Hæstvirtur lesandi/hæstvirtir almannahagsmunir Eva Einarsdóttir skrifar 28. september 2016 17:00 Fyrirsögnin er kannski heldur hátíðleg, en mér finnst hún viðeigandi í aðdraganda kosninga. Sérstaklega á meðan þingmenn kalla hverja aðra hæstvirta og háttvirta, sem mér finnst satt að segja gamaldags og hégómalegt. Á þingi er þessi kveðja líka oft harla merkingarlaus því ávarpinu fylgja oft árásir og skítkast. Slíkt er fjarri þeirri pólitík og þeim samskiptum sem ég vil stunda. Ég álpaðist óvænt inn í stjórnmál árið 2010 og varð eiginlega óvart borgarfulltrúi Besta flokksins. Við tók einn erfiðasti tími í mínu lífi, enda verkefnin oft ansi snúin. Ég tók starfið mjög alvarlega og er því meðvituð um ábyrgðina sem því fylgir. Það var stutt liðið frá hruni og margskonar pólitísku klandri í borginni, en næstu fjögur ár voru líka gefandi og skemmtileg. Ég er stolt af því sem okkur, í Besta flokknum og svo seinna Bjartri framtíð, hefur tekist að koma áleiðis. Flest verkefni sem tekin eru fyrir á Alþingi eru vandasöm. Þannig finnst mér að eigi að nálgast þau því þau snúast um nútíð og framtíð lands og þjóðar. Þeim á ekki að taka af neinni léttúð. Vandvirkni og virðing eru lykilorð í þessu sambandi. Þess vegna er mikilvægt að á Alþingi starfi gott fólk sem virkilega hefur hag allra landsmanna að leiðarljósi. Alltaf. Ekki bara í ræðum á hátíðarstundum eða fyrir kosningar. Ef við stöndum saman og hjálpumst að, komast sérhagsmunir ekki fyrir og almannahagsmunir fara að ráða för alltaf þegar ákvarðanir eru teknar. Það eru hagsmunirnir sem eiga að vera hæst virtir. Ég viðurkenni að stundum finnst mér flókið að setja mig inn í ýmis mál sem tekist er á um, s.s. skuldaleiðréttingu, nýtt námslánakerfi og búvörusamninga. En fyrir mér er lykilatriði að takast á við þessi viðfangsefni af heiðarleika, sanngirni og ávallt með almannahagsmuni í huga. Það finnst mér ekki flókið. Alþingismenn eiga að vera í þjónustuhlutverki. Björt framtíð hefur sannað að hún er stjórntækur flokkur, að okkur er treystandi til mikilvægra verka. Þrátt fyrir ungan aldur er Björt framtíð með sex kjörna fulltrúa á þingi og kjörna fulltrúa í sjö sveitarfélögum. Þar af er Björt framtíð í meirihluta í fjórum sveitarstjórnum. Við eigum erindi inn á þing. Það vakti athygli þegar Björt framtíð greiddi atkvæði gegn búvörusamningi á Alþingi nýverið. Samningurinn sem gerður var án viðunandi samráðs við hagsmunaaðila og eru hvorki neytendum né bændum til heilla. Og hvaða orð kemur upp í hugann? Jú, almannahagsmunir hæstvirtir. Aðeins um 16% landsmanna eru fylgjandi búvörusamningum samkvæmt nýrri könnun. Samningum sem Björt framtíð greiddi atkvæði gegn á þingi, einn flokka. Björt framtíð kaus líka gegn skuldaleiðréttingunni. Hvers vegna? Jú aftur, almannahagsmunir. Við teljum að sú hugmynd og það fjármagn, 80 milljarðar, hafi ekki verið hugsuð með hag almennings að leiðarljósi og þessu fjármagni hefði verið betur varið í að styrkja til dæmis innviði sveltra velferðar- og menntakerfa, styrkja hagsmuni öryrkja, fatlað fólks og til að lengja fæðingarorlof og hækka fæðingarorlofsgreiðslur svo eitthvað sé nefnt. Hæstvirtur kjósandi, mig langar að vinna fyrir þig ásamt félögum mínum í Bjartri framtíð og lofa að við munum áfram greiða atkvæði gegn sérhagsmunum, með almannahagsmunum. Við ætlum ekki að gefa afslátt af neinu sem varðar hag almennings. X-A ef þú vilt breytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin er kannski heldur hátíðleg, en mér finnst hún viðeigandi í aðdraganda kosninga. Sérstaklega á meðan þingmenn kalla hverja aðra hæstvirta og háttvirta, sem mér finnst satt að segja gamaldags og hégómalegt. Á þingi er þessi kveðja líka oft harla merkingarlaus því ávarpinu fylgja oft árásir og skítkast. Slíkt er fjarri þeirri pólitík og þeim samskiptum sem ég vil stunda. Ég álpaðist óvænt inn í stjórnmál árið 2010 og varð eiginlega óvart borgarfulltrúi Besta flokksins. Við tók einn erfiðasti tími í mínu lífi, enda verkefnin oft ansi snúin. Ég tók starfið mjög alvarlega og er því meðvituð um ábyrgðina sem því fylgir. Það var stutt liðið frá hruni og margskonar pólitísku klandri í borginni, en næstu fjögur ár voru líka gefandi og skemmtileg. Ég er stolt af því sem okkur, í Besta flokknum og svo seinna Bjartri framtíð, hefur tekist að koma áleiðis. Flest verkefni sem tekin eru fyrir á Alþingi eru vandasöm. Þannig finnst mér að eigi að nálgast þau því þau snúast um nútíð og framtíð lands og þjóðar. Þeim á ekki að taka af neinni léttúð. Vandvirkni og virðing eru lykilorð í þessu sambandi. Þess vegna er mikilvægt að á Alþingi starfi gott fólk sem virkilega hefur hag allra landsmanna að leiðarljósi. Alltaf. Ekki bara í ræðum á hátíðarstundum eða fyrir kosningar. Ef við stöndum saman og hjálpumst að, komast sérhagsmunir ekki fyrir og almannahagsmunir fara að ráða för alltaf þegar ákvarðanir eru teknar. Það eru hagsmunirnir sem eiga að vera hæst virtir. Ég viðurkenni að stundum finnst mér flókið að setja mig inn í ýmis mál sem tekist er á um, s.s. skuldaleiðréttingu, nýtt námslánakerfi og búvörusamninga. En fyrir mér er lykilatriði að takast á við þessi viðfangsefni af heiðarleika, sanngirni og ávallt með almannahagsmuni í huga. Það finnst mér ekki flókið. Alþingismenn eiga að vera í þjónustuhlutverki. Björt framtíð hefur sannað að hún er stjórntækur flokkur, að okkur er treystandi til mikilvægra verka. Þrátt fyrir ungan aldur er Björt framtíð með sex kjörna fulltrúa á þingi og kjörna fulltrúa í sjö sveitarfélögum. Þar af er Björt framtíð í meirihluta í fjórum sveitarstjórnum. Við eigum erindi inn á þing. Það vakti athygli þegar Björt framtíð greiddi atkvæði gegn búvörusamningi á Alþingi nýverið. Samningurinn sem gerður var án viðunandi samráðs við hagsmunaaðila og eru hvorki neytendum né bændum til heilla. Og hvaða orð kemur upp í hugann? Jú, almannahagsmunir hæstvirtir. Aðeins um 16% landsmanna eru fylgjandi búvörusamningum samkvæmt nýrri könnun. Samningum sem Björt framtíð greiddi atkvæði gegn á þingi, einn flokka. Björt framtíð kaus líka gegn skuldaleiðréttingunni. Hvers vegna? Jú aftur, almannahagsmunir. Við teljum að sú hugmynd og það fjármagn, 80 milljarðar, hafi ekki verið hugsuð með hag almennings að leiðarljósi og þessu fjármagni hefði verið betur varið í að styrkja til dæmis innviði sveltra velferðar- og menntakerfa, styrkja hagsmuni öryrkja, fatlað fólks og til að lengja fæðingarorlof og hækka fæðingarorlofsgreiðslur svo eitthvað sé nefnt. Hæstvirtur kjósandi, mig langar að vinna fyrir þig ásamt félögum mínum í Bjartri framtíð og lofa að við munum áfram greiða atkvæði gegn sérhagsmunum, með almannahagsmunum. Við ætlum ekki að gefa afslátt af neinu sem varðar hag almennings. X-A ef þú vilt breytingar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar