Litið í eigin barm Páll Harðarson og Baldur Thorlacius skrifar 24. ágúst 2016 07:00 Í grein sem birtist í Fréttablaðinu 6. júlí sl. (Að líta í eigin barm) gerði Helgi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður að umtalsefni gagnrýni Kauphallarinnar á viðskiptahætti á hlutabréfamarkaði í aðdraganda hrunsins. Finnst honum sem Kauphöllin gagnrýni nú viðskiptahætti sem hún áður viðurkenndi sem góða og gilda. Helgi ræðir markaðsmisnotkunarmál Landsbankans í þessu samhengi en umbjóðandi hans var dæmdur í Hæstarétti í því máli. Helgi líkir eftirliti Kauphallarinnar við flugumferðarstjóra sem setji flugstjórum viðmið um eftir hvaða leiðum þeir megi fljúga. Þannig hafi Kauphöllin auga með verðbréfamiðlurum og setji þeim viðmið um hvað þeim sé heimilt og hvað ekki. Kauphöllin hafi frá stofnun og til haustsins 2008 heimilað að farið væri eftir ákveðnum leiðum. Þessi samlíking er villandi. Það er ekki hlutverk Kauphallarinnar að skoða forsendur tilboða eða viðskipta og veita samþykki fyrir þeim. Samkvæmt reglum Kauphallarinnar er það á ábyrgð miðlara að allar færslur séu í samræmi við lög og reglur. Nærtækara væri að líkja hlutverki Kauphallarinnar við eftirlit lögreglunnar með umferð. Ökumenn fá ekki staðfestingu á því að þeir megi aka á tilteknum hraða heldur er það á þeirra ábyrgð að aka löglega. Lögreglan beitir síðan sínum eftirlitsúrræðum og grípur inn í, verði hún vör við lögbrot. Ökumaður sem er gripinn yfir löglegum hámarkshraða getur ekki borið fyrir sig að hafa alltaf keyrt á þeim hraða og séð aðra gera það líka, án athugasemda frá lögreglunni. Það er líka rangt að sú háttsemi sem dómur Hæstaréttar í umræddu máli nær til hafi verið við lýði allt frá stofnun markaða til haustsins 2008. Afar skýr skil verða í nóvember 2007. Frá þeim tíma og fram að falli Landsbankans voru kaup hans langt umfram sölu í pöruðum viðskiptum (rafræn pörun kaup- og sölutilboða) eða samtals um 47,2% af allri veltu í slíkum viðskiptum. Fram að þeim tíma voru kaup Landsbankans „oft lítil […] miðað við það sem síðar varð“, eins og segir í dóminum.[1] Af grein Helga má ráða að í gögnum markaðsmisnotkunarmáls Landsbankans hafi komið fram að starfsmenn Kauphallarinnar hefðu talið aðkomu bankanna að viðskiptum með eigin bréf mikilvæga forsendu fyrir því að hér gæti þrifist hlutabréfamarkaður. Starfsfólk Kauphallarinnar hefur aldrei haldið slíku fram.[1] Þessa þróun má sjá myndrænt á mynd 30 í 4. hefti skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengda atburði.Alrangt Helgi fullyrðir jafnframt að Kauphöllin hafi í bréfi til Fjármálaeftirlitsins á árinu 2011 ekki talið ástæðu til að gera athugasemdir við þátt eigin viðskipta bankans. Þetta er alrangt. Í bréfinu taldi Kauphöllin þvert á móti viðskiptahættina stangast á við lög enda var það hún sem uppgötvaði málið og kom því til Fjármálaeftirlitsins. Útskýrir Kauphöllin ítarlega hvers vegna viðskiptahættir eigin viðskipta Landsbankans voru henni huldir svona lengi. Við greiningu á viðskiptum bankanna haustið 2008 blasti ekki við að Landsbankinn hefði verið umfangsmikill kaupandi eigin hlutabréfa í pöruðum viðskiptum. Önnur viðskipti bankans skekktu myndina og leggja þurfti í nokkra greiningu áður en málavextir tóku að skýrast. Niðurstaðan var alvarlegri en nokkurn hafði grunað. Helgi gefur í skyn að viðskipti Landsbankans hafi verið í samræmi við almenna framkvæmd innan Evrópu og að markmiðið hafi verið að tryggja „hnökralausa verðmyndun“. Þetta er einnig rangt. Ekkert bendir til þess að viðskipti Landsbankans hafi verið í samræmi við almenna markaðsframkvæmd í Evrópu. Kauphöllin hefur haldið kynningu á kaupum bankanna á eigin hlutabréfum fyrir lykilstarfsmenn eftirlitseininga stærstu kauphalla í heimi ásamt opinberum eftirlitsaðilum. Var samdóma álit áheyrenda að umræddir viðskiptahættir fælu í sér skýrar vísbendingar um markaðsmisnotkun. Þá ætti aðili sem hyggst tryggja hnökralausa verðmyndun og sjá til þess að fjárfestar geti á hverjum tíma keypt og selt bréf að haga tilboðum sínum þannig að hann hafi sem minnst áhrif á verð. Fjarstæðukennt er að halda því fram að Landsbankinn hafi hegðað sér þannig, enda var hann umfangsmesti kaupandi eigin hlutabréfa í tilboðabók Kauphallarinnar í marga mánuði en seldi nánast aldrei. Ef skráð félag hyggst kaupa til baka eigin bréf á markaði getur það fylgt endurkaupaáætlun. Eiga þá ákvæði verðbréfaviðskiptalaga um markaðsmisnotkun ekki við að því gefnu að endurkaupaáætlunin uppfylli ströng skilyrði um framkvæmd viðskiptanna, svo sem um hámarksverð, magn og upplýsingagjöf. Ekkert af þessu átti við um viðskipti Landsbankans. Í lok greinarinnar nefnir Helgi að e.t.v. ætti Kauphöllin að líta í eigin barm í stað þess að beina sjónum sínum að þeim sem dæmdir hafa verið fyrir refsiverða háttsemi á verðbréfamarkaði.Fagnar ábendingum Kauphöllin fagnar ábendingum sem styrkja starfshætti hennar og efla verðbréfamarkaðinn. Kauphöllin sá fullt tilefni til að líta í eigin barm og hefur hún dregið lærdóm af þeim málum sem upp komu. Gerðar hafa verið breytingar á skipulagi, innri verkferlum og eftirlitshugbúnaði svo mögulegt sé að uppgötva slík mál fyrr eða jafnvel fyrirbyggja þau. Samstarf við Fjármálaeftirlitið hefur einnig verið eflt. Þessi mál voru óvenjuleg og kölluðu á afar sértæka greiningu, sem eftirlitsaðilar á verðbréfamörkuðum framkvæmdu ekki að jafnaði á þessum árum. Þess vegna hefur verið lögð aukin áhersla á að greina aðstæður með víðsýni að leiðarljósi, til þess að geta brugðist rétt og örugglega við hverjum þeim óvenjulegu aðstæðum sem komið gætu upp í framtíðinni. Afleiðingar brota af því tagi sem hér um ræðir geta verið mjög alvarlegar. Í dómi Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans segir: „Brotin leiddu til alvarlegrar röskunar á verðbréfamarkaði með víðtækum afleiðingum fyrir fjármálamarkaðinn hér á landi og allan almenning, en tjónið, sem af þeim hlaust, verður ekki metið til fjár.“ Orkunni er betur varið í að fyrirbyggja að svo alvarleg brot endurtaki sig en að réttlæta viðskiptahætti sem ollu stórkostlegu tjóni.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Tengdar fréttir Að líta í eigin barm Í nýlegu viðtali hvatti forstjóri Kauphallar þá sem hafa verið dæmdir fyrir refsiverð brot vegna verðbréfaviðskipta að líta í eigin barm í stað þess að kenna öðrum um. Svo sannarlega er aldrei of oft lögð áhersla á að hver og einn eigi fyrst að gera kröfur til sjálfs sín áður en hann fer fram með gagnrýni á hendur öðrum. 6. júlí 2016 07:00 Mest lesið Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stöndum við loforðin Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Það þarf að kyngja klúðrinu Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Komin út í skurð Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir skrifar Skoðun Kristni er miklu meira en menningarleg arfleifð Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Í grein sem birtist í Fréttablaðinu 6. júlí sl. (Að líta í eigin barm) gerði Helgi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður að umtalsefni gagnrýni Kauphallarinnar á viðskiptahætti á hlutabréfamarkaði í aðdraganda hrunsins. Finnst honum sem Kauphöllin gagnrýni nú viðskiptahætti sem hún áður viðurkenndi sem góða og gilda. Helgi ræðir markaðsmisnotkunarmál Landsbankans í þessu samhengi en umbjóðandi hans var dæmdur í Hæstarétti í því máli. Helgi líkir eftirliti Kauphallarinnar við flugumferðarstjóra sem setji flugstjórum viðmið um eftir hvaða leiðum þeir megi fljúga. Þannig hafi Kauphöllin auga með verðbréfamiðlurum og setji þeim viðmið um hvað þeim sé heimilt og hvað ekki. Kauphöllin hafi frá stofnun og til haustsins 2008 heimilað að farið væri eftir ákveðnum leiðum. Þessi samlíking er villandi. Það er ekki hlutverk Kauphallarinnar að skoða forsendur tilboða eða viðskipta og veita samþykki fyrir þeim. Samkvæmt reglum Kauphallarinnar er það á ábyrgð miðlara að allar færslur séu í samræmi við lög og reglur. Nærtækara væri að líkja hlutverki Kauphallarinnar við eftirlit lögreglunnar með umferð. Ökumenn fá ekki staðfestingu á því að þeir megi aka á tilteknum hraða heldur er það á þeirra ábyrgð að aka löglega. Lögreglan beitir síðan sínum eftirlitsúrræðum og grípur inn í, verði hún vör við lögbrot. Ökumaður sem er gripinn yfir löglegum hámarkshraða getur ekki borið fyrir sig að hafa alltaf keyrt á þeim hraða og séð aðra gera það líka, án athugasemda frá lögreglunni. Það er líka rangt að sú háttsemi sem dómur Hæstaréttar í umræddu máli nær til hafi verið við lýði allt frá stofnun markaða til haustsins 2008. Afar skýr skil verða í nóvember 2007. Frá þeim tíma og fram að falli Landsbankans voru kaup hans langt umfram sölu í pöruðum viðskiptum (rafræn pörun kaup- og sölutilboða) eða samtals um 47,2% af allri veltu í slíkum viðskiptum. Fram að þeim tíma voru kaup Landsbankans „oft lítil […] miðað við það sem síðar varð“, eins og segir í dóminum.[1] Af grein Helga má ráða að í gögnum markaðsmisnotkunarmáls Landsbankans hafi komið fram að starfsmenn Kauphallarinnar hefðu talið aðkomu bankanna að viðskiptum með eigin bréf mikilvæga forsendu fyrir því að hér gæti þrifist hlutabréfamarkaður. Starfsfólk Kauphallarinnar hefur aldrei haldið slíku fram.[1] Þessa þróun má sjá myndrænt á mynd 30 í 4. hefti skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengda atburði.Alrangt Helgi fullyrðir jafnframt að Kauphöllin hafi í bréfi til Fjármálaeftirlitsins á árinu 2011 ekki talið ástæðu til að gera athugasemdir við þátt eigin viðskipta bankans. Þetta er alrangt. Í bréfinu taldi Kauphöllin þvert á móti viðskiptahættina stangast á við lög enda var það hún sem uppgötvaði málið og kom því til Fjármálaeftirlitsins. Útskýrir Kauphöllin ítarlega hvers vegna viðskiptahættir eigin viðskipta Landsbankans voru henni huldir svona lengi. Við greiningu á viðskiptum bankanna haustið 2008 blasti ekki við að Landsbankinn hefði verið umfangsmikill kaupandi eigin hlutabréfa í pöruðum viðskiptum. Önnur viðskipti bankans skekktu myndina og leggja þurfti í nokkra greiningu áður en málavextir tóku að skýrast. Niðurstaðan var alvarlegri en nokkurn hafði grunað. Helgi gefur í skyn að viðskipti Landsbankans hafi verið í samræmi við almenna framkvæmd innan Evrópu og að markmiðið hafi verið að tryggja „hnökralausa verðmyndun“. Þetta er einnig rangt. Ekkert bendir til þess að viðskipti Landsbankans hafi verið í samræmi við almenna markaðsframkvæmd í Evrópu. Kauphöllin hefur haldið kynningu á kaupum bankanna á eigin hlutabréfum fyrir lykilstarfsmenn eftirlitseininga stærstu kauphalla í heimi ásamt opinberum eftirlitsaðilum. Var samdóma álit áheyrenda að umræddir viðskiptahættir fælu í sér skýrar vísbendingar um markaðsmisnotkun. Þá ætti aðili sem hyggst tryggja hnökralausa verðmyndun og sjá til þess að fjárfestar geti á hverjum tíma keypt og selt bréf að haga tilboðum sínum þannig að hann hafi sem minnst áhrif á verð. Fjarstæðukennt er að halda því fram að Landsbankinn hafi hegðað sér þannig, enda var hann umfangsmesti kaupandi eigin hlutabréfa í tilboðabók Kauphallarinnar í marga mánuði en seldi nánast aldrei. Ef skráð félag hyggst kaupa til baka eigin bréf á markaði getur það fylgt endurkaupaáætlun. Eiga þá ákvæði verðbréfaviðskiptalaga um markaðsmisnotkun ekki við að því gefnu að endurkaupaáætlunin uppfylli ströng skilyrði um framkvæmd viðskiptanna, svo sem um hámarksverð, magn og upplýsingagjöf. Ekkert af þessu átti við um viðskipti Landsbankans. Í lok greinarinnar nefnir Helgi að e.t.v. ætti Kauphöllin að líta í eigin barm í stað þess að beina sjónum sínum að þeim sem dæmdir hafa verið fyrir refsiverða háttsemi á verðbréfamarkaði.Fagnar ábendingum Kauphöllin fagnar ábendingum sem styrkja starfshætti hennar og efla verðbréfamarkaðinn. Kauphöllin sá fullt tilefni til að líta í eigin barm og hefur hún dregið lærdóm af þeim málum sem upp komu. Gerðar hafa verið breytingar á skipulagi, innri verkferlum og eftirlitshugbúnaði svo mögulegt sé að uppgötva slík mál fyrr eða jafnvel fyrirbyggja þau. Samstarf við Fjármálaeftirlitið hefur einnig verið eflt. Þessi mál voru óvenjuleg og kölluðu á afar sértæka greiningu, sem eftirlitsaðilar á verðbréfamörkuðum framkvæmdu ekki að jafnaði á þessum árum. Þess vegna hefur verið lögð aukin áhersla á að greina aðstæður með víðsýni að leiðarljósi, til þess að geta brugðist rétt og örugglega við hverjum þeim óvenjulegu aðstæðum sem komið gætu upp í framtíðinni. Afleiðingar brota af því tagi sem hér um ræðir geta verið mjög alvarlegar. Í dómi Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans segir: „Brotin leiddu til alvarlegrar röskunar á verðbréfamarkaði með víðtækum afleiðingum fyrir fjármálamarkaðinn hér á landi og allan almenning, en tjónið, sem af þeim hlaust, verður ekki metið til fjár.“ Orkunni er betur varið í að fyrirbyggja að svo alvarleg brot endurtaki sig en að réttlæta viðskiptahætti sem ollu stórkostlegu tjóni.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Að líta í eigin barm Í nýlegu viðtali hvatti forstjóri Kauphallar þá sem hafa verið dæmdir fyrir refsiverð brot vegna verðbréfaviðskipta að líta í eigin barm í stað þess að kenna öðrum um. Svo sannarlega er aldrei of oft lögð áhersla á að hver og einn eigi fyrst að gera kröfur til sjálfs sín áður en hann fer fram með gagnrýni á hendur öðrum. 6. júlí 2016 07:00
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun