Til varnar fulltrúalýðræðinu Ingimundur Gíslason skrifar 9. september 2016 07:00 Winston Churchill mun einhvern tíma hafa sagt að fulltrúalýðræði væri afleitt fyrirkomulag en hann vissi ekki af neinu öðru skárra. Austurríski heimspekingurinn Karl Popper sagði að fulltrúalýðræðið væri fyrst og fremst til þess að kjósendur gætu losað sig við afleita stjórnendur á nokkurra ára fresti. Hann vildi meina að við gengjum ekki að kjörborðinu til að velja ákveðna fulltrúa til að framfylgja okkar stefnumálum nema að litlu leyti. Jafn atkvæðisréttur er forsenda þess að fulltrúalýðræði virki á sem bestan máta. Það þrífst best í opnu samfélagi innan um sjálfstæða dómstóla, frjáls félagasamtök, frjálst atvinnulíf, skoðanafrelsi og allt það sem einkennir vestræn lýðræðissamfélög. Við sjáum einnig hvernig fulltrúalýðræði hefur orðið til þar sem einræðisstjórnir hafa hrökklast frá völdum eins og gerðist í Grikklandi og Portúgal. Í fulltrúalýðræði er kosið um fólk til starfa. Fulltrúarnir geta oft unnið í ró og næði til að koma hugmyndum og málefnum til framkvæmda. Verði þeim á mistök eða stefna þeirra reynist röng er hægt að losa sig við þá í næstu kosningum. Stundum þurfa fulltrúarnir líka að taka óvinsælar en nauðsynlegar ákvarðanir til dæmis um skattahækkanir. Þeir bera pólitíska ábyrgð og standa eða falla svo með gjörðum sínum. Deilur á þingi eru algengar og alls ekki til óþurftar ef þeim er haldið innan marka leikreglna sem gilda hverju sinni. Deilur eru bara ein birtingarmynd lýðræðis. Það er engin tilviljun að lífskjör fólks eru best í þeim löndum þar sem fulltrúalýðræði er virkt. Önnur mynd lýðræðis er svokallað beint lýðræði eða þjóðaratkvæðagreiðsla um ákveðnar hugmyndir og málefni. Þá er ekki verið að kjósa fólk í valdastöður og því ekki hægt að skipta um áhöfn eftir vissan tíma þegar í ljós kemur að málefnin hafa reynst slæm eða til tjóns. Í kosningum í lýðræðisríki og þá einkum í þjóðaratkvæðagreiðslum fellur fólk stundum fyrir lygum og hræðsluáróðri. Nútíma samskiptamiðlar auðvelda útbreiðslu áróðurs og skoðanaskipta á leifturhraða. Óráðsæsing fjöldans og lýðskrum getur haft hörmulegar afleiðingar í för með sér og jafnvel leitt til einræðisstjórnar eins og sagan kennir okkur. Vert er að muna að nasistar með Hitler í fararbroddi komust til valda í Þýskalandi árið 1933 eftir löglegar kosningar til þings. Svo má velta fyrir sér hugtakinu þjóð eins og Guðmundur Andri Thorsson gerir í Fréttablaðinu 15. ágúst síðastliðinn. Stundum vilja kjörnir fulltrúar á þingi blása til þjóðaratkvæðis um erfið umdeild mál þegar þeir hafa gefist upp á að leysa þau eins og til er ætlast með kjöri þeirra til þings. Flugvallarmálið svokallaða er þannig mál sem þingmenn hafa guggnað á að leysa.Þjóðaratkvæðagreiðsla Beint lýðræði eða bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla á stundum rétt á sér. Við sérstakar aðstæður og ef um er að ræða vel afmörkuð grundvallaratriði getur þannig fyrirkomulag vel komið til greina. Þá verður að sjá til þess að ákvörðunin um þjóðaratkvæði sé ekki á valdi eins manns eins og nú er. Ákvörðunin á að vera hjá ákveðnum hluta þjóðarinnar eins og fram kemur hverju sinni með söfnun undirskrifta. Það má svo deila um prósentutölur en aðalatriði er að ná einhverri niðurstöðu þar sem þröskuldurinn er ekki of lágur. Í nýrri stjórnarskrá stjórnlagaráðs er gert ráð fyrir að aðeins 10% kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Winston Churchill mun einhvern tíma hafa sagt að fulltrúalýðræði væri afleitt fyrirkomulag en hann vissi ekki af neinu öðru skárra. Austurríski heimspekingurinn Karl Popper sagði að fulltrúalýðræðið væri fyrst og fremst til þess að kjósendur gætu losað sig við afleita stjórnendur á nokkurra ára fresti. Hann vildi meina að við gengjum ekki að kjörborðinu til að velja ákveðna fulltrúa til að framfylgja okkar stefnumálum nema að litlu leyti. Jafn atkvæðisréttur er forsenda þess að fulltrúalýðræði virki á sem bestan máta. Það þrífst best í opnu samfélagi innan um sjálfstæða dómstóla, frjáls félagasamtök, frjálst atvinnulíf, skoðanafrelsi og allt það sem einkennir vestræn lýðræðissamfélög. Við sjáum einnig hvernig fulltrúalýðræði hefur orðið til þar sem einræðisstjórnir hafa hrökklast frá völdum eins og gerðist í Grikklandi og Portúgal. Í fulltrúalýðræði er kosið um fólk til starfa. Fulltrúarnir geta oft unnið í ró og næði til að koma hugmyndum og málefnum til framkvæmda. Verði þeim á mistök eða stefna þeirra reynist röng er hægt að losa sig við þá í næstu kosningum. Stundum þurfa fulltrúarnir líka að taka óvinsælar en nauðsynlegar ákvarðanir til dæmis um skattahækkanir. Þeir bera pólitíska ábyrgð og standa eða falla svo með gjörðum sínum. Deilur á þingi eru algengar og alls ekki til óþurftar ef þeim er haldið innan marka leikreglna sem gilda hverju sinni. Deilur eru bara ein birtingarmynd lýðræðis. Það er engin tilviljun að lífskjör fólks eru best í þeim löndum þar sem fulltrúalýðræði er virkt. Önnur mynd lýðræðis er svokallað beint lýðræði eða þjóðaratkvæðagreiðsla um ákveðnar hugmyndir og málefni. Þá er ekki verið að kjósa fólk í valdastöður og því ekki hægt að skipta um áhöfn eftir vissan tíma þegar í ljós kemur að málefnin hafa reynst slæm eða til tjóns. Í kosningum í lýðræðisríki og þá einkum í þjóðaratkvæðagreiðslum fellur fólk stundum fyrir lygum og hræðsluáróðri. Nútíma samskiptamiðlar auðvelda útbreiðslu áróðurs og skoðanaskipta á leifturhraða. Óráðsæsing fjöldans og lýðskrum getur haft hörmulegar afleiðingar í för með sér og jafnvel leitt til einræðisstjórnar eins og sagan kennir okkur. Vert er að muna að nasistar með Hitler í fararbroddi komust til valda í Þýskalandi árið 1933 eftir löglegar kosningar til þings. Svo má velta fyrir sér hugtakinu þjóð eins og Guðmundur Andri Thorsson gerir í Fréttablaðinu 15. ágúst síðastliðinn. Stundum vilja kjörnir fulltrúar á þingi blása til þjóðaratkvæðis um erfið umdeild mál þegar þeir hafa gefist upp á að leysa þau eins og til er ætlast með kjöri þeirra til þings. Flugvallarmálið svokallaða er þannig mál sem þingmenn hafa guggnað á að leysa.Þjóðaratkvæðagreiðsla Beint lýðræði eða bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla á stundum rétt á sér. Við sérstakar aðstæður og ef um er að ræða vel afmörkuð grundvallaratriði getur þannig fyrirkomulag vel komið til greina. Þá verður að sjá til þess að ákvörðunin um þjóðaratkvæði sé ekki á valdi eins manns eins og nú er. Ákvörðunin á að vera hjá ákveðnum hluta þjóðarinnar eins og fram kemur hverju sinni með söfnun undirskrifta. Það má svo deila um prósentutölur en aðalatriði er að ná einhverri niðurstöðu þar sem þröskuldurinn er ekki of lágur. Í nýrri stjórnarskrá stjórnlagaráðs er gert ráð fyrir að aðeins 10% kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar