Kjóstu bara eins og pabbi Marinó Örn Ólafsson skrifar 7. október 2016 16:26 Því hefur lengi verið haldið fram að ungt fólk hafi ekki áhuga á stjórnmálum. Ungt fólk mætir verr á kjörstað en aðrir aldurshópar og virðist oft láta sér málefni líðandi stundar lítið varða. Þessar aðstæður skapa vítahring. Ungt fólk tekur ekki þátt í stjórn landsins eins og aðrir þjóðfélagshópar og hefur þar af leiðandi ekki fulltrúa á þingi eða innan hagsmunasamtaka. Við unga fólkið tökum ekki þátt í lýðræðinu. Þetta sést vel þegar horft er á stöðuna í dag. Húsnæðismarkaðurinn er handónýtur og ungt fólk sér ekki fram á það að eignast nokkurn tímann húsnæði, og ekki er vænlegra að leigja. Það stendur til að skerða jöfnunarhlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna og íslenskir framhaldsskólar berjast í bökkum við að greiða fyrir rafmagn og hita. Við þetta bætast skert framlög til háskólanna á síðustu árum og margt fleira, sem núverandi ríkisstjórn ætlar að sjálfsögðu að bæta úr — strax eftir kosningar. Nýlegar fréttir um minnkandi kaupmátt ungmenna á síðustu áratugum eru enn eitt áhyggjuefnið. Kaupmáttur sextán til nítján ára einstaklinga hefur dregist saman á síðustu áratugum og kaupmáttur næsta aldurshóps fyrir ofan hlutfallslega lítið aukist miðað við hina eldri, sem hafa upplifað mikla kaupmáttaraukningu. Ungt fólk situr á hakanum og það á sér óvini á ólíklegustu stöðum. Sjálf verkalýðshreyfingin samþykkti í sínum nýjustu kjarasamningum að skerða kjör ungmenna. Átján og nítján ára einstaklingar eru, samkvæmt kjarasamningum, á 95% launum annarra fullorðinna einstaklinga. Þeim er því einfaldlega mismunað innan ramma laganna vegna aldurs. Það er ljóst að þörf er á breytingum. Ungt fólk þarf að eiga sína fulltrúa á þingi, og til þess að eiga sína fulltrúa þarf að kjósa þá. Við megum ekki gleyma því að lýðræðið er líka fyrir unga fólkið. Því biðla ég til ungs fólks; ekki bara kjósa eins og foreldrar þínir, kynnum okkur málin, látum í okkur heyra og kjósum okkur fulltrúa sem berjast fyrir okkar hagsmunum. Hagsmunir unga fólksins eru hagsmunir framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Því hefur lengi verið haldið fram að ungt fólk hafi ekki áhuga á stjórnmálum. Ungt fólk mætir verr á kjörstað en aðrir aldurshópar og virðist oft láta sér málefni líðandi stundar lítið varða. Þessar aðstæður skapa vítahring. Ungt fólk tekur ekki þátt í stjórn landsins eins og aðrir þjóðfélagshópar og hefur þar af leiðandi ekki fulltrúa á þingi eða innan hagsmunasamtaka. Við unga fólkið tökum ekki þátt í lýðræðinu. Þetta sést vel þegar horft er á stöðuna í dag. Húsnæðismarkaðurinn er handónýtur og ungt fólk sér ekki fram á það að eignast nokkurn tímann húsnæði, og ekki er vænlegra að leigja. Það stendur til að skerða jöfnunarhlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna og íslenskir framhaldsskólar berjast í bökkum við að greiða fyrir rafmagn og hita. Við þetta bætast skert framlög til háskólanna á síðustu árum og margt fleira, sem núverandi ríkisstjórn ætlar að sjálfsögðu að bæta úr — strax eftir kosningar. Nýlegar fréttir um minnkandi kaupmátt ungmenna á síðustu áratugum eru enn eitt áhyggjuefnið. Kaupmáttur sextán til nítján ára einstaklinga hefur dregist saman á síðustu áratugum og kaupmáttur næsta aldurshóps fyrir ofan hlutfallslega lítið aukist miðað við hina eldri, sem hafa upplifað mikla kaupmáttaraukningu. Ungt fólk situr á hakanum og það á sér óvini á ólíklegustu stöðum. Sjálf verkalýðshreyfingin samþykkti í sínum nýjustu kjarasamningum að skerða kjör ungmenna. Átján og nítján ára einstaklingar eru, samkvæmt kjarasamningum, á 95% launum annarra fullorðinna einstaklinga. Þeim er því einfaldlega mismunað innan ramma laganna vegna aldurs. Það er ljóst að þörf er á breytingum. Ungt fólk þarf að eiga sína fulltrúa á þingi, og til þess að eiga sína fulltrúa þarf að kjósa þá. Við megum ekki gleyma því að lýðræðið er líka fyrir unga fólkið. Því biðla ég til ungs fólks; ekki bara kjósa eins og foreldrar þínir, kynnum okkur málin, látum í okkur heyra og kjósum okkur fulltrúa sem berjast fyrir okkar hagsmunum. Hagsmunir unga fólksins eru hagsmunir framtíðarinnar.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar