Sprengjum ferðamannabóluna Vésteinn Valgarðsson skrifar 28. október 2016 07:00 Í síðustu viku birti Seðlabankinn útreikninga sem sýndu að Ísland stæði frammi fyrir miklum samdrætti ef ferðamönnum fækkaði skyndilega. Engan ætti að undra það. Við höfum nú í nokkur ár setið ofan á bólu sem blæs upp og bíður eftir að springa.Þegar Spánn hrundi Ætli fólk viti almennt hvernig kreppan á Spáni kom til? Þið vitið, sem þeir hafa verið í síðan 2008 og hafa ekki ennþá rétt úr kútnum eftir. Fyrir kreppu var meiriháttar uppgangur í byggingu sumarhúsa. Þau ruku upp eins og enginn væri morgundagurinn. Hinn dæmigerði kaupandi var Þjóðverji á eftirlaunum. Verktakar skuldsettir spönsku bönkunum, sem aftur voru skuldsettir Deutsche Bank. Þegar þýska hagkerfið sló feilpúst 2008 (feilpúst, ekki hrun), hvað ætli hafi verið það fyrsta sem ráðdeildarsamir eldri Þjóðverjar hættu að kaupa sér? Rétt til getið: annað heimili í sólinni. Þegar eftirspurnin hætti að aukast og aukast, hrundi sumarhúsabólan og verktakarnir fóru á hausinn. Skuldirnar féllu á spönsku bankana og þeir fóru líka á hausinn. Til að skuldirnar féllu þá ekki á Deutsche Bank (hamingjan veit hvað hefði þá fallið næst) sáu þýska ríkisstjórnin og ESB til þess að spanska ríkið tæki skuldirnar á sig. Hagsýnir, Þjóðverjarnir. Spánn er ennþá sem tröllriðinn. Þar er ennþá annað hvert ungmenni atvinnulaust.Hver á að búa á öllum hótelunum? Víkur nú sögunni aftur til Íslands. Segjum að það komi kreppa í löndunum sem ferðamennirnir koma frá. Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær. Hvað ætli verði það fyrsta sem fólk hættir að kaupa sér? Ætli það verði ekki flúðasiglingaævintýrið á Íslandi? Ef ferðamennirnir yrðu aftur „bara“ jafnmargir og árið 2012 yrði ný kreppa: Seðlabankinn spáir 10% samdrætti í útflutningi, 6,5% atvinnuleysi fyrsta árið og 7,9% árið eftir. Landsframleiðsla dregst saman um 3,9% fyrsta árið og önnur 1,3% árið eftir.Spánn norðursins? Hvað ber að gera? Bíða og vona það besta? Það er öruggasta leiðin til þess að allt fari á versta veg. Við munum detta úr þessum söðli. Spurningin er: Hvað ætlum við að detta langt? Það á tafarlaust að auka gjaldtöku á ferðamannaiðnaðinn. Ekki bara til þess að standa undir kostnaði hins opinbera af honum, heldur líka beinlínis til að vinna bug á vexti hans og búa okkur undir skellinn. Það er sárt, en það verður mun sárara ef ekkert er gert. Og fyrir alla muni: Ekki inn í ESB. Ef þeir sliguðu Spán, hvað gera þeir þá við okkur?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku birti Seðlabankinn útreikninga sem sýndu að Ísland stæði frammi fyrir miklum samdrætti ef ferðamönnum fækkaði skyndilega. Engan ætti að undra það. Við höfum nú í nokkur ár setið ofan á bólu sem blæs upp og bíður eftir að springa.Þegar Spánn hrundi Ætli fólk viti almennt hvernig kreppan á Spáni kom til? Þið vitið, sem þeir hafa verið í síðan 2008 og hafa ekki ennþá rétt úr kútnum eftir. Fyrir kreppu var meiriháttar uppgangur í byggingu sumarhúsa. Þau ruku upp eins og enginn væri morgundagurinn. Hinn dæmigerði kaupandi var Þjóðverji á eftirlaunum. Verktakar skuldsettir spönsku bönkunum, sem aftur voru skuldsettir Deutsche Bank. Þegar þýska hagkerfið sló feilpúst 2008 (feilpúst, ekki hrun), hvað ætli hafi verið það fyrsta sem ráðdeildarsamir eldri Þjóðverjar hættu að kaupa sér? Rétt til getið: annað heimili í sólinni. Þegar eftirspurnin hætti að aukast og aukast, hrundi sumarhúsabólan og verktakarnir fóru á hausinn. Skuldirnar féllu á spönsku bankana og þeir fóru líka á hausinn. Til að skuldirnar féllu þá ekki á Deutsche Bank (hamingjan veit hvað hefði þá fallið næst) sáu þýska ríkisstjórnin og ESB til þess að spanska ríkið tæki skuldirnar á sig. Hagsýnir, Þjóðverjarnir. Spánn er ennþá sem tröllriðinn. Þar er ennþá annað hvert ungmenni atvinnulaust.Hver á að búa á öllum hótelunum? Víkur nú sögunni aftur til Íslands. Segjum að það komi kreppa í löndunum sem ferðamennirnir koma frá. Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær. Hvað ætli verði það fyrsta sem fólk hættir að kaupa sér? Ætli það verði ekki flúðasiglingaævintýrið á Íslandi? Ef ferðamennirnir yrðu aftur „bara“ jafnmargir og árið 2012 yrði ný kreppa: Seðlabankinn spáir 10% samdrætti í útflutningi, 6,5% atvinnuleysi fyrsta árið og 7,9% árið eftir. Landsframleiðsla dregst saman um 3,9% fyrsta árið og önnur 1,3% árið eftir.Spánn norðursins? Hvað ber að gera? Bíða og vona það besta? Það er öruggasta leiðin til þess að allt fari á versta veg. Við munum detta úr þessum söðli. Spurningin er: Hvað ætlum við að detta langt? Það á tafarlaust að auka gjaldtöku á ferðamannaiðnaðinn. Ekki bara til þess að standa undir kostnaði hins opinbera af honum, heldur líka beinlínis til að vinna bug á vexti hans og búa okkur undir skellinn. Það er sárt, en það verður mun sárara ef ekkert er gert. Og fyrir alla muni: Ekki inn í ESB. Ef þeir sliguðu Spán, hvað gera þeir þá við okkur?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar