Lýðræðisvæðum sjávarútveginn Jón Valur Jensson skrifar 28. október 2016 00:00 Stefna Íslensku þjóðfylkingarinnar er „endurskoðun fiskveiðistjórnunar frá grunni og frelsi í sjávarútvegsmálum. Stóraukið frelsi í strandveiðum. Fiskveiðiauðlindin verði sameign þjóðarinnar skv. stjórnarskrá. Erlent eignarhald verði afnumið í sjávarútvegi.“ Stóraukið frelsi til smábátaveiða merkir í raun margföldun í veiði á bolfisk og kvótalausar makrílveiðar. Þá er okkar stefna 6% skattafsláttur af tekjum sjómanna. Sumir hafa talað gegn sjómannaafslætti sem „mismunun“, sem ekki sé þörf á fyrir stétt sem hafi tiltölulega góðar tekjur. Þar á móti kemur, að nánast engin umræða er um að hátekjumenn í öðrum stéttum eru bæði með ofurbónusa og önnur fríðindi ofan á laun sín og setjast ekki til vinnu, þegar ráðnir eru, fyrr en þeir hafa tryggt sér milljónatuga-starfslokasamninga! Enginn þarf að öfunda sjómenn, þeir leggja mikið til samfélagsins, stór hluti launa þeirra er með hartnær 50% skattlagningu, án þess að þeir notfæri sér samfélagsþjónustu í sama mæli og aðrir. Þeir eru langtímum saman fjarri fjölskyldum sínum, vinna gjarnan 12 tíma eða lengur á dag, eru með styttri starfsævi en aðrir og meiri slysatíðni. Áhætta þeirra og framlag til þjóðlífsins verðskuldar því viðurkenningu. Þar að auki er gróði af smáútgerð jákvæður kostur, ekki löstur. Hann smyr samfélög strandbyggðanna með aukinni veltu, útsvörum og öðrum gjöldum. Það er einungis jákvætt ef efnahagur sjómanna hjálpar þeim ekki aðeins að borga hratt niður skuldir á dýrum bátum sínum og tæknibúnaði, sem þar er þörf á og skylda til, heldur líka til að geta með tímanum hjálpað börnum sínum að kaupa sér sjálf bát til útgerðar. Þá verður líflegra að líta til athafnasvæðanna við hafnir landsins: dæmið snýst við, og aflaheimildir hætta að streyma þaðan til vellríkra fákeppnisútgerða, en haldast og aukast hjá fólkinu sjálfu, með lýðræðisvæðingu þessa gamla bjargræðisvegar fólksins, með veiðiaðferðum sem aldrei geta skemmt sjávarbotninn eða gengið á fiskistofna landsins. Þetta vill Þjóðfylkingin tryggja sjómannafjölskyldum og strandbyggðum landsins. XE fyrir Jens G. Jensson í Norðvestur- og Guðmund Þorleifsson í Suðurkjördæmi!Höfundur þekkir af eigin raun til sjávarútvegsmála, einkum á togurum frá Seyðisfirði, Vestfjörðum og sunnanlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Stefna Íslensku þjóðfylkingarinnar er „endurskoðun fiskveiðistjórnunar frá grunni og frelsi í sjávarútvegsmálum. Stóraukið frelsi í strandveiðum. Fiskveiðiauðlindin verði sameign þjóðarinnar skv. stjórnarskrá. Erlent eignarhald verði afnumið í sjávarútvegi.“ Stóraukið frelsi til smábátaveiða merkir í raun margföldun í veiði á bolfisk og kvótalausar makrílveiðar. Þá er okkar stefna 6% skattafsláttur af tekjum sjómanna. Sumir hafa talað gegn sjómannaafslætti sem „mismunun“, sem ekki sé þörf á fyrir stétt sem hafi tiltölulega góðar tekjur. Þar á móti kemur, að nánast engin umræða er um að hátekjumenn í öðrum stéttum eru bæði með ofurbónusa og önnur fríðindi ofan á laun sín og setjast ekki til vinnu, þegar ráðnir eru, fyrr en þeir hafa tryggt sér milljónatuga-starfslokasamninga! Enginn þarf að öfunda sjómenn, þeir leggja mikið til samfélagsins, stór hluti launa þeirra er með hartnær 50% skattlagningu, án þess að þeir notfæri sér samfélagsþjónustu í sama mæli og aðrir. Þeir eru langtímum saman fjarri fjölskyldum sínum, vinna gjarnan 12 tíma eða lengur á dag, eru með styttri starfsævi en aðrir og meiri slysatíðni. Áhætta þeirra og framlag til þjóðlífsins verðskuldar því viðurkenningu. Þar að auki er gróði af smáútgerð jákvæður kostur, ekki löstur. Hann smyr samfélög strandbyggðanna með aukinni veltu, útsvörum og öðrum gjöldum. Það er einungis jákvætt ef efnahagur sjómanna hjálpar þeim ekki aðeins að borga hratt niður skuldir á dýrum bátum sínum og tæknibúnaði, sem þar er þörf á og skylda til, heldur líka til að geta með tímanum hjálpað börnum sínum að kaupa sér sjálf bát til útgerðar. Þá verður líflegra að líta til athafnasvæðanna við hafnir landsins: dæmið snýst við, og aflaheimildir hætta að streyma þaðan til vellríkra fákeppnisútgerða, en haldast og aukast hjá fólkinu sjálfu, með lýðræðisvæðingu þessa gamla bjargræðisvegar fólksins, með veiðiaðferðum sem aldrei geta skemmt sjávarbotninn eða gengið á fiskistofna landsins. Þetta vill Þjóðfylkingin tryggja sjómannafjölskyldum og strandbyggðum landsins. XE fyrir Jens G. Jensson í Norðvestur- og Guðmund Þorleifsson í Suðurkjördæmi!Höfundur þekkir af eigin raun til sjávarútvegsmála, einkum á togurum frá Seyðisfirði, Vestfjörðum og sunnanlands.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar