Fimmtán sinnum hærra verð á markaði Kristinn H. Gunnarsson skrifar 5. ágúst 2016 13:30 Athygli hefur vakið uppboð veiðiheimilda í Færeyjum hefur sýnt fram á að útgerðarmenn vilja greiða mun hærra verð fyrir á kvóta en greitt er hér á landi fyrir veiðiréttinn. Talsmenn LÍÚ, íslenska útgerðarauðvaldsins, skrifa í Fréttablaðið í gær og draga í efa að verðið sé raunhæft. Staðhæft er að um sé að ræða jaðarverð en ekki markaðsverð þar sem aðeins lítill hluti veiðiheimilda var boðinn upp. Það þarf ekki að fara til Færeyja til þess að fá góðar upplýsingar um greiðslugetu útgerðarmanna fyrir veiðiheimildir. Aflamark gengur kaupum og sölum á Íslandi og Fiskistofa tekur saman upplýsingar um umfang viðskiptanna og verðið sem greitt er. Í töflunni að neðan eru upplýsingar um viðskiptin í þorskveiðiheimildum hvers árs (aflamarki) síðustu fjögur fiskveiðiár. Athuga ber að yfirstandandi fiskveiðiár er ekki liðið. Magn og meðalverð er miðað við slægðan fisk. En 1 kg af aflamarki (slægðum fiski) samsvarar 1,19 kg af óslægðun fiski.Ár Fjöldi viðskipta Tonn % af aflamarki Meðalverð Samtals millj. kr.2012/13 2.229 22.37614,2206,23 4.6162013/14 2.563 23.26413,0202,91 4.7212014/15 2.10526.27315,3233,076.1272015/16 1.481 22.38711,7217,27 4.854 Þetta eru áreiðanlegar upplýsingar um það verð sem greitt hefur verið fyrir kvóta. Þær eru byggðar á miklum fjölda viðskipta og magnið er frá 12 – 15% af þorskkvóta hvers árs. Verðið er nokkuð stöðugt á þessum fjórum árum, frá 203 kr. til 233 kr. fyrir hvert 1 kg af slægðum þorski. Engan veginn er hægt að halda fram að um sé að ræða óraunhæft jaðarverð. Þvert á móti er þetta markaðsverðið, ákvarðað af útvegsmönnum sjálfum með stuðningi viðskiptabankanna sem væntanlega fjármagna viðskiptin. Þetta er að vísu ekki uppboðsmarkaður heldur það sem kalla mætti tilboðsmarkaður. Þeir sem leigja frá sér kvóta láta vita af því að þeir hafa kvóta til leigu og fá tilboð. Uppboðsmarkaður hefur ýmislegt umfram þetta fyrirkomulag, sérstaklega frá sjónarhóli ríkisins og þeirra sem vilja fá kvóta til leigu. Ríkð fengi betri upplýsingar um viðskiptin og greitt verð og jafnræði myndi vera meira milli þeirra sem bjóða í kvótann. Líklegast er að verðið á uppboðsmarkaði yrði eitthvað lægra en samkvæmt núverandi fyrirkomulagi og reynsla Færeyinga bendir til þess. Auðlindaarðurinn virðist skiptast milli ríkisins og útgerðarmanna. Veruleikinn á Íslandi er annar. Þar fá kvótahafarnir nánast allan auðlindaarðinn og ríkið lítinn hluta hans. LÍÚ ver þennan veruleika og vill hafa hann áfram óbreyttann.Mikill gróði útgerðarmannaÞað er einfaldlega vegna þess að verðið aflamarki á markaði er miklu hærra en það gjald sem útgerðarmenn greiða til ríkisins fyrir afnotin af sjávarauðlindinni. Samanburður á markaðsverðinu og veiðigjaldinu sýnir að markaðsverðið er margfalt hærra. Á síðasta fiskveiðiári var markaðsverðið fimmtán sinnum hærra en veiðigjaldið. Mismunurinn rennur allur í vasa þeirra sem fá kvótanum úthlutað til sín sjálfvirkt samkvæmt núverandi úthlutunarkerfi.Samanburður á meðalverði og veiðigjaldiÁrmeðalverðveiðigjaldmeðalverð/veiðigjHlutfall2012/13206,3238,935,31431%2013/14202,9120,1010,10910%2014/15233,0715,8314,721372%2015/16217,2716,6013,091209% Mismunurinn á markaðsverðinu og veiðigjaldinu er 173 – 217 kr/kg af þorski. Mismunurinn endurspeglar mat útgerðarmanna sjálfra á því hvað hægt er að greiða fyrir veiðiréttinn. Markaðsverðið lýsir einnig mati viðskiptabankanna á því hvað hægt er að verðleggja veiðiréttinn á í viðskiptum með aflaheimildir til lengri tíma. Þar sem verðið er stöðugt til lengri tíma er reynslan sú að leiguverðið er raunhæft og hefur verið greitt. Uppboðsleiðin myndi færa ríkinu stórauknar tekjur af veiðiréttinum frá því sem nú er. Uppboðsleiðin er þekkt og ríkið beitir henni í ýmsum öðrum atvinnugreinum með þeim árangri að enginn færir í tal að hverfa frá henni. Nefna má mannvirkjagerð, svo sem vegagerð, byggingu sjúkrahúss og annarra bygginga. Einnig er ýmiss rekstur boðinn út , jafnvel lítill rekstur sem mötuneyti Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað er. Það er bara í sjávarútvegi þar sem þarf að vernda athafnamenn fyrir samkeppni. Það er á kostnað skattgreiðenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Athygli hefur vakið uppboð veiðiheimilda í Færeyjum hefur sýnt fram á að útgerðarmenn vilja greiða mun hærra verð fyrir á kvóta en greitt er hér á landi fyrir veiðiréttinn. Talsmenn LÍÚ, íslenska útgerðarauðvaldsins, skrifa í Fréttablaðið í gær og draga í efa að verðið sé raunhæft. Staðhæft er að um sé að ræða jaðarverð en ekki markaðsverð þar sem aðeins lítill hluti veiðiheimilda var boðinn upp. Það þarf ekki að fara til Færeyja til þess að fá góðar upplýsingar um greiðslugetu útgerðarmanna fyrir veiðiheimildir. Aflamark gengur kaupum og sölum á Íslandi og Fiskistofa tekur saman upplýsingar um umfang viðskiptanna og verðið sem greitt er. Í töflunni að neðan eru upplýsingar um viðskiptin í þorskveiðiheimildum hvers árs (aflamarki) síðustu fjögur fiskveiðiár. Athuga ber að yfirstandandi fiskveiðiár er ekki liðið. Magn og meðalverð er miðað við slægðan fisk. En 1 kg af aflamarki (slægðum fiski) samsvarar 1,19 kg af óslægðun fiski.Ár Fjöldi viðskipta Tonn % af aflamarki Meðalverð Samtals millj. kr.2012/13 2.229 22.37614,2206,23 4.6162013/14 2.563 23.26413,0202,91 4.7212014/15 2.10526.27315,3233,076.1272015/16 1.481 22.38711,7217,27 4.854 Þetta eru áreiðanlegar upplýsingar um það verð sem greitt hefur verið fyrir kvóta. Þær eru byggðar á miklum fjölda viðskipta og magnið er frá 12 – 15% af þorskkvóta hvers árs. Verðið er nokkuð stöðugt á þessum fjórum árum, frá 203 kr. til 233 kr. fyrir hvert 1 kg af slægðum þorski. Engan veginn er hægt að halda fram að um sé að ræða óraunhæft jaðarverð. Þvert á móti er þetta markaðsverðið, ákvarðað af útvegsmönnum sjálfum með stuðningi viðskiptabankanna sem væntanlega fjármagna viðskiptin. Þetta er að vísu ekki uppboðsmarkaður heldur það sem kalla mætti tilboðsmarkaður. Þeir sem leigja frá sér kvóta láta vita af því að þeir hafa kvóta til leigu og fá tilboð. Uppboðsmarkaður hefur ýmislegt umfram þetta fyrirkomulag, sérstaklega frá sjónarhóli ríkisins og þeirra sem vilja fá kvóta til leigu. Ríkð fengi betri upplýsingar um viðskiptin og greitt verð og jafnræði myndi vera meira milli þeirra sem bjóða í kvótann. Líklegast er að verðið á uppboðsmarkaði yrði eitthvað lægra en samkvæmt núverandi fyrirkomulagi og reynsla Færeyinga bendir til þess. Auðlindaarðurinn virðist skiptast milli ríkisins og útgerðarmanna. Veruleikinn á Íslandi er annar. Þar fá kvótahafarnir nánast allan auðlindaarðinn og ríkið lítinn hluta hans. LÍÚ ver þennan veruleika og vill hafa hann áfram óbreyttann.Mikill gróði útgerðarmannaÞað er einfaldlega vegna þess að verðið aflamarki á markaði er miklu hærra en það gjald sem útgerðarmenn greiða til ríkisins fyrir afnotin af sjávarauðlindinni. Samanburður á markaðsverðinu og veiðigjaldinu sýnir að markaðsverðið er margfalt hærra. Á síðasta fiskveiðiári var markaðsverðið fimmtán sinnum hærra en veiðigjaldið. Mismunurinn rennur allur í vasa þeirra sem fá kvótanum úthlutað til sín sjálfvirkt samkvæmt núverandi úthlutunarkerfi.Samanburður á meðalverði og veiðigjaldiÁrmeðalverðveiðigjaldmeðalverð/veiðigjHlutfall2012/13206,3238,935,31431%2013/14202,9120,1010,10910%2014/15233,0715,8314,721372%2015/16217,2716,6013,091209% Mismunurinn á markaðsverðinu og veiðigjaldinu er 173 – 217 kr/kg af þorski. Mismunurinn endurspeglar mat útgerðarmanna sjálfra á því hvað hægt er að greiða fyrir veiðiréttinn. Markaðsverðið lýsir einnig mati viðskiptabankanna á því hvað hægt er að verðleggja veiðiréttinn á í viðskiptum með aflaheimildir til lengri tíma. Þar sem verðið er stöðugt til lengri tíma er reynslan sú að leiguverðið er raunhæft og hefur verið greitt. Uppboðsleiðin myndi færa ríkinu stórauknar tekjur af veiðiréttinum frá því sem nú er. Uppboðsleiðin er þekkt og ríkið beitir henni í ýmsum öðrum atvinnugreinum með þeim árangri að enginn færir í tal að hverfa frá henni. Nefna má mannvirkjagerð, svo sem vegagerð, byggingu sjúkrahúss og annarra bygginga. Einnig er ýmiss rekstur boðinn út , jafnvel lítill rekstur sem mötuneyti Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað er. Það er bara í sjávarútvegi þar sem þarf að vernda athafnamenn fyrir samkeppni. Það er á kostnað skattgreiðenda.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun