Áhyggjufullt ævikvöld Preben Jón Pétursson skrifar 5. október 2016 14:46 Þeir sem síst skyldu, hluti eldri borgara sem nálgast starfslok, er einn þeirra hópa samfélagsins sem kvíðir komandi degi vegna krappra kjara og óboðlegra eftirlauna. Í stað þess að eldri borgurum sé boðið efnahagslega áhyggjulaust ævikvöld eru margir beinlínis óttaslegnir yfir eigin starfslokum, sem ættu að vera ánægjuleg tímamót í heilbrigðu samfélagi. Það er þyngra en tárum taki að þessi skuli vera orðin örlög hópsins sem stritaði baki brotnu við að skapa allsnægtir fyrir okkur hin; hópurinn sem breytti Íslandi úr bjargráðasamfélagi í velferðarsamfélag, a.m.k. um tíma.Þúsundir búa við fátækt Samkvæmt upplýsingum frá Öldrunarráði búa um 1.400 eldri borgarar við fátækt í Reykjavík. Leiða má líkum að því að hópurinn telji um 3.000 á landsvísu. Ekki er ólíklegt að langvarandi þunglyndi og kvíði hrjái þennan hóp. Margir hafa eflaust þurft að hafa fyrir sínu og lifað af smánarlega lágum atvinnutekjum. Þegar áhyggjum af brauðstritinu ætti að ljúka með töku eftirlauna blasir hins vegar svartnættið við sumum. Það segir sig sjálft að fólk með 300.000 króna mánaðartekjur eða lægri laun hefur þurft að skrimta án þess að hafa haft tækifæri til að leggja fyrir. Láglaunafólk á ekki stærri lífeyrissjóð en svo að skotsilfur hljóti enn að dragast saman við starfslok. Hver erum við sem þjóð að láta slíkan órétt viðgangast?Allir fái jafnháar greiðslur Hinn napra veruleika mætti uppræta með því að mótframlag frá atvinnurekanda í lífeyrissjóð færi í sameiginlegan sjóð (líkt og tryggingargjald) þar sem allir launþegar fengju jafn háar greiðslur á mánuði. Þá myndi hagur hinna lægst launuðu batna mjög. Ótta, óöryggi, kvíða og fátækt yrði rutt úr vegi. Lífsgæði hinna betur launuðu myndu á sama tíma ekki skerðast verulega, enda eru þeir í flestum tilvikum sæmilega staddir þegar kemur að starfslokum. Öll störf eru mikilvæg, öll störf krefjast fórna og útheimta samviskusemi. Hver einasti launamaður á rétt á traustu og áhyggjulausu ævikvöldi. Það er tímabært að uppræta þessa þjóðarskömm. Nái ég kjöri sem alþingismaður mun ég beita mér fyrir því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun X16 Norðaustur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Þeir sem síst skyldu, hluti eldri borgara sem nálgast starfslok, er einn þeirra hópa samfélagsins sem kvíðir komandi degi vegna krappra kjara og óboðlegra eftirlauna. Í stað þess að eldri borgurum sé boðið efnahagslega áhyggjulaust ævikvöld eru margir beinlínis óttaslegnir yfir eigin starfslokum, sem ættu að vera ánægjuleg tímamót í heilbrigðu samfélagi. Það er þyngra en tárum taki að þessi skuli vera orðin örlög hópsins sem stritaði baki brotnu við að skapa allsnægtir fyrir okkur hin; hópurinn sem breytti Íslandi úr bjargráðasamfélagi í velferðarsamfélag, a.m.k. um tíma.Þúsundir búa við fátækt Samkvæmt upplýsingum frá Öldrunarráði búa um 1.400 eldri borgarar við fátækt í Reykjavík. Leiða má líkum að því að hópurinn telji um 3.000 á landsvísu. Ekki er ólíklegt að langvarandi þunglyndi og kvíði hrjái þennan hóp. Margir hafa eflaust þurft að hafa fyrir sínu og lifað af smánarlega lágum atvinnutekjum. Þegar áhyggjum af brauðstritinu ætti að ljúka með töku eftirlauna blasir hins vegar svartnættið við sumum. Það segir sig sjálft að fólk með 300.000 króna mánaðartekjur eða lægri laun hefur þurft að skrimta án þess að hafa haft tækifæri til að leggja fyrir. Láglaunafólk á ekki stærri lífeyrissjóð en svo að skotsilfur hljóti enn að dragast saman við starfslok. Hver erum við sem þjóð að láta slíkan órétt viðgangast?Allir fái jafnháar greiðslur Hinn napra veruleika mætti uppræta með því að mótframlag frá atvinnurekanda í lífeyrissjóð færi í sameiginlegan sjóð (líkt og tryggingargjald) þar sem allir launþegar fengju jafn háar greiðslur á mánuði. Þá myndi hagur hinna lægst launuðu batna mjög. Ótta, óöryggi, kvíða og fátækt yrði rutt úr vegi. Lífsgæði hinna betur launuðu myndu á sama tíma ekki skerðast verulega, enda eru þeir í flestum tilvikum sæmilega staddir þegar kemur að starfslokum. Öll störf eru mikilvæg, öll störf krefjast fórna og útheimta samviskusemi. Hver einasti launamaður á rétt á traustu og áhyggjulausu ævikvöldi. Það er tímabært að uppræta þessa þjóðarskömm. Nái ég kjöri sem alþingismaður mun ég beita mér fyrir því.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar