Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck skrifar 21. september 2016 08:26 Umræðan um jafnt kynjahlutfall í starfsgreinum hefur farið vaxandi undanfarin ár og því ber að fagna. Íslendingar hafa náð góðum árangri í þessum efnum þó enn sé langt í land. Mér finnst mikilvægt að allir fái sömu tækifæri til þess að mennta sig og að fólk geti starfað við það sem það hefur áhuga á. Þannig fáum við sem mest út úr hverjum og einum og byggjum þar af leiðandi upp gott samfélag. Mikil bylting hefur orðið á atvinnumarkaði, karlar fara í „konustörf“ og konur fara í „karlastörf“. Ein af þeim stéttum sem lítið hefur breyst í áraraðir hvað þessi mál varða er byggingariðnaðurinn. Í dag er byggingariðnaðurinn skipaður nær eingöngu körlum. Sumir myndu segja að kvenfólk ætti ekki heima í þessum greinum. Ástæðan sem sumir gefa er að þetta starf sé einfaldlega of mikil erfiðisvinna. Þessu er ég aftur á móti ósammála. Sjálfur hef ég starfað í byggingariðnaði og séð marga karla sem hafa nákvæmlega enga líkamlega yfirburði yfir margar konur. Fólk er misjafnt og finnst mér þetta vera mikil einföldun á málinu. Hins vegar gæti ég trúað því að konur hafi einfaldlega ekki áhuga á því að sinna þessum störfum. Ein möguleg ástæða þess gæti verið sú að þær geri ráð fyrir því að verða fyrir fordómum innan þessara stétta. Gamlir karlar með neftóbak í kaffiskúrum að skammast út í allt og alla hljómar ekkert svakalega vel. Hugsanlega er hægt að finna ástæðuna í samfélagsbyggingunni sjálfri. Að þrátt fyrir þessar miklu breytingar þá séum við enn föst í þessu gamla móti kynjahlutverka. Gamlar staðalímyndir verða að fjúka Í byggingariðnaði er aragrúi af ótrúlega kláru og flottu fólki sem hefur áhuga og metnað fyrir því sem það gerir. Byggingariðnaðurinn hefur gott af því að fá fleiri konur inn. Það myndi gefa þessum störfum ferskan blæ sem ég held að sé nauðsynlegur fyrir þessar greinar. Þetta eru fjölbreytt, vel launuð og skemmtileg störf, þar sem verkvit og þekking blandast saman. Ég hvet konur til þess að kynna sér þennan starfsvettvang fyrir alvöru. Á sama tíma hvet ég iðnaðarmenn að taka þeim konum fagnandi sem munu slást í för við að viðhalda og byggja upp mannvirki okkar Íslendinga. Höfundur hefur handlangað í múrverki og er lærður málari og byggingafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aron Leví Beck Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um jafnt kynjahlutfall í starfsgreinum hefur farið vaxandi undanfarin ár og því ber að fagna. Íslendingar hafa náð góðum árangri í þessum efnum þó enn sé langt í land. Mér finnst mikilvægt að allir fái sömu tækifæri til þess að mennta sig og að fólk geti starfað við það sem það hefur áhuga á. Þannig fáum við sem mest út úr hverjum og einum og byggjum þar af leiðandi upp gott samfélag. Mikil bylting hefur orðið á atvinnumarkaði, karlar fara í „konustörf“ og konur fara í „karlastörf“. Ein af þeim stéttum sem lítið hefur breyst í áraraðir hvað þessi mál varða er byggingariðnaðurinn. Í dag er byggingariðnaðurinn skipaður nær eingöngu körlum. Sumir myndu segja að kvenfólk ætti ekki heima í þessum greinum. Ástæðan sem sumir gefa er að þetta starf sé einfaldlega of mikil erfiðisvinna. Þessu er ég aftur á móti ósammála. Sjálfur hef ég starfað í byggingariðnaði og séð marga karla sem hafa nákvæmlega enga líkamlega yfirburði yfir margar konur. Fólk er misjafnt og finnst mér þetta vera mikil einföldun á málinu. Hins vegar gæti ég trúað því að konur hafi einfaldlega ekki áhuga á því að sinna þessum störfum. Ein möguleg ástæða þess gæti verið sú að þær geri ráð fyrir því að verða fyrir fordómum innan þessara stétta. Gamlir karlar með neftóbak í kaffiskúrum að skammast út í allt og alla hljómar ekkert svakalega vel. Hugsanlega er hægt að finna ástæðuna í samfélagsbyggingunni sjálfri. Að þrátt fyrir þessar miklu breytingar þá séum við enn föst í þessu gamla móti kynjahlutverka. Gamlar staðalímyndir verða að fjúka Í byggingariðnaði er aragrúi af ótrúlega kláru og flottu fólki sem hefur áhuga og metnað fyrir því sem það gerir. Byggingariðnaðurinn hefur gott af því að fá fleiri konur inn. Það myndi gefa þessum störfum ferskan blæ sem ég held að sé nauðsynlegur fyrir þessar greinar. Þetta eru fjölbreytt, vel launuð og skemmtileg störf, þar sem verkvit og þekking blandast saman. Ég hvet konur til þess að kynna sér þennan starfsvettvang fyrir alvöru. Á sama tíma hvet ég iðnaðarmenn að taka þeim konum fagnandi sem munu slást í för við að viðhalda og byggja upp mannvirki okkar Íslendinga. Höfundur hefur handlangað í múrverki og er lærður málari og byggingafræðingur.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun