Ný og betri Reykjavík Aron Leví Beck skrifar 14. september 2016 11:05 Það virðist vera lenskan í dag að tala alltaf um það sem er neikvætt og vont. Undanfarin misseri hafa spjótin beinst að borgaryfirvöldum vegna t.d. skipulags- og gatnamála. Mér finnst þessi umræða vera á villigötum. Skipulag tekur langan tíma að þróast, sérstaklega í þeim borgum sem verið er að þétta og blanda byggð. Það er flóknara að þétta en að byggja sífellt ný úthverfi. Skoðum þetta aðeins nánar. Mikil uppsveifla var í byggingariðnaði hér rétt fyrir hrun. Þá voru áherslur í skipulagi allt aðrar en þær eru í dag. Á þessum tíma var einmitt farin sú leið að byggja fleiri og fleiri úthverfi. Borgin dreifði sér líkt og eldur í sinu þar til einn daginn, eins og hendi væri veifað varð allt stopp. Reykvíkingar sátu uppi með ofgnótt af ókláruðum byggingum út um alla móa. Næstu árin var útsýnið út um stofugluggan hjá mörgum þeim sem höfðu komið sér tímanlega fyrir í þessum hverfum gráir steypu klumpar og byggingarkranar. Enn þann dag í dag standa mörg þessi hús ókláruð og eða tóm. Þó margir kjósi að búa í úthverfi ætla ég að leyfa mér að tala fyrir mína kynslóð og segja: ungt fólk hefur ekki áhuga á að búa í líflausu úthverfi. Í dag er munurinn á því sem við gerðum þá og við gerum í dag er sá að við hættum að dreyfa okkur. Þó er afar mikilvægt að við klárum þau hverfi sem við byrjuðum á og nýtum það sem til staðar er. Blönduð byggð snýr ekki bara að gömlu hverfunum eða miðborginni heldur reykjavík í heild sinni. Í blandaðari byggð er verið að dreifa störfum og þjónustu á öll hverfin. Það gerir það að verkum að ferðatími t.d. í og úr vinnu styttist. Þar að leiðandi gefst meiri frítími. Burt séð hvort um sé að ræða Grafarholt eða vesturbæ er mikilvægt að byggja í miðborginni sjálfri. Hana þarf að efla og hún á að vera fyrir fólk. Fjölbreytt starfsemi og þjónusta í bland við íbúðir. „Það er alltof mikið af auðu húsnæði í miðborginni“ sagði enginn, aldrei.“ Það er ljóst að stefna aðalskipulagsins um þéttingu byggðar virkar. Samkvæmt nýlegri úttekt á umhverfis og skipulagssviði er um 96% uppbyggingar í borginni um þessar mundir innan núverandi byggðar. Það er því ljóst að fjárfestar hafa lagað sig að stefnu aðalskipulags. Það hefur mikið verið rætt um húsnæðisskort í Reykjavík. Sumir vilja meina að það sé það eina sem byggt er sé annarsvegar gistiheimi og lundabúðir hinsvegar. Þetta eru full hástemmd ummæli að mínu mati. Um þessar mundir er verið að byggja mjög mikið af íbúðum í Reykjavík. Bara við Hverfisgötu og næsta nágrenni rísa á næstunni um 500 íbúðir svo eitthvað sé nefnt. Uppbyggingin fer einkum fram, eins og áætlað var, á aflögðum iðnaðar og atvinnulóðum (Lýsisreitur, hafnarsvæði, Einholt/Þverholt, Hampiðjureitur, og fljótlega Kirkjusandur og Vogabyggð) eða bílastæðaflæmum (Hafnartorg, Ásholt). Miðborgarsvæðið er að teygja sig bæði til austurs og vesturs. Það er ljóst að það er mikill áhugi hjá bæði borgarbúum og fjárfestum. Það sem við getum verið stolt af er að 1) þessi uppbygging er lykill að því að byggja upp vistvæna borgarbyggð 2) samningsmarkmið borgarinnar um félagslega blöndun og eflingu leigumarkaðs er fylgt eftir osfrv. Einnig getum við verið stolt af flestu því sem komið er, Stúdenta og vísindagörðum, þróuninni við höfnina, þróuninni við Hverfisgötu (sem hefur verið í hraðri uppbyggingu) og Hlemm o.s.frv. Það er margt spennandi að gerast, verum þolinmóð, sýnum vaxtaverkjunum skilning og hlökkum til að sjá nýja og betri Reykjavík! Höfundur er byggingafræðingur og meistaranemi í skipulagsfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aron Leví Beck Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það virðist vera lenskan í dag að tala alltaf um það sem er neikvætt og vont. Undanfarin misseri hafa spjótin beinst að borgaryfirvöldum vegna t.d. skipulags- og gatnamála. Mér finnst þessi umræða vera á villigötum. Skipulag tekur langan tíma að þróast, sérstaklega í þeim borgum sem verið er að þétta og blanda byggð. Það er flóknara að þétta en að byggja sífellt ný úthverfi. Skoðum þetta aðeins nánar. Mikil uppsveifla var í byggingariðnaði hér rétt fyrir hrun. Þá voru áherslur í skipulagi allt aðrar en þær eru í dag. Á þessum tíma var einmitt farin sú leið að byggja fleiri og fleiri úthverfi. Borgin dreifði sér líkt og eldur í sinu þar til einn daginn, eins og hendi væri veifað varð allt stopp. Reykvíkingar sátu uppi með ofgnótt af ókláruðum byggingum út um alla móa. Næstu árin var útsýnið út um stofugluggan hjá mörgum þeim sem höfðu komið sér tímanlega fyrir í þessum hverfum gráir steypu klumpar og byggingarkranar. Enn þann dag í dag standa mörg þessi hús ókláruð og eða tóm. Þó margir kjósi að búa í úthverfi ætla ég að leyfa mér að tala fyrir mína kynslóð og segja: ungt fólk hefur ekki áhuga á að búa í líflausu úthverfi. Í dag er munurinn á því sem við gerðum þá og við gerum í dag er sá að við hættum að dreyfa okkur. Þó er afar mikilvægt að við klárum þau hverfi sem við byrjuðum á og nýtum það sem til staðar er. Blönduð byggð snýr ekki bara að gömlu hverfunum eða miðborginni heldur reykjavík í heild sinni. Í blandaðari byggð er verið að dreifa störfum og þjónustu á öll hverfin. Það gerir það að verkum að ferðatími t.d. í og úr vinnu styttist. Þar að leiðandi gefst meiri frítími. Burt séð hvort um sé að ræða Grafarholt eða vesturbæ er mikilvægt að byggja í miðborginni sjálfri. Hana þarf að efla og hún á að vera fyrir fólk. Fjölbreytt starfsemi og þjónusta í bland við íbúðir. „Það er alltof mikið af auðu húsnæði í miðborginni“ sagði enginn, aldrei.“ Það er ljóst að stefna aðalskipulagsins um þéttingu byggðar virkar. Samkvæmt nýlegri úttekt á umhverfis og skipulagssviði er um 96% uppbyggingar í borginni um þessar mundir innan núverandi byggðar. Það er því ljóst að fjárfestar hafa lagað sig að stefnu aðalskipulags. Það hefur mikið verið rætt um húsnæðisskort í Reykjavík. Sumir vilja meina að það sé það eina sem byggt er sé annarsvegar gistiheimi og lundabúðir hinsvegar. Þetta eru full hástemmd ummæli að mínu mati. Um þessar mundir er verið að byggja mjög mikið af íbúðum í Reykjavík. Bara við Hverfisgötu og næsta nágrenni rísa á næstunni um 500 íbúðir svo eitthvað sé nefnt. Uppbyggingin fer einkum fram, eins og áætlað var, á aflögðum iðnaðar og atvinnulóðum (Lýsisreitur, hafnarsvæði, Einholt/Þverholt, Hampiðjureitur, og fljótlega Kirkjusandur og Vogabyggð) eða bílastæðaflæmum (Hafnartorg, Ásholt). Miðborgarsvæðið er að teygja sig bæði til austurs og vesturs. Það er ljóst að það er mikill áhugi hjá bæði borgarbúum og fjárfestum. Það sem við getum verið stolt af er að 1) þessi uppbygging er lykill að því að byggja upp vistvæna borgarbyggð 2) samningsmarkmið borgarinnar um félagslega blöndun og eflingu leigumarkaðs er fylgt eftir osfrv. Einnig getum við verið stolt af flestu því sem komið er, Stúdenta og vísindagörðum, þróuninni við höfnina, þróuninni við Hverfisgötu (sem hefur verið í hraðri uppbyggingu) og Hlemm o.s.frv. Það er margt spennandi að gerast, verum þolinmóð, sýnum vaxtaverkjunum skilning og hlökkum til að sjá nýja og betri Reykjavík! Höfundur er byggingafræðingur og meistaranemi í skipulagsfræði.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun