Skoðun

Hvað sparar ríkið á nýjum al­manna­trygging­lögum?

Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Frítekjumörkin verða  25.000 krónur í nýjum lögum um almannatryggingar og gilda um allar tekjur. Þá hækka skerðingu á öðrum tekjum úr um 38% í 45% og það eftir skatt upp á 37,13%.

Hvers vegna eru 212.776 krónur lífeyrislaun öryrkja sköttuð og skert til fátæktar? Bannar ekki Stjórnarskráin mismunun? Má með lögum á Íslandi skerða og skatta eldriborgara og öryrkja 65% til yfir 100% og það til fátæktar en ekki aðra? 46.000 krónu lífeyrissjóðslaun öryrkja skila ekki  krónum í vasann í dag og það er eignarupptaka á lögþvinguðum eignavörðum lífeyrissjóði.

Kostnaðaraukning ríkissjóðs af nýju kerfi er áætluð um 10 milljarða króna á árinu 2017. En er þetta sannleikurinn? Hvað skilast til baka með skerðingum og sköttum ? Skerðing á grunnlífeyrinum vegna lífeyrissjóðslauna hefst við 400.000 krónur og hverfur við 500.000 krónur. Þetta gefur ríkisjóði um 5 miljarða krónur í ríkiskassann ef t.d. 10.000 þúsund lífeyrislaunaþegar missa grunnlífeyrinn og skattur skilar um 4 milljörðum og kostnaður ríkisjóðs því kominn í um 1 milljarð króna.

En hvað gefur þá afnám fríktekjumarkanna ríkinu úr 109.000 krónum í 25.000 krónur ?  Ef t.d. 10 þúsund ellilífeyrislaunaþegar missa frítekjumarkið skilar það í ríkissjóði um 10 milljörðum króna í viðbót. Þá er ríkið komið með um 9 milljarða króna í plús. Þá er einnig eftir hvað það gefur ríkinu að fara úr  38% skerðingu í 45% skerðingu á lífeyrissjóðslaunum okkar og að sleppa við að borga sömu kjarabætur og aðrir fengu og einnig afturvirkar kjarabætur á lífeyrislaunin okkar.

Hvað er ríkið að spara á skerðingunum í heild sinni? Það er a.m.k. 70 milljarðar króna með því að halda kerfi Tryggingastofnunar ríkisins með ólöglegri eignarupptöku á lífeyrinum og öðrum tekjum með keðjuverkandi skerðingum á alla bótaflokka. 

Öryrki sem býr einn og fær hækkun í nýjum lögum um almannatryggingar fær ekki krónu fyrir vinnu sína fyrr en hann hefur yfir 55.000 krónur í vinnulaun og þeir sem voru að vinna sér inn smá laun fyrir lagabreytingarnar mun hætta því í boði ríkisins þar sem öll hækkunin fer í framfærsluuppbótina sem skerðist krónu á móti krónu. 

Er það skattalækkun hjá Sjálfstæðisflokknum að hækka skatta og skerðingar á þá sem minnst hafa  en engar keðjuverkandi skerðingar hjá þeim ríku. Virðum Stjórnarskránna og hættum ólöglegum eignarupptöku á lífeyrislaunum og öðrum tekjum okkar strax og útrýmum með því þeir smán sem fátækt er.

Lögþvingaður lífeyrissparnaður á Íslandi er nú um 3.700 hundruð milljarðar og er hann í dag á við hálfan norska olíusjóðinn miðað við höfðatölu eða um 10 milljónir króna á hvern landsmann. Íslenskir lífeyrissjóðir eru í dag ofurvaxið skatta og skerðingaskrímsli í þjóðfélaginu og ávöxtunarkrafan upp á 3,5% á 3.700 milljarða er langtum meira en við getur staðið undir. 3,5% ávöxtunin grefst um 120 milljarða út úr fyrirtækjum og almenningi. 

Tap lífeyrissjóðanna í dag vegna hrunsins er um 6-700 milljarðar og tapaðar skatttekjur um 250 milljarðar og nú nýlega voru 10 lífeyrissjóðir að tapa um 500 milljónum króna á fjárfestingu í fataverslun í Bretlandi. Þeir hafa ekkert lært af hruninu og halda áfram að tapa lífeyrislaunum okkar og skattatekjum ríkisins upp á um 200 milljónir króna.

Skatturinn sem lífeyrissjóðirnir er að leika sér með á markaði eru í dag er um 1.000 milljarðar króna og hann verður að taka áður en hann tapast. Spáið í þessa tölu 1.000. milljarðar króna og hvað væri hægt gera við hana í dag. Jú, koma öllu í lag þannig að enginn hvorki börn eða aðrir verða að lifa við þá smán sem fátæktin er.

300 þúsund krónur á mánuði skatta og skerðingarlaust strax fyrir eldriborgara, öryrkja og láglaunafólk er krafa Flokks fólksins. X-F

 




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×