Hvers vegna Norðurlönd? Elín Björg Jónasdóttir skrifar 20. júlí 2016 09:00 Hvað er það við Noreg, Svíþjóð og Danmörku sem ekki bara dregur unga Íslendinga til þessara landa, heldur fær marga þeirra til að setjast þar að með fjölskyldum sínum? Þetta er spurning sem nauðsynlegt er að svara, enda eftirsjá í hverri einustu íslensku fjölskyldu sem ákveður að setjast varanlega að utan Íslands. Eitt af því sem heyrist aftur og aftur er að áherslurnar séu aðrar hjá þessum nágrannaþjóðum okkar. Í stað þess að þurfa að vinna myrkranna á milli gefist tími til að eyða með fjölskyldu og vinum. Það er þetta fjölskylduvæna samfélag sem við Íslendingar þurfum að reyna að nálgast. Félagsmenn aðildarfélaga BSRB nefna jafnan styttingu vinnuvikunnar sem eitt af mikilvægustu málunum sem bandalagið berst fyrir. Við fyrstu sýn virðist það eingöngu launafólki í hag að stytta vinnutímann án þess að skerða laun, en niðurstöður tilraunaverkefna hér á landi og víðar sýna að það er ekki síður hagur launagreiðandans að stytta vinnuvikuna.Tilraunaverkefni í gang í haust Þetta má til dæmis lesa úr tilraunum fyrirtækja og stofnana með styttingu vinnuvikunnar í Svíþjóð. Hér á Íslandi hefur Reykjavíkurborg, í samstarfi við BSRB, staðið fyrir tilraunaverkefni þar sem vinnuvikan á tveimur vinnustöðum var stytt. Niðurstöður eftir rúmt eitt ár voru kynntar í vor og lofa afar góðu. Starfsmenn merkja betri líðan, starfsánægja hefur aukist og dregið hefur úr veikindum. Ekkert bendir til þess að dregið hafi úr afköstum þó unnið sé í færri klukkustundir. Nú að loknum sumarleyfum fer í gang tilraunaverkefni ríkisins og BSRB þar sem áhrif styttingar vinnuvikunnar verða rannsökuð enn frekar. Valdir verða nokkrir vinnustaðir til að taka þátt í verkefninu, þar á meðal vinnustaður þar sem unnið er í vaktavinnu. Það verður afar áhugavert að sjá niðurstöður verkefnisins, enda er það bjargföst trú okkar hjá BSRB að stytting vinnuvikunnar komi öllum til góða, bæði starfsmönnum og launagreiðendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hvað er það við Noreg, Svíþjóð og Danmörku sem ekki bara dregur unga Íslendinga til þessara landa, heldur fær marga þeirra til að setjast þar að með fjölskyldum sínum? Þetta er spurning sem nauðsynlegt er að svara, enda eftirsjá í hverri einustu íslensku fjölskyldu sem ákveður að setjast varanlega að utan Íslands. Eitt af því sem heyrist aftur og aftur er að áherslurnar séu aðrar hjá þessum nágrannaþjóðum okkar. Í stað þess að þurfa að vinna myrkranna á milli gefist tími til að eyða með fjölskyldu og vinum. Það er þetta fjölskylduvæna samfélag sem við Íslendingar þurfum að reyna að nálgast. Félagsmenn aðildarfélaga BSRB nefna jafnan styttingu vinnuvikunnar sem eitt af mikilvægustu málunum sem bandalagið berst fyrir. Við fyrstu sýn virðist það eingöngu launafólki í hag að stytta vinnutímann án þess að skerða laun, en niðurstöður tilraunaverkefna hér á landi og víðar sýna að það er ekki síður hagur launagreiðandans að stytta vinnuvikuna.Tilraunaverkefni í gang í haust Þetta má til dæmis lesa úr tilraunum fyrirtækja og stofnana með styttingu vinnuvikunnar í Svíþjóð. Hér á Íslandi hefur Reykjavíkurborg, í samstarfi við BSRB, staðið fyrir tilraunaverkefni þar sem vinnuvikan á tveimur vinnustöðum var stytt. Niðurstöður eftir rúmt eitt ár voru kynntar í vor og lofa afar góðu. Starfsmenn merkja betri líðan, starfsánægja hefur aukist og dregið hefur úr veikindum. Ekkert bendir til þess að dregið hafi úr afköstum þó unnið sé í færri klukkustundir. Nú að loknum sumarleyfum fer í gang tilraunaverkefni ríkisins og BSRB þar sem áhrif styttingar vinnuvikunnar verða rannsökuð enn frekar. Valdir verða nokkrir vinnustaðir til að taka þátt í verkefninu, þar á meðal vinnustaður þar sem unnið er í vaktavinnu. Það verður afar áhugavert að sjá niðurstöður verkefnisins, enda er það bjargföst trú okkar hjá BSRB að stytting vinnuvikunnar komi öllum til góða, bæði starfsmönnum og launagreiðendum.
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar