Skoðun

Leiðinlegasti pabbi í heimi

Birgir Örn Guðjónsson skrifar
Dóttir mín er 10 ára. Hún fær ekki að vera á samfélagsmiðlum eins og Snapchat, Facebook eða Instagram. Henni finnst það geðveikt fáránlegt. „Allar vinkonurnar“ hennar eru nefnilega með þetta. Ég er samt ekki að reyna að vera leiðinlegur sko. Ég vil bara leyfa henni að vera krakki aðeins lengur. Allavega gera mitt besta til þess.

Ég vil leyfa henni að læra samskipti við allskonar andlit áður en skjárinn aðskilur þau. Ég vil leyfa henni að lifa í núinu og dást af hlutum með eigin augum í stað þess að fyllast öskrandi þrá fyrir að láta aðra sjá hvað hún er að sjá eða hvar hún er stödd. Ég vil að hún móti sinn eigin karakter í stað þess að kópera Snapp stjörnur og Instagram módel. Nóg er nú um áreitið samt sem áður. Svo ekki sé talað um auglýsingarnar. Snapchat er einn stærsti auglýsingamiðillinn í dag. Vissir þú það? 

Það getur samt verið erfitt að útskýra þetta fyrir tíu ára stelpu sem er alveg að verða sextán. Það er samt auðvelt að segja henni að reglur samfélagsmiðla eins og Facebook, Instagram og Snapchat banna börnum yngri en 13 að skrá sig þar inn. Hún getur ekkert sagt við því. Það er ekki mitt mál þótt aðrir virði ekki þær reglur. Það væri samt vissulega auðveldara ef fleiri gerðu það. Þá væru færri „allir“ með þetta. Börnin missa ekki af neinu með því að bíða aðeins en þau gætu misst af mjög miklu með því að bíða ekki. Leyfum börnunum að bíða aðeins lengur. Þau eiga það skilið.

 




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×