Reykjavík. Staðir keðjunnar eru nú þrír, en von er á alls 16 stöðum á landinu.
Sjá einnig: Ætla að opna 16 Dunkin' Donuts staði á Íslandi
Don's Donuts hefur einnig fært út kvíarnar að undanförnu og farið í samstarf við Ugly Pizza.
Krispy Kreme er með starfsemi út um allan heim, en 1.000 verslun keðjunnar opnaði í Kansas City í febrúar 2015.
Ekki náðist í Finn Árnason, forstjóra Haga, við vinnslu fréttarinnar.
Krispy Kreme á leið til landsins

Tengdar fréttir

Dunkin´ Donuts opnar í Kringlunni
Stefnt er að því að opna 16 Dunkin' Donuts staði hér á landi á næstu fimm árum.

Þriðji Dunkin' staðurinn opnaður
Þriðji Dunkin' Donuts staðurinn á Íslandi verður opnaður í dag í Hagasmára í Kópavogi.

Röðin á Dunkin Donuts: „Ég kom í útifötunum og með útilegustól en ég þurfti svo ekkert að nota þetta“
Afar fámennt var í röðinni við Dunkin' Donuts í Kringlunni í morgun en búið var að lofa fyrstu 20 viðskiptavinunum ársbirgðum af kleinuhringjum.

Röð fyrir utan Dunkin' Donuts á Laugavegi
Staðurinn opnar klukkan níu í fyrramálið en nú, tólf tímum áður, hafa spenntir viðskiptavinir raðað sér upp við innganginn.