Eldri borgarar og framtíðin Vigdís Pálsdóttir skrifar 17. október 2016 16:23 Mikil er umfjöllun um eldri borgara nú um stundir. Ég telst til þeirra og botna hvorki upp né niður í því hvernig ég varð allt í einu hluti einhvers hóps fólks, sem virðist vera utan og ofan við allt? Jafnframt virðist litið á okkur sem sérstakt vandamál. Eldri borgarar eru fólk. Mis-hress og mis-jöfn, en við erum ekki mis-tök. Ef við tökum fyrst mis-hress, þá er það heilbrigðisþjónustan sem skiptir okkur máli og hún þarf að batna. Fjárveitingar til hennar þarf að auka og jafnframt þarf að endurskoða allan rekstur. Þær breytingar þarf að gera í góðri samvinnu við landlæknisembættið, sem sett hefur fram áhugaverðar tillögur í því efni, sem og við starfsfólk. Enginn þekkir þetta kerfi eins vel innanfrá og þeir sem starfa við það og þeir sem þekkja það næst best eru þeir sem mest nota það. Samtal allra þessara aðila þarf að fara fram til þess að breytingar og endurbætur verði raunhæfar. Efla þarf innviði heilsugæslustöðva, uppbyggingu sjúkrahúsa og sjúkrastofnana fyrir langveika sem næst heimabyggð. Þá er komið að öðru máli, sem eru samgöngur og þær er afar mikilvægar í þessu sambandi. Þessi uppbygging þarf að gerast heildstætt og með framtíðarsýn til margra ára og hún verður ekki gerð á einni nóttu. Gagnsæi og einföldun allra kerfa, sem eiga að sinna þjónustuhlutverki við borgarana er undirstaða allra breytinga. Mis-jöfn erum við. Kjörin, aðstaða, skapferli, vaxtarlag og svo mætti lengi telja. Það er þó t.d. eitt sem við eigum sameiginlegt með ungu fólki í dag. Margt eldra fólk óskar eftir að minnka við sig húsnæði, en hefur ekki efni á eða vilja til að kaupa fokdýrar íbúðir fyrir 60 plús eins og það er kallað. Minni og ódýrari íbúðir nýtast bæði ungum og þeim sem eldri eru. Þeir ungu búa í þeim, þar til þeir vilja stækka við sig og þeir eldri þar til þeir fara á dvalarheimili eða annað tilverustig. Hvers vegna eru slíkar íbúðir þá ekki byggðar? Til þess að svo megi verða þarf að breyta byggingareglugerðum, auka lóðaframboð og ná fram frekari hagræðingu hvað varðar byggingarkostnað. Íbúðir þessar þarf að byggja af húsnæðisfélögum sem rekin eru án gróðasjónarmiða. Ég er hrifin af svokölluðu “andels” eða hluta-fyrirkomulagi, eins og tíðkast á Norðurlöndum og mun beita mér fyrir að Píratar athugi þann kost. Píratar eru nú að móta stefnu um leiguíbúðir, sem er góður kostur fyrir þá sem ekki vilja binda sig á íbúðaklafann fyrr en þeir hafa gert upp við sig hvar og hvernig þeir vilja búa. Sérreignastefnan, sem hefur tröllriðið Íslandi, er á undanhaldi. Með auknum ferðalögum og búsetu erlendis um lengri eða skemmri tíma, höfum við kynnst öðrum búsetumöguleikum. Hefur einhver kannað það hvort allir vilji í raun eignast þak yfir höfuðið 25 ára? Vera hugsanlega 40 ár í lánafjötrum. Ég hef nú starfað með Pírötum hér í Borgarbyggð í rúmt ár og verð að segja að það hefur hresst mig mjög. Þetta unga fólk, sem ég hef kynnst hefur mér þótt alveg sérstaklega jákvætt, fordómalaust og opið fyrir nýjum hugmyndum. Þetta er fólkið sem mun erfa landið og ég get að vísu bara talað fyrir mig, en ég treysti þeim fullkomlega. Hvers vegna kann einhver að spyrja? Ég geri það af því að þau kunna að hlusta. Veljum Pírata, veljum fólk sem kann að hlusta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Mikil er umfjöllun um eldri borgara nú um stundir. Ég telst til þeirra og botna hvorki upp né niður í því hvernig ég varð allt í einu hluti einhvers hóps fólks, sem virðist vera utan og ofan við allt? Jafnframt virðist litið á okkur sem sérstakt vandamál. Eldri borgarar eru fólk. Mis-hress og mis-jöfn, en við erum ekki mis-tök. Ef við tökum fyrst mis-hress, þá er það heilbrigðisþjónustan sem skiptir okkur máli og hún þarf að batna. Fjárveitingar til hennar þarf að auka og jafnframt þarf að endurskoða allan rekstur. Þær breytingar þarf að gera í góðri samvinnu við landlæknisembættið, sem sett hefur fram áhugaverðar tillögur í því efni, sem og við starfsfólk. Enginn þekkir þetta kerfi eins vel innanfrá og þeir sem starfa við það og þeir sem þekkja það næst best eru þeir sem mest nota það. Samtal allra þessara aðila þarf að fara fram til þess að breytingar og endurbætur verði raunhæfar. Efla þarf innviði heilsugæslustöðva, uppbyggingu sjúkrahúsa og sjúkrastofnana fyrir langveika sem næst heimabyggð. Þá er komið að öðru máli, sem eru samgöngur og þær er afar mikilvægar í þessu sambandi. Þessi uppbygging þarf að gerast heildstætt og með framtíðarsýn til margra ára og hún verður ekki gerð á einni nóttu. Gagnsæi og einföldun allra kerfa, sem eiga að sinna þjónustuhlutverki við borgarana er undirstaða allra breytinga. Mis-jöfn erum við. Kjörin, aðstaða, skapferli, vaxtarlag og svo mætti lengi telja. Það er þó t.d. eitt sem við eigum sameiginlegt með ungu fólki í dag. Margt eldra fólk óskar eftir að minnka við sig húsnæði, en hefur ekki efni á eða vilja til að kaupa fokdýrar íbúðir fyrir 60 plús eins og það er kallað. Minni og ódýrari íbúðir nýtast bæði ungum og þeim sem eldri eru. Þeir ungu búa í þeim, þar til þeir vilja stækka við sig og þeir eldri þar til þeir fara á dvalarheimili eða annað tilverustig. Hvers vegna eru slíkar íbúðir þá ekki byggðar? Til þess að svo megi verða þarf að breyta byggingareglugerðum, auka lóðaframboð og ná fram frekari hagræðingu hvað varðar byggingarkostnað. Íbúðir þessar þarf að byggja af húsnæðisfélögum sem rekin eru án gróðasjónarmiða. Ég er hrifin af svokölluðu “andels” eða hluta-fyrirkomulagi, eins og tíðkast á Norðurlöndum og mun beita mér fyrir að Píratar athugi þann kost. Píratar eru nú að móta stefnu um leiguíbúðir, sem er góður kostur fyrir þá sem ekki vilja binda sig á íbúðaklafann fyrr en þeir hafa gert upp við sig hvar og hvernig þeir vilja búa. Sérreignastefnan, sem hefur tröllriðið Íslandi, er á undanhaldi. Með auknum ferðalögum og búsetu erlendis um lengri eða skemmri tíma, höfum við kynnst öðrum búsetumöguleikum. Hefur einhver kannað það hvort allir vilji í raun eignast þak yfir höfuðið 25 ára? Vera hugsanlega 40 ár í lánafjötrum. Ég hef nú starfað með Pírötum hér í Borgarbyggð í rúmt ár og verð að segja að það hefur hresst mig mjög. Þetta unga fólk, sem ég hef kynnst hefur mér þótt alveg sérstaklega jákvætt, fordómalaust og opið fyrir nýjum hugmyndum. Þetta er fólkið sem mun erfa landið og ég get að vísu bara talað fyrir mig, en ég treysti þeim fullkomlega. Hvers vegna kann einhver að spyrja? Ég geri það af því að þau kunna að hlusta. Veljum Pírata, veljum fólk sem kann að hlusta.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun