Það varð alvarlegt bílslys! Guðlaugur Þór Þórðarson og Vilhjálmur Árnason skrifar 27. október 2016 07:00 Hver kannast ekki við fyrirsögn af þessum toga? Hún vekur ótta og kvíða hjá flestum og fólk veigrar sér við að lesa fréttina sem fylgir af ótta við að þekkja þann eða þá sem hún fjallar um. Váfréttir í þessum dúr eru því miður alltof algengar. Um 200 einstaklingar slasast alvarlega, eða láta lífið, á hverju einasta ári. Þetta eru slys sem skilja eftir sig mikinn harmleik í samfélaginu og skilja oft á tíðum ungt og efnilegt fólk eftir örkumla eða það kveður heiminn langt fyrir aldur fram. Þá leggja svona slys gríðarlegt álag á heilbrigðiskerfið og kosta samfélagið okkar um það bil 50 milljarða á ári. Eftir stendur því stóra spurningin, þarf þetta raunverulega að vera svona?Lausnirnar eru til staðar Við búum svo vel á Íslandi að eiga til mikið af gögnum um slys og ástæður þeirra, ástand vegakerfisins o.s.frv. Þá eru til alþjóðleg kerfi eins og Eurotrap, Vita og fleiri sem vinna með þau gögn sem við eigum. Með því að móta skýra stefnu og setja sér markmið er hægt að nýta þessi gögn til að útrýma umferðarslysum.Stefnum á 5 stjörnur Við eigum því að setja okkur þá stefnu að hér á landi verði 5 stjörnu bílar, 5 stjörnu ökumenn og 5 stjörnu vegakerfi. Öruggari bílar, svokallaðir 5 stjörnu bílar, eru komnir til sögunnar. Koma þeirra á markaðinn hefur orðið til þess að líkurnar á því að ökumenn og farþegar bifreiða lifi af umferðaróhöpp hafa aukist, auk þess sem hættan á að þeir slasist alvarlega hefur minnkað. Orsök rúmlega 90% umferðarslysa má rekja til mannlegra mistaka. Það er hægt að ná góðum árangri í að gera fólk að 5 stjörnu ökumönnum með auknu eftirliti lögreglu og öflugri umferðarfræðslu. Mikilvægt er þó að vegirnir séu einnig 5 stjörnu svo hægt sé draga úr mistökum ökumanna og lágmarka skaðann þegar þau eiga sér stað.Góðar fyrirmyndir Í dag eru þrjú lönd til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Svíþjóð hefur sett sér markmið um að 75% ferða verði á öruggum vegum árið 2020. Holland segir lágmark 3 stjörnur á helstu vegum fyrir 2020 og Nýja-Sjáland vill 4 stjörnur fyrir alla þjóðfélagslega mikilvæga vegi. Þess má geta að Alþjóðabankinn lánar ekki til vegaframkvæmda nema hönnun vegarins uppfylli 3 stjörnu markmið.Fækkum váfréttunum Við leggjum því til að í fyrsta áfanga verði byrjað á að bregðast við á slysamestu og áhættusömustu vegum landsins með nauðsynlegum endurbótum; að stefna verði sett um að allir vegir með umferð upp á 10.000 bíla eða meira á dag verði 5 stjörnu og að vegir með 5 til 10 þúsund bíla verði 4 stjörnu vegir. Þannig myndum við á skömmum tíma fækka alvarlegum umferðarslysum um helming. Leggjum okkar af mörkum til að draga úr váfréttunum og komum Íslandi á rétta leið í umferðaröryggi. Setjum X við D.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Hver kannast ekki við fyrirsögn af þessum toga? Hún vekur ótta og kvíða hjá flestum og fólk veigrar sér við að lesa fréttina sem fylgir af ótta við að þekkja þann eða þá sem hún fjallar um. Váfréttir í þessum dúr eru því miður alltof algengar. Um 200 einstaklingar slasast alvarlega, eða láta lífið, á hverju einasta ári. Þetta eru slys sem skilja eftir sig mikinn harmleik í samfélaginu og skilja oft á tíðum ungt og efnilegt fólk eftir örkumla eða það kveður heiminn langt fyrir aldur fram. Þá leggja svona slys gríðarlegt álag á heilbrigðiskerfið og kosta samfélagið okkar um það bil 50 milljarða á ári. Eftir stendur því stóra spurningin, þarf þetta raunverulega að vera svona?Lausnirnar eru til staðar Við búum svo vel á Íslandi að eiga til mikið af gögnum um slys og ástæður þeirra, ástand vegakerfisins o.s.frv. Þá eru til alþjóðleg kerfi eins og Eurotrap, Vita og fleiri sem vinna með þau gögn sem við eigum. Með því að móta skýra stefnu og setja sér markmið er hægt að nýta þessi gögn til að útrýma umferðarslysum.Stefnum á 5 stjörnur Við eigum því að setja okkur þá stefnu að hér á landi verði 5 stjörnu bílar, 5 stjörnu ökumenn og 5 stjörnu vegakerfi. Öruggari bílar, svokallaðir 5 stjörnu bílar, eru komnir til sögunnar. Koma þeirra á markaðinn hefur orðið til þess að líkurnar á því að ökumenn og farþegar bifreiða lifi af umferðaróhöpp hafa aukist, auk þess sem hættan á að þeir slasist alvarlega hefur minnkað. Orsök rúmlega 90% umferðarslysa má rekja til mannlegra mistaka. Það er hægt að ná góðum árangri í að gera fólk að 5 stjörnu ökumönnum með auknu eftirliti lögreglu og öflugri umferðarfræðslu. Mikilvægt er þó að vegirnir séu einnig 5 stjörnu svo hægt sé draga úr mistökum ökumanna og lágmarka skaðann þegar þau eiga sér stað.Góðar fyrirmyndir Í dag eru þrjú lönd til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Svíþjóð hefur sett sér markmið um að 75% ferða verði á öruggum vegum árið 2020. Holland segir lágmark 3 stjörnur á helstu vegum fyrir 2020 og Nýja-Sjáland vill 4 stjörnur fyrir alla þjóðfélagslega mikilvæga vegi. Þess má geta að Alþjóðabankinn lánar ekki til vegaframkvæmda nema hönnun vegarins uppfylli 3 stjörnu markmið.Fækkum váfréttunum Við leggjum því til að í fyrsta áfanga verði byrjað á að bregðast við á slysamestu og áhættusömustu vegum landsins með nauðsynlegum endurbótum; að stefna verði sett um að allir vegir með umferð upp á 10.000 bíla eða meira á dag verði 5 stjörnu og að vegir með 5 til 10 þúsund bíla verði 4 stjörnu vegir. Þannig myndum við á skömmum tíma fækka alvarlegum umferðarslysum um helming. Leggjum okkar af mörkum til að draga úr váfréttunum og komum Íslandi á rétta leið í umferðaröryggi. Setjum X við D.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar