Meiri menningu … og meira pönk! Arnar Eggert Thoroddsen skrifar 8. september 2016 07:00 Það var fróðlegt að sitja Fund fólksins þar sem ég tók þátt í pallborðsumræðum um listir og fjölmiðlaumfjöllun. Mættir voru, ásamt mér, málsmetandi menn frá miðlunum, rit- og dagskrárstjórar menningarlegrar umfjöllunar og einnig fulltrúar frá nokkrum af aðildarfélögum BÍL, Bandalags íslenskra listamanna. Leiðarstefið varð dálítið á þá lund að það væri tilfinnanlegur skortur á gagnrýni og vandaðri umfjöllun um listir og menningu í íslenskum miðlum, sjónarmið sem ég get persónulega tekið heilshugar undir. Ég hef starfað við menningarblaðamennsku í bráðum tuttugu ár og það er svo einkennilegt að staðan í dag, heilt yfir, er um margt lakari en fyrir ca. fimmtán árum. Þrátt fyrir meiri möguleika (netið t.d.) á því að bregðast hratt og skjótt við menningarviðburðum virðist hreinlega skorta áhuga á því að setja fé í þessa starfsemi, sem er því miður upphaf og endir alls í svona löguðu. Fjármagnið, og hvert það fer, ræður. En svartagallsraus var þetta alls ekki. Það var t.d. gaman að heyra frá fulltrúum Ríkissjónvarpsins sem eru í sókn hvað þessi mál varðar, þróun á vefviðmóti og almenn framleiðsla í góðum gír, meira og minna. Komnir í stellingar Mín reynsla er dálítið sérstök. Ég hef fyrst og síðast sinnt gagnrýni á dægurtónlist og man ég tímana tvenna að því leytinu til. Er ég hóf störf á Morgunblaðinu dældum við út gagn- og djúprýni á þann geira og menningar- og listaumfjöllun var til mikillar fyrirmyndar. Síðustu árin hef ég hins vegar furðað mig á því, svo ég fókuseri á þennan eina þátt, hversu lítil nýliðunin í rauninni er í menningarpennaflórunni. Við sem þjóð stærum okkur af allri þessari stórkostlegu dægurtónlist sem ber hróður landsins um allar koppagrundir en á sama tíma vantar tilfinnanlega umfjöllun um fyrirbærið. Of oft er keyrt á köldum fréttatilkynningum; mat, rýni og pælingar – allt er þetta í of litlum mæli. Sífrið um fámennið er þreytandi. Ég trúi því einlæglega að hægt sé að keyra þokkalega menningarumfjöllun og vel það hérlendis og það var þægilegt að heyra að sumir eru komnir í stellingar og ætla að nýta til fulls þann miðil sem er orðinn miðlægur í lífi okkar allra, þ.e. netið. Og þar ætti öll menning að sprikla saman í dáindisgír; veri það rokk, sígild tónlist, arkitektúr, myndasögur, bókmenntir eða veggjakrot. Sjá t.d. snilldarlega vefi BBC og Guardian. Við miðum okkur að sjálfsögðu bara við þá bestu á þessu „stórasta“ landi í heimi! Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Eggert Thoroddsen Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Það var fróðlegt að sitja Fund fólksins þar sem ég tók þátt í pallborðsumræðum um listir og fjölmiðlaumfjöllun. Mættir voru, ásamt mér, málsmetandi menn frá miðlunum, rit- og dagskrárstjórar menningarlegrar umfjöllunar og einnig fulltrúar frá nokkrum af aðildarfélögum BÍL, Bandalags íslenskra listamanna. Leiðarstefið varð dálítið á þá lund að það væri tilfinnanlegur skortur á gagnrýni og vandaðri umfjöllun um listir og menningu í íslenskum miðlum, sjónarmið sem ég get persónulega tekið heilshugar undir. Ég hef starfað við menningarblaðamennsku í bráðum tuttugu ár og það er svo einkennilegt að staðan í dag, heilt yfir, er um margt lakari en fyrir ca. fimmtán árum. Þrátt fyrir meiri möguleika (netið t.d.) á því að bregðast hratt og skjótt við menningarviðburðum virðist hreinlega skorta áhuga á því að setja fé í þessa starfsemi, sem er því miður upphaf og endir alls í svona löguðu. Fjármagnið, og hvert það fer, ræður. En svartagallsraus var þetta alls ekki. Það var t.d. gaman að heyra frá fulltrúum Ríkissjónvarpsins sem eru í sókn hvað þessi mál varðar, þróun á vefviðmóti og almenn framleiðsla í góðum gír, meira og minna. Komnir í stellingar Mín reynsla er dálítið sérstök. Ég hef fyrst og síðast sinnt gagnrýni á dægurtónlist og man ég tímana tvenna að því leytinu til. Er ég hóf störf á Morgunblaðinu dældum við út gagn- og djúprýni á þann geira og menningar- og listaumfjöllun var til mikillar fyrirmyndar. Síðustu árin hef ég hins vegar furðað mig á því, svo ég fókuseri á þennan eina þátt, hversu lítil nýliðunin í rauninni er í menningarpennaflórunni. Við sem þjóð stærum okkur af allri þessari stórkostlegu dægurtónlist sem ber hróður landsins um allar koppagrundir en á sama tíma vantar tilfinnanlega umfjöllun um fyrirbærið. Of oft er keyrt á köldum fréttatilkynningum; mat, rýni og pælingar – allt er þetta í of litlum mæli. Sífrið um fámennið er þreytandi. Ég trúi því einlæglega að hægt sé að keyra þokkalega menningarumfjöllun og vel það hérlendis og það var þægilegt að heyra að sumir eru komnir í stellingar og ætla að nýta til fulls þann miðil sem er orðinn miðlægur í lífi okkar allra, þ.e. netið. Og þar ætti öll menning að sprikla saman í dáindisgír; veri það rokk, sígild tónlist, arkitektúr, myndasögur, bókmenntir eða veggjakrot. Sjá t.d. snilldarlega vefi BBC og Guardian. Við miðum okkur að sjálfsögðu bara við þá bestu á þessu „stórasta“ landi í heimi! Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar