Köllun til hjúkrunar Valgerður Fjölnisdóttir skrifar 18. október 2016 15:45 Af hverju ætti einhver að vilja mennta sig til þessa að sinna starfi þar sem vitað er fyrirfram að vinnuaðstaðan mun sennilega vera slæm, launakjör ekki í samræmi við menntun og andlegt álag er yfir eðlilegum mörkum? Er það ekki svolítið eins og að hlaupa beint í gin ljónssins? Sennilega. Hvað er það sem fær nærri 200 manns á hverju ári til þess að velja að læra hjúkrunarfræði ? Sú staðreynd að hér á landi vantar 800-900 hjúkrunarfræðinga vegur þar líklega ekki þyngst. Ég er nánast viss um að þaðEnginn hjúkrunarfræðinemi bíður þess í ofvæni að fá að starfa í húsnæði Landspítalans með þann tækjakost sem þar er. Staðreyndin er sú að stór hluti þeirra hjúkrunarfræðinga sem útskrifast á næstu árum munu ekki starfa á spítalanum. Sem dæmi þá hafa 20% þeirra sem útskrifuðust árið 2014 starfað sem flugliðar eftir útskrift. Sú vitund að ganga ávallt að öruggri atvinnu víðast hvar um heim gefur hjúkrunarfræðingum viss forréttindi. Sú vitund að vera eftirsótt, býður upp á að þurfa ekki að láta bjóða sér hvað sem er. Við getum farið annað. Ástæðurnar eru óteljandi og mjög persónubundnar. Ætli aðalástæða þess að velja hjúkrun sé ekki alltaf sú sama? Við viljum við hlúa að betri heimi, gera gagn. En á sama tíma og gæði íslensks hjúkrunarfræðináms er meðal þess besta sem boðið er upp á í heiminum, er það sorglegt að ég og bekkjarfélaga mína kvíðum því á vissan hátt að starfa innan heilbrigðiskerfisins í sama landi Það er eitthvað bogið við þessa stöðu. Það er eitthvað bogið við það að sitja í kennslustundum um hvernig gott heilbrigðiskerfi á að vera og ræða svo um það við samnemendur í kaffihléum að hafa ekki efni á því að fara til læknis eða að leysa út lyf. Það er eitthvað bogið við að þurfa að þjálfa sig í því hvernig eigi að róa skjólstæðinga sem hafa áhyggjur af því hvernig eigi að greiða fyrir lífsnauðsynlega aðstoð. Það er eitthvað bogið við það að fólk þurfi í verstu tilfellum að dvelja svo dögum skiptir á bráðadeild vegna húsnæðisvanda, þegar rannsóknir sýna að dvöl á bráðamóttöku á ekki að vera lengri en 4-6 tímar ef það á ekki að hafa áhrif á afkomu sjúklingsins. Það er svo margt við heilbrigðiskerfið okkar sem lætur dæmið einfaldlega ekki ganga upp. Því þurfum við að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Af hverju ætti einhver að vilja mennta sig til þessa að sinna starfi þar sem vitað er fyrirfram að vinnuaðstaðan mun sennilega vera slæm, launakjör ekki í samræmi við menntun og andlegt álag er yfir eðlilegum mörkum? Er það ekki svolítið eins og að hlaupa beint í gin ljónssins? Sennilega. Hvað er það sem fær nærri 200 manns á hverju ári til þess að velja að læra hjúkrunarfræði ? Sú staðreynd að hér á landi vantar 800-900 hjúkrunarfræðinga vegur þar líklega ekki þyngst. Ég er nánast viss um að þaðEnginn hjúkrunarfræðinemi bíður þess í ofvæni að fá að starfa í húsnæði Landspítalans með þann tækjakost sem þar er. Staðreyndin er sú að stór hluti þeirra hjúkrunarfræðinga sem útskrifast á næstu árum munu ekki starfa á spítalanum. Sem dæmi þá hafa 20% þeirra sem útskrifuðust árið 2014 starfað sem flugliðar eftir útskrift. Sú vitund að ganga ávallt að öruggri atvinnu víðast hvar um heim gefur hjúkrunarfræðingum viss forréttindi. Sú vitund að vera eftirsótt, býður upp á að þurfa ekki að láta bjóða sér hvað sem er. Við getum farið annað. Ástæðurnar eru óteljandi og mjög persónubundnar. Ætli aðalástæða þess að velja hjúkrun sé ekki alltaf sú sama? Við viljum við hlúa að betri heimi, gera gagn. En á sama tíma og gæði íslensks hjúkrunarfræðináms er meðal þess besta sem boðið er upp á í heiminum, er það sorglegt að ég og bekkjarfélaga mína kvíðum því á vissan hátt að starfa innan heilbrigðiskerfisins í sama landi Það er eitthvað bogið við þessa stöðu. Það er eitthvað bogið við það að sitja í kennslustundum um hvernig gott heilbrigðiskerfi á að vera og ræða svo um það við samnemendur í kaffihléum að hafa ekki efni á því að fara til læknis eða að leysa út lyf. Það er eitthvað bogið við að þurfa að þjálfa sig í því hvernig eigi að róa skjólstæðinga sem hafa áhyggjur af því hvernig eigi að greiða fyrir lífsnauðsynlega aðstoð. Það er eitthvað bogið við það að fólk þurfi í verstu tilfellum að dvelja svo dögum skiptir á bráðadeild vegna húsnæðisvanda, þegar rannsóknir sýna að dvöl á bráðamóttöku á ekki að vera lengri en 4-6 tímar ef það á ekki að hafa áhrif á afkomu sjúklingsins. Það er svo margt við heilbrigðiskerfið okkar sem lætur dæmið einfaldlega ekki ganga upp. Því þurfum við að breyta.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar