Stóra málið, litlu skrefin Eva Einarsdóttir skrifar 12. október 2016 13:29 Eitt af því sem Björt framtíð leggur ríka áherslu á eru umhverfis- og loftlagsmál. Hlýnun jarðar af mannavöldum er staðreynd og að óbreyttu er þess því miður ekki langt að bíða að við verðum rækilega vör við það. Flokkar sem vilja láta taka sig alvarlega hafa því í raun ekkert val. Loftslagsmálin eru stóra málið sem varða okkur öll. Þau eru stærsta almannahagsmunamál samtímans og framtíðarinnar. Þessi mál er hægt að nálgast frá ýmsum hliðum og mörg skref sem hægt er að taka til þess ekki fari jafn illa og spár gera ráð fyrir. Þetta eru skref sem við þurfum öll að stíga, stjórnvöld og almenningur. Stjórnvöld hafa valdið til að setja lög sem geta hjálpað almenningi að stíga þessi mikilvægu skref t.d. í átt að meiri sjálfbærni, minni sóun og auðvitað ákvarðanir um hvernig eigi að virkja og nýta auðlindir. Stjórnvöld þurfa að hafa skýra og ákveðna framtíðarsýn þar sem allt sem jörðin gefur af sér sé nýtt skynsamlega. Þannig er hugað að almannahag okkar sem nú lifum á jörðinni og einnig hag komandi kynslóða. Í því samhengi er t.d. mjög mikilvægt að grípa fljott til aðgerða sem verða til þess að minnka vistspor fólks og auka verulega sjálfbærni þegar kemur að stórum framkvæmdum. Stjórnvöld í Svíþjóð lögðu nýlega til að skattar á viðgerðarþjónustu yrðu lækkaðir um allt að 25%. Markmiðið er að spyrna á móti þeirri slæmu þróun að neytendur kaupi alltaf nýtt þegar eitthvað bilar, að hvetja fólk til að fara með heimilistæki, fatnað og hverskyns raftæki í viðgerð í stað þess að kaupa nýtt með tilheyrandi umhverfisspjöllum. Mér finnst þetta bæði fallegt og mjög þarft og gefur von um bjartari framtíð. Heimurinn er fullur af drasli. Tilhugsunin um öll hleðslutækin sem liggja ónotuð í skúffum landsins er óþægileg. Samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna er losun gróðurhúsalofttegunda vegna matvælaframleiðslu aðallega kjötframleiðsla meiri en heildarlosun allra bíla, lesta, flugvéla og skipa á jörðinni. Það er sláandi staðreynd en svo einfalt að breyta þessu. Fólk þarf bara að borða kjöt sjaldnar. Björt framtíð hefur staðið fyrir fyrirlestrarröð um umhverfisvitund í kjölfar loftlagsráðstefnunnar í París og þar var meðal annars opinn fundur um kjötframleiðslu og kosti þess að draga úr henni. Undirrituð skrifaði einnig grein eftir ráðstefnuna þar sem farið var yfir þau skref sem Reykjavíkurborg hefur tekið, Grænu skrefi í starfsstöðvum borgarinnar og til dæmis hvað innleiðing pappírs- og plasttunna hefur haft jákvæð áhrif. Björt framtíð er frjálslyndur flokkur. Það þýðir m.a. að við treystum fólki til að velja eða ákveða sjálft hvernig það hagar sínu eigin lífi, svo lengi sem það kemur ekki illa við aðra. En ekki loka augunum fyrir því að til dæmis bara með því taka srefið að hafa alltaf einn einn kjötafurðalausan dag í hverri viku ertu að taka þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir betri framtíð okkar og komandi kynslóða. Litlu skrefin sem við stígum skipta í þessu samhengi gríðarlega miklu máli. X - A Ef þú vilt að Íslendingar taki forystu í umhverfismálum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Eitt af því sem Björt framtíð leggur ríka áherslu á eru umhverfis- og loftlagsmál. Hlýnun jarðar af mannavöldum er staðreynd og að óbreyttu er þess því miður ekki langt að bíða að við verðum rækilega vör við það. Flokkar sem vilja láta taka sig alvarlega hafa því í raun ekkert val. Loftslagsmálin eru stóra málið sem varða okkur öll. Þau eru stærsta almannahagsmunamál samtímans og framtíðarinnar. Þessi mál er hægt að nálgast frá ýmsum hliðum og mörg skref sem hægt er að taka til þess ekki fari jafn illa og spár gera ráð fyrir. Þetta eru skref sem við þurfum öll að stíga, stjórnvöld og almenningur. Stjórnvöld hafa valdið til að setja lög sem geta hjálpað almenningi að stíga þessi mikilvægu skref t.d. í átt að meiri sjálfbærni, minni sóun og auðvitað ákvarðanir um hvernig eigi að virkja og nýta auðlindir. Stjórnvöld þurfa að hafa skýra og ákveðna framtíðarsýn þar sem allt sem jörðin gefur af sér sé nýtt skynsamlega. Þannig er hugað að almannahag okkar sem nú lifum á jörðinni og einnig hag komandi kynslóða. Í því samhengi er t.d. mjög mikilvægt að grípa fljott til aðgerða sem verða til þess að minnka vistspor fólks og auka verulega sjálfbærni þegar kemur að stórum framkvæmdum. Stjórnvöld í Svíþjóð lögðu nýlega til að skattar á viðgerðarþjónustu yrðu lækkaðir um allt að 25%. Markmiðið er að spyrna á móti þeirri slæmu þróun að neytendur kaupi alltaf nýtt þegar eitthvað bilar, að hvetja fólk til að fara með heimilistæki, fatnað og hverskyns raftæki í viðgerð í stað þess að kaupa nýtt með tilheyrandi umhverfisspjöllum. Mér finnst þetta bæði fallegt og mjög þarft og gefur von um bjartari framtíð. Heimurinn er fullur af drasli. Tilhugsunin um öll hleðslutækin sem liggja ónotuð í skúffum landsins er óþægileg. Samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna er losun gróðurhúsalofttegunda vegna matvælaframleiðslu aðallega kjötframleiðsla meiri en heildarlosun allra bíla, lesta, flugvéla og skipa á jörðinni. Það er sláandi staðreynd en svo einfalt að breyta þessu. Fólk þarf bara að borða kjöt sjaldnar. Björt framtíð hefur staðið fyrir fyrirlestrarröð um umhverfisvitund í kjölfar loftlagsráðstefnunnar í París og þar var meðal annars opinn fundur um kjötframleiðslu og kosti þess að draga úr henni. Undirrituð skrifaði einnig grein eftir ráðstefnuna þar sem farið var yfir þau skref sem Reykjavíkurborg hefur tekið, Grænu skrefi í starfsstöðvum borgarinnar og til dæmis hvað innleiðing pappírs- og plasttunna hefur haft jákvæð áhrif. Björt framtíð er frjálslyndur flokkur. Það þýðir m.a. að við treystum fólki til að velja eða ákveða sjálft hvernig það hagar sínu eigin lífi, svo lengi sem það kemur ekki illa við aðra. En ekki loka augunum fyrir því að til dæmis bara með því taka srefið að hafa alltaf einn einn kjötafurðalausan dag í hverri viku ertu að taka þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir betri framtíð okkar og komandi kynslóða. Litlu skrefin sem við stígum skipta í þessu samhengi gríðarlega miklu máli. X - A Ef þú vilt að Íslendingar taki forystu í umhverfismálum
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun