Út í veður og vind með verðtryggingu Erling Tómasson skrifar 19. október 2016 09:50 Nokkrum mínútum eftir að flugfreyjan hafði boðið okkur velkomin heim stóð ég með litla tæplega ellefu mánaða dóttur mína í fanginu, út á miðjum flugvelli á Miðnesheiðinni. Lendingin hafði verið temmilega harkaleg og þegar útúr vélinni var komið bauð Ísland okkur velkomin með veðri og vindum. Sú litla hafði aldrei upplifað svona veður og vind í Svíþjóð, en núna fékk hún að smakka á því umbúðalaust. Ég gekk hratt niður tröppurnar og hljóp í skjól fyrir veðri og vindum, inn í flugvallarrútuna. Miðaldra sænskur maður kom á hæla mér, bölsótandi yfir þessu veðri. Hann bar í vinstri hendi fríhafnarpoka með tveimur Gammel Dansk, væntanlega var hann strax á þessarri stundu farinn að sjá í hillingum hótelherbergið sitt í miðbæ Reykjavíkur, í skjóli fyrir veðri og vindum, uppyljaður af hinum gamla danska. Við fluttum til Svíþjóðar fyrir rúmum fjórum árum, ég man því enn vel eftir veðrinu og vindunum á Íslandi og get í hreinskilni viðurkennt að ég sakna þess ekki. Vind og veðurbarin eru ekki hugtök sem okkur í Uppsölum eru töm. Þegar nágranni minn talar í angist um vont veður og snjóstorm, get ég ekki staðist að brosa og reyni pent að útskýra að þessi skafrenningur, eða kannski bara léttur lágarenningur sé í raun ekki snjóstormur, fjarri því. Við seldum íbúðina okkar á Íslandi vorið 2012, höfðum þá átt hana í um átta ár. Íbúðin var í fjölbýlishúsi í Árbænum, með stórbrotið útsýni til Bláfjalla. Ég hugsa oft um þetta útsýni þegar ég ferðast um í Svíþjóð þar sem ég sé bara tré, hérumbil allan tímann, alltaf. Já ég sakna útsýnisins sem stækkaði íbúðina og færði mér andans næringu. Í Uppsölum bý ég núna í yndislegu húsi í yndislegu hverfi. Ég sé bara tré og önnur hús, en mér líður samt vel. Íbúðina á Íslandi seldum við, borguðum upp áhvílandi eðalkjara verðtryggt lánið sem við höfðum greitt af í 8 ár með skilvísum hætti. Sem betur fer náðum við sæmilegri sölu, gátum greitt upp lánið og milligjöfin dugði rétt svo fyrir fjórum flugmiðum til Svíþjóðar, aðra leið. Afborganir til 8 ára hurfu eins og Houdini úr hlekkjum inn í verðtryggðan höfuðstólinn. Eftir eitt og hálft ár á sænskum leigumarkaði ákváðum við skuldlausu hjónin að steypa okkur í sænskar skuldir og festum kaup á sænsku húsi með láni frá sænskum banka er nafnið Nordea bar. Nordea hinn sænski kom eins og hvítur riddarinn í myntugrænri vaff hálsmálspeysu og kálfasíðum aðþrengdum buxum fagnandi inn í líf mitt. En Nordea er sannarlega enginn hvítur riddari, heldur gróðadrifin útlánastofnun sem vill græða á mér og öðrum lánþegum, líkt og eðli slíkra stofnana er. En hjá Nordea borga ég í kringum 2% vexti og Nordea hinn sænski bíður mér ekki upp á neina verðtryggingu, því hann þekkir enga verðtryggingu, því þar er ekki þörf á neinni verðtryggingu. Lánið mitt breytist ekki vegna flókinnar fjármálaafleiðu og mannleg handvömm leiðir ekki af sér háa bakreikninga vegna vantalinnar verðbólgu. Lánið fer bara í eina átt, það lækkar í hvert skipti sem ég borga af því. Á leið minni til Reykjavíkur frá Keflavík nú um daginn urðu á vegi mínum, þó ekki í bókstaflegri merkingu, fjöldi byggingarkrana. Þeir eru eins og vitar góðærisins sem lýsa upp haustnepjuna. Góðærið sem reyndist verða að hallæri og reyndist fáum vel. Án þess að vera talsmaður bölsýni, þá hugnaðist mér ekkert of vel að sjá hið forna góðæristákn. Skáld eitt orti um hjól sem snérust og það sem færi upp kæmi niður á ný. Heilmikil speki með nokkuð góða fótfestu í raunveruleikanum. Að hugsa sér ef eftir tíu ár yrði með viðhöfn boðað til blaðamannafundar í beinni útsendingu og ábúðarfullur forsætisráðherra myndi með fulltingi fjármálaráðherra kynna með pomp og prakt áform um leiðréttingu vegna stökkbreyttra verðtryggðra lána. Eins og sandkafin kyndill Frelsisstyttunar í Apapláhnetunni þá væri slíkt sjónarspil absúrd, en því miður hreinlega mögulegt. Ég elska Ísland, ég elska fjallasýnina og okkar stórbrotnu nátturu. Ég veit að rokið og rigningin eru og verða hér um ókomna tíð, því getur enginn mannlegur máttur breytt. Einn dag mun litla dóttir mín kannski fjárfesta í heimili á Íslandi, vonandi verður verðtrygginguna þá eingöngu að finna í sögubókum og vonandi standa henni til boða vaxtakjör eins og í Svíþjóð. Munu Íslendingar hafa kraft og þor til að takast á við verðtrygginguna, eða hengja hausinn og ráfa áfram í sauðsvertunni, míga upp í vindinn og vona að þetta muni nú reddast einhvern veginn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkrum mínútum eftir að flugfreyjan hafði boðið okkur velkomin heim stóð ég með litla tæplega ellefu mánaða dóttur mína í fanginu, út á miðjum flugvelli á Miðnesheiðinni. Lendingin hafði verið temmilega harkaleg og þegar útúr vélinni var komið bauð Ísland okkur velkomin með veðri og vindum. Sú litla hafði aldrei upplifað svona veður og vind í Svíþjóð, en núna fékk hún að smakka á því umbúðalaust. Ég gekk hratt niður tröppurnar og hljóp í skjól fyrir veðri og vindum, inn í flugvallarrútuna. Miðaldra sænskur maður kom á hæla mér, bölsótandi yfir þessu veðri. Hann bar í vinstri hendi fríhafnarpoka með tveimur Gammel Dansk, væntanlega var hann strax á þessarri stundu farinn að sjá í hillingum hótelherbergið sitt í miðbæ Reykjavíkur, í skjóli fyrir veðri og vindum, uppyljaður af hinum gamla danska. Við fluttum til Svíþjóðar fyrir rúmum fjórum árum, ég man því enn vel eftir veðrinu og vindunum á Íslandi og get í hreinskilni viðurkennt að ég sakna þess ekki. Vind og veðurbarin eru ekki hugtök sem okkur í Uppsölum eru töm. Þegar nágranni minn talar í angist um vont veður og snjóstorm, get ég ekki staðist að brosa og reyni pent að útskýra að þessi skafrenningur, eða kannski bara léttur lágarenningur sé í raun ekki snjóstormur, fjarri því. Við seldum íbúðina okkar á Íslandi vorið 2012, höfðum þá átt hana í um átta ár. Íbúðin var í fjölbýlishúsi í Árbænum, með stórbrotið útsýni til Bláfjalla. Ég hugsa oft um þetta útsýni þegar ég ferðast um í Svíþjóð þar sem ég sé bara tré, hérumbil allan tímann, alltaf. Já ég sakna útsýnisins sem stækkaði íbúðina og færði mér andans næringu. Í Uppsölum bý ég núna í yndislegu húsi í yndislegu hverfi. Ég sé bara tré og önnur hús, en mér líður samt vel. Íbúðina á Íslandi seldum við, borguðum upp áhvílandi eðalkjara verðtryggt lánið sem við höfðum greitt af í 8 ár með skilvísum hætti. Sem betur fer náðum við sæmilegri sölu, gátum greitt upp lánið og milligjöfin dugði rétt svo fyrir fjórum flugmiðum til Svíþjóðar, aðra leið. Afborganir til 8 ára hurfu eins og Houdini úr hlekkjum inn í verðtryggðan höfuðstólinn. Eftir eitt og hálft ár á sænskum leigumarkaði ákváðum við skuldlausu hjónin að steypa okkur í sænskar skuldir og festum kaup á sænsku húsi með láni frá sænskum banka er nafnið Nordea bar. Nordea hinn sænski kom eins og hvítur riddarinn í myntugrænri vaff hálsmálspeysu og kálfasíðum aðþrengdum buxum fagnandi inn í líf mitt. En Nordea er sannarlega enginn hvítur riddari, heldur gróðadrifin útlánastofnun sem vill græða á mér og öðrum lánþegum, líkt og eðli slíkra stofnana er. En hjá Nordea borga ég í kringum 2% vexti og Nordea hinn sænski bíður mér ekki upp á neina verðtryggingu, því hann þekkir enga verðtryggingu, því þar er ekki þörf á neinni verðtryggingu. Lánið mitt breytist ekki vegna flókinnar fjármálaafleiðu og mannleg handvömm leiðir ekki af sér háa bakreikninga vegna vantalinnar verðbólgu. Lánið fer bara í eina átt, það lækkar í hvert skipti sem ég borga af því. Á leið minni til Reykjavíkur frá Keflavík nú um daginn urðu á vegi mínum, þó ekki í bókstaflegri merkingu, fjöldi byggingarkrana. Þeir eru eins og vitar góðærisins sem lýsa upp haustnepjuna. Góðærið sem reyndist verða að hallæri og reyndist fáum vel. Án þess að vera talsmaður bölsýni, þá hugnaðist mér ekkert of vel að sjá hið forna góðæristákn. Skáld eitt orti um hjól sem snérust og það sem færi upp kæmi niður á ný. Heilmikil speki með nokkuð góða fótfestu í raunveruleikanum. Að hugsa sér ef eftir tíu ár yrði með viðhöfn boðað til blaðamannafundar í beinni útsendingu og ábúðarfullur forsætisráðherra myndi með fulltingi fjármálaráðherra kynna með pomp og prakt áform um leiðréttingu vegna stökkbreyttra verðtryggðra lána. Eins og sandkafin kyndill Frelsisstyttunar í Apapláhnetunni þá væri slíkt sjónarspil absúrd, en því miður hreinlega mögulegt. Ég elska Ísland, ég elska fjallasýnina og okkar stórbrotnu nátturu. Ég veit að rokið og rigningin eru og verða hér um ókomna tíð, því getur enginn mannlegur máttur breytt. Einn dag mun litla dóttir mín kannski fjárfesta í heimili á Íslandi, vonandi verður verðtrygginguna þá eingöngu að finna í sögubókum og vonandi standa henni til boða vaxtakjör eins og í Svíþjóð. Munu Íslendingar hafa kraft og þor til að takast á við verðtrygginguna, eða hengja hausinn og ráfa áfram í sauðsvertunni, míga upp í vindinn og vona að þetta muni nú reddast einhvern veginn?
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun