Lok, lok og læs Árni Páll Árnason skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Fyrir Alþingi liggur búvörusamningur til 10 ára og nýr tollasamningur við Evrópusambandið um auknar innflutningsheimildir. Í meðförum þingsins hefur komið í ljós hversu illa þetta mál hefur verið unnið af ríkisstjórninni og ekkert samráð haft um samningsmarkmið og árangur við aðra en viðsemjendur. Þess vegna er augljóst að málið er að daga uppi og þess vegna er meiri hluti stjórnarflokkanna í atvinnuveganefnd að leita logandi ljósi að einhverri leið til að koma einhvers konar búvörusamningi í gegnum þingið. En vandinn er sá að áherslur stjórnarflokkanna eru ekki að skapa sóknarfæri fyrir innlenda framleiðslu heldur halda áfram með alla helstu ókosti hins gamla samnings og fresta því að takast á við framtíðina. Við í Samfylkingunni höfum alltaf verið fylgjandi opinberum stuðningi við landbúnaðarframleiðslu, en lykilatriði er að sá stuðningur raski ekki samkeppni meira en nauðsyn krefur og tryggi bændum og neytendum hámarksávinning. Nú blasir við að meiri hlutinn mun leggja til að samningurinn gildi í þrjú ár og að framleiðslustýring verði ekki afnumin á þeim tíma. Hvatt er til samtals við alla hagsmunaaðila til að ná sátt um rekstrarumhverfi búvöruframleiðslunnar, sem er út af fyrir sig gott og gagnlegt en óskiljanlegt að ekki hafi verið efnt til þess áður en samningsgerð hófst.Víða stefnt í öfuga átt Við þennan bútasaum sem nú stendur yfir er hætt við að eitthvað fari úrskeiðis. Engin rök hafa verið færð fyrir því að MS eigi áfram að vera undanþegin samkeppnislögum, en enginn vilji virðist samt hjá stjórnarflokkunum að breyta því furðulega fyrirkomulagi. Þá virðist sem frekar sé ætlunin að draga úr möguleikum á innflutningi, þvert á gerða samninga. Samhliða umfangsmiklum opinberum stuðningi hefur Ísland undirgengist víðtækt net samninga um afmarkaðan markaðsaðgang fyrir erlenda landbúnaðarframleiðslu til að veita innlendri framleiðslu aðhald jafnt í gæðum og verði. Útfærsla á útboðum tollkvóta undanfarna áratugi hefur hins vegar skipulega verið höfð með þeim hætti að hvorki hefur orðið fullnægjandi samkeppni í verði né gæðum og tollarnir frekar nýttir til að skapa viðskiptahindranir. Innlendir framleiðendur hafa getað boðið í tollkvóta og geta í reynd boðið eins hátt verð og þeim sýnist, því þeim mun hærra sem verðið er, þeim mun minni verður samkeppni við hina innlendu framleiðslu. Því hærra sem verðið er, því illmögulegra verður að kaupa gæðaframleiðslu og því leiðir útboðsfyrirkomulagið líka til þess að gæðasamkeppni verður ekki eins mikil og ella hefði verið. Hæstiréttur hefur kveðið upp dóma um ágalla núverandi kerfis. Það er því einboðið að breyta þarf kerfinu og ákvæðum búvörulaga um útboð tollkvóta ef virða á milliríkjaskuldbindingar Íslands og áhyggjuefni að þess sér engan stað í vinnu þingsins nú að þar sé skilningur á því. Þvert á móti hefur meirihlutinn tekið undir þau sjónarmið að tollkvótar og útboð á þeim eigi að vera til tekjuöflunar fyrir stuðning við innlenda framleiðslu. Slík sjónarmið eru í beinni mótsögn við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands og alþjóðleg markmið með opnun markaða með landbúnaðarvörur og sýna hversu vegavillt ráðandi öfl eru orðin þegar kemur að því flókna neti einangrunarhyggju sem illu heilli hefur verið vafið um búvöruframleiðsluna og skaðar bæði bændur og neytendur.Eru einhverjir talsmenn athafnafrelsis í stjórnarflokkunum? Nú reynir á stjórnarflokkana og það hvort þar – sem og í röðum VG, sem hvetur þá áfram í öfuga átt – séu yfir höfuð einhverjir talsmenn athafnafrelsis til. Það er brýnt að nýtt þing geti breytt búvörusamningi, til samræmis við nýja stefnumörkun nýrrar ríkisstjórnar. Það þarf tafarlaust að leggja af útboð tollkvóta og úthluta honum fremur með hlutkesti eða öðrum þeim leiðum sem ekki spenna upp verð innfluttrar framleiðslu. Ef einhverjum hluta tollkvótanna verður áfram úthlutað með útboði er afar brýnt að innlendum framleiðendum verði meinað að bjóða í kvótana. Og svo þarf að afnema undanþágu afurðastöðva í mjólkuriðnaði frá samkeppnislögum. Eru einhverjir til í þetta í stjórnarflokkunum?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur búvörusamningur til 10 ára og nýr tollasamningur við Evrópusambandið um auknar innflutningsheimildir. Í meðförum þingsins hefur komið í ljós hversu illa þetta mál hefur verið unnið af ríkisstjórninni og ekkert samráð haft um samningsmarkmið og árangur við aðra en viðsemjendur. Þess vegna er augljóst að málið er að daga uppi og þess vegna er meiri hluti stjórnarflokkanna í atvinnuveganefnd að leita logandi ljósi að einhverri leið til að koma einhvers konar búvörusamningi í gegnum þingið. En vandinn er sá að áherslur stjórnarflokkanna eru ekki að skapa sóknarfæri fyrir innlenda framleiðslu heldur halda áfram með alla helstu ókosti hins gamla samnings og fresta því að takast á við framtíðina. Við í Samfylkingunni höfum alltaf verið fylgjandi opinberum stuðningi við landbúnaðarframleiðslu, en lykilatriði er að sá stuðningur raski ekki samkeppni meira en nauðsyn krefur og tryggi bændum og neytendum hámarksávinning. Nú blasir við að meiri hlutinn mun leggja til að samningurinn gildi í þrjú ár og að framleiðslustýring verði ekki afnumin á þeim tíma. Hvatt er til samtals við alla hagsmunaaðila til að ná sátt um rekstrarumhverfi búvöruframleiðslunnar, sem er út af fyrir sig gott og gagnlegt en óskiljanlegt að ekki hafi verið efnt til þess áður en samningsgerð hófst.Víða stefnt í öfuga átt Við þennan bútasaum sem nú stendur yfir er hætt við að eitthvað fari úrskeiðis. Engin rök hafa verið færð fyrir því að MS eigi áfram að vera undanþegin samkeppnislögum, en enginn vilji virðist samt hjá stjórnarflokkunum að breyta því furðulega fyrirkomulagi. Þá virðist sem frekar sé ætlunin að draga úr möguleikum á innflutningi, þvert á gerða samninga. Samhliða umfangsmiklum opinberum stuðningi hefur Ísland undirgengist víðtækt net samninga um afmarkaðan markaðsaðgang fyrir erlenda landbúnaðarframleiðslu til að veita innlendri framleiðslu aðhald jafnt í gæðum og verði. Útfærsla á útboðum tollkvóta undanfarna áratugi hefur hins vegar skipulega verið höfð með þeim hætti að hvorki hefur orðið fullnægjandi samkeppni í verði né gæðum og tollarnir frekar nýttir til að skapa viðskiptahindranir. Innlendir framleiðendur hafa getað boðið í tollkvóta og geta í reynd boðið eins hátt verð og þeim sýnist, því þeim mun hærra sem verðið er, þeim mun minni verður samkeppni við hina innlendu framleiðslu. Því hærra sem verðið er, því illmögulegra verður að kaupa gæðaframleiðslu og því leiðir útboðsfyrirkomulagið líka til þess að gæðasamkeppni verður ekki eins mikil og ella hefði verið. Hæstiréttur hefur kveðið upp dóma um ágalla núverandi kerfis. Það er því einboðið að breyta þarf kerfinu og ákvæðum búvörulaga um útboð tollkvóta ef virða á milliríkjaskuldbindingar Íslands og áhyggjuefni að þess sér engan stað í vinnu þingsins nú að þar sé skilningur á því. Þvert á móti hefur meirihlutinn tekið undir þau sjónarmið að tollkvótar og útboð á þeim eigi að vera til tekjuöflunar fyrir stuðning við innlenda framleiðslu. Slík sjónarmið eru í beinni mótsögn við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands og alþjóðleg markmið með opnun markaða með landbúnaðarvörur og sýna hversu vegavillt ráðandi öfl eru orðin þegar kemur að því flókna neti einangrunarhyggju sem illu heilli hefur verið vafið um búvöruframleiðsluna og skaðar bæði bændur og neytendur.Eru einhverjir talsmenn athafnafrelsis í stjórnarflokkunum? Nú reynir á stjórnarflokkana og það hvort þar – sem og í röðum VG, sem hvetur þá áfram í öfuga átt – séu yfir höfuð einhverjir talsmenn athafnafrelsis til. Það er brýnt að nýtt þing geti breytt búvörusamningi, til samræmis við nýja stefnumörkun nýrrar ríkisstjórnar. Það þarf tafarlaust að leggja af útboð tollkvóta og úthluta honum fremur með hlutkesti eða öðrum þeim leiðum sem ekki spenna upp verð innfluttrar framleiðslu. Ef einhverjum hluta tollkvótanna verður áfram úthlutað með útboði er afar brýnt að innlendum framleiðendum verði meinað að bjóða í kvótana. Og svo þarf að afnema undanþágu afurðastöðva í mjólkuriðnaði frá samkeppnislögum. Eru einhverjir til í þetta í stjórnarflokkunum?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun