Er sami rassinn undir þeim öllum? Sigursteinn Másson skrifar 10. október 2016 10:00 Kommentakerfin eru kannski ekki bestu mælikvarðinn á þjóðarsálina en mælikvarði þó. Stuðningsmenn fráfarandi ríkisstjórnar keppast nú við að halda því fram að VG hafi snúið baki við velferðarmálunum eftir hrun og hafi því ekki efni á því að gagnrýna stjórnarflokkana nú. Skoðum þetta aðeins. Árið 2012 voru afleiðingar Hrunsins í algleymingi þótt aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur væru að byrja skila sér. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna hafði árið 2008 tekið við versta búi í sögu lýðveldisins þar sem möguleikinn á nýju gjaldþroti fjármálastofnana og ríkisins var raunverulegur. Við þessar fordæmalausu aðstæður tóku stjórnvöld þá djörfu ákvörðun að bæta hlutfallslega í útgjöld til almannatrygginga og skerða framlög til velferðarkerfisins minna en til allra annarra málaflokka. Árið 2012 námu útgjöld til heilbrigðismála 9% af landsframleiðslu. Á síðasta ári, í bullandi uppgangi, námu útgjöldin 8,7% af landsframleiðslu. Hugmyndafræði vinstri ríkisstjórnarinnar var sú að lyfta hinum fátækustu upp og láta það hafa forgang. Það var um leið ein mikilvægasta efnahagsaðgerðin því að þar með skapaðist aukinn kaupmáttur hjá þúsundum fólks sem skilaði sér inn í sárþjáð efnahagslíf. Vissulega hefði velferðarstjórnin viljað hækka bætur og lágmarkslaun mun meira en það sem var gert virkaði þó engu að síður og fyrir vikið mældist Ísland í lok stjórnarsamstarfsins með mesta jöfnuð allra OECD ríkja. Það var ekki lengi að breytast. Í upphafi árs 2013 sá loks til lands og nýtt tækifæri til sóknar í velferðarmálum á Íslandi skapaðist. En hvað gerðist þá? Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs beygði ekki aðeins af leið, hún tók 180 gráðu beygju inn á gamalkunna hraðbraut sérhagsmuna gömlu valdastéttarinnar. Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar snéru að því að lækka og afnema skatta á þá 5% ríkustu meðal þjóðarinnar, auðlindagjöld voru lækkuð og meira að segja sykurskatturinn sem læknar og sérfræðingar í lýðheilsumálum lögðu áherslu á að yrði aukinn, hann var afnuminn með einu pennastriki. Þar með voru tekjustofnar til uppbyggingar velferðar markvisst skertir. En hafa fráfarandi ríkistjórnarflokkar ekki bara verið að búa í haginn fyrir stórsókn í velferðarmálum? Hve trúverðugt er það nú? Eins og áður segir var landið tekið að rísa fyrir kosningarnar 2013. Mikil aukning ferðamanna og makríll hjálpuðu þar til en einnig sársaukafullt aðhald í ríkisrekstri. Samkvæmt Hagstofunni hefur nær enginn vöxtur verið í sjávarútvegi eða iðnaði á allra síðustu árum þótt kvótagreifar hafi grætt 40 milljarða á síðasta ári. Hann er nær allur í ferðaþjónustu. Ekki geta Framsókn og Sjálfstæðisflokkur þakkað sér Eyjafjallajökulsgosið eða Inspired By Iceland átakið. Reyndar er það svo að ríkisstjórnin hefur aðallega flækst fyrir í málefnum ferðaþjónustunnar með stefnuleysi og misheppnuðum ákvörðunum. Það hefur allsstaðar sýnt sig að hægristefna í stjórnmálum miðar alltaf að því að skapa aðstæður fyrir einkarekstur. Þannig er það líka með velferðarkerfið. Með því að fjársvelta Landspítalann og heilsugæsluna verður krafan á einkarekstur háværari. Því velferðarslysi verður að forða. Þeim er best treystandi fyrir alvöru sókn í velferðarmálum með hag almennings að leiðarljósi sem hafa sýnt með framgöngu sinni að þau meina það sem þau segja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Sigursteinn Másson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Kommentakerfin eru kannski ekki bestu mælikvarðinn á þjóðarsálina en mælikvarði þó. Stuðningsmenn fráfarandi ríkisstjórnar keppast nú við að halda því fram að VG hafi snúið baki við velferðarmálunum eftir hrun og hafi því ekki efni á því að gagnrýna stjórnarflokkana nú. Skoðum þetta aðeins. Árið 2012 voru afleiðingar Hrunsins í algleymingi þótt aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur væru að byrja skila sér. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna hafði árið 2008 tekið við versta búi í sögu lýðveldisins þar sem möguleikinn á nýju gjaldþroti fjármálastofnana og ríkisins var raunverulegur. Við þessar fordæmalausu aðstæður tóku stjórnvöld þá djörfu ákvörðun að bæta hlutfallslega í útgjöld til almannatrygginga og skerða framlög til velferðarkerfisins minna en til allra annarra málaflokka. Árið 2012 námu útgjöld til heilbrigðismála 9% af landsframleiðslu. Á síðasta ári, í bullandi uppgangi, námu útgjöldin 8,7% af landsframleiðslu. Hugmyndafræði vinstri ríkisstjórnarinnar var sú að lyfta hinum fátækustu upp og láta það hafa forgang. Það var um leið ein mikilvægasta efnahagsaðgerðin því að þar með skapaðist aukinn kaupmáttur hjá þúsundum fólks sem skilaði sér inn í sárþjáð efnahagslíf. Vissulega hefði velferðarstjórnin viljað hækka bætur og lágmarkslaun mun meira en það sem var gert virkaði þó engu að síður og fyrir vikið mældist Ísland í lok stjórnarsamstarfsins með mesta jöfnuð allra OECD ríkja. Það var ekki lengi að breytast. Í upphafi árs 2013 sá loks til lands og nýtt tækifæri til sóknar í velferðarmálum á Íslandi skapaðist. En hvað gerðist þá? Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs beygði ekki aðeins af leið, hún tók 180 gráðu beygju inn á gamalkunna hraðbraut sérhagsmuna gömlu valdastéttarinnar. Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar snéru að því að lækka og afnema skatta á þá 5% ríkustu meðal þjóðarinnar, auðlindagjöld voru lækkuð og meira að segja sykurskatturinn sem læknar og sérfræðingar í lýðheilsumálum lögðu áherslu á að yrði aukinn, hann var afnuminn með einu pennastriki. Þar með voru tekjustofnar til uppbyggingar velferðar markvisst skertir. En hafa fráfarandi ríkistjórnarflokkar ekki bara verið að búa í haginn fyrir stórsókn í velferðarmálum? Hve trúverðugt er það nú? Eins og áður segir var landið tekið að rísa fyrir kosningarnar 2013. Mikil aukning ferðamanna og makríll hjálpuðu þar til en einnig sársaukafullt aðhald í ríkisrekstri. Samkvæmt Hagstofunni hefur nær enginn vöxtur verið í sjávarútvegi eða iðnaði á allra síðustu árum þótt kvótagreifar hafi grætt 40 milljarða á síðasta ári. Hann er nær allur í ferðaþjónustu. Ekki geta Framsókn og Sjálfstæðisflokkur þakkað sér Eyjafjallajökulsgosið eða Inspired By Iceland átakið. Reyndar er það svo að ríkisstjórnin hefur aðallega flækst fyrir í málefnum ferðaþjónustunnar með stefnuleysi og misheppnuðum ákvörðunum. Það hefur allsstaðar sýnt sig að hægristefna í stjórnmálum miðar alltaf að því að skapa aðstæður fyrir einkarekstur. Þannig er það líka með velferðarkerfið. Með því að fjársvelta Landspítalann og heilsugæsluna verður krafan á einkarekstur háværari. Því velferðarslysi verður að forða. Þeim er best treystandi fyrir alvöru sókn í velferðarmálum með hag almennings að leiðarljósi sem hafa sýnt með framgöngu sinni að þau meina það sem þau segja.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun