Framtíðarsýn mín sem gamalmenni Baldur Vignir Karlsson skrifar 25. október 2016 00:00 Ég á mér framtíðarsýn þar sem ég er hamingjusamt og farsælt gamalmenni. Þar sem börnin mín og þeirra kynslóð bera virðingu fyrir mér og hinum eldri borgurunum vegna þess að við erum búin að vera svo ansi dugleg í að byggja upp og gera og græja fyrir samfélagið sem við lifum í. Það þykir sjálfsagt að við eigum áhyggjulaus ævikvöld. Þetta er framtíðarsýn þar sem stjórnvöld eru fyrir löngu búin að búa svo um hnútana að þau vitrustu á meðal okkar og þau sem minnst mega sín þurfa ekki að hafa afkomu áhyggjur, því nógar eru áhyggjurnar aðrar, og þar sem barnabörnin mín þurfa ekki að kvíða því að fljúga úr hreiðrinu vegna þess að það er nær ómögulegt að flytja í sitt eigið húsnæði eða leigja á mannsæmandi verði. Þetta er framtíðarsýn þar sem orðið: „Tekjuskerðing“, er ekki lengur að finna í orðabókinni. Hvort sem verið er að tala um ellilífeyri, örorkubætur, barnabætur eða námslán. Ég er hinsvegar bara 37 ára og veruleikinn er töluvert öðruvísi í dag. Hann er ekki alslæmur, bara öðruvísi. Við lifum í einu ríkasta landi í heimi, og vissulega eru góðir hlutir að gerast. En þrátt fyrir það lifa tæplega 10% barna undir fátækramörkum. Öryrkjar, sem hafa ekkert val um að fæðast blind eða heyrnarlaus, verða veik á líkama eða sál eða lenda í hræðilegum slysum, ná mjög illa endum saman. Helmingur gamalmenna lepur dauðann úr skel á grunnlífeyri, ungt fólk á erfitt með að finna sér sómasamlegt húsnæði og námsmenn þurfa helst að vinna 100% vinnu með námi til að forða sér frá námslánum sem þeir annars væru áratugi að borga til baka.Siðferðislega ábótavant Við erum með fólk á æðstu stöðum samfélagsins sem gefur skít í ákveðna hópa þangað til rétt fyrir kosningar og við þurfum að losa okkur við það. Það er reyndar löglegt að gefa skít í ákveðna hópa, en ég held við getum flest verið sammála um að það er siðferðislega ábótavant. Löglegt en siðlaust er ekki dyggð þó margir séu farnir að trúa því. Það er enginn rétt leið að gera rangan hlut. Ef rýnt er í tölur frá ríkiskattstjóra og Hagstofunni kemur í ljós að milli 2013-2016 hefur bein skattbyrði á lágtekju- og millitekjufólk aukist á meðan álögum hefur verið létt af stóreignafólki og hátekjuhópum. Viljum við ekki betra samfélag en þetta? Ég held það. Til dæmis væru 300.000kr skattleysismörk, afnám tekjuskerðinga og námsstyrkir í staðinn fyrir námslán góð byrjun. Og auðvitað að kjósa Flokk Fólksins. Við erum nokkuð mörg í Flokki Fólksins með leiðtogahæfileika í tonnatali en við erum bara með eitt náttúruafl, og það er Inga Sæland. Ég mun stoltur þramma fyrir aftan hana alla leið inn á Alþingi með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. X-F! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Ég á mér framtíðarsýn þar sem ég er hamingjusamt og farsælt gamalmenni. Þar sem börnin mín og þeirra kynslóð bera virðingu fyrir mér og hinum eldri borgurunum vegna þess að við erum búin að vera svo ansi dugleg í að byggja upp og gera og græja fyrir samfélagið sem við lifum í. Það þykir sjálfsagt að við eigum áhyggjulaus ævikvöld. Þetta er framtíðarsýn þar sem stjórnvöld eru fyrir löngu búin að búa svo um hnútana að þau vitrustu á meðal okkar og þau sem minnst mega sín þurfa ekki að hafa afkomu áhyggjur, því nógar eru áhyggjurnar aðrar, og þar sem barnabörnin mín þurfa ekki að kvíða því að fljúga úr hreiðrinu vegna þess að það er nær ómögulegt að flytja í sitt eigið húsnæði eða leigja á mannsæmandi verði. Þetta er framtíðarsýn þar sem orðið: „Tekjuskerðing“, er ekki lengur að finna í orðabókinni. Hvort sem verið er að tala um ellilífeyri, örorkubætur, barnabætur eða námslán. Ég er hinsvegar bara 37 ára og veruleikinn er töluvert öðruvísi í dag. Hann er ekki alslæmur, bara öðruvísi. Við lifum í einu ríkasta landi í heimi, og vissulega eru góðir hlutir að gerast. En þrátt fyrir það lifa tæplega 10% barna undir fátækramörkum. Öryrkjar, sem hafa ekkert val um að fæðast blind eða heyrnarlaus, verða veik á líkama eða sál eða lenda í hræðilegum slysum, ná mjög illa endum saman. Helmingur gamalmenna lepur dauðann úr skel á grunnlífeyri, ungt fólk á erfitt með að finna sér sómasamlegt húsnæði og námsmenn þurfa helst að vinna 100% vinnu með námi til að forða sér frá námslánum sem þeir annars væru áratugi að borga til baka.Siðferðislega ábótavant Við erum með fólk á æðstu stöðum samfélagsins sem gefur skít í ákveðna hópa þangað til rétt fyrir kosningar og við þurfum að losa okkur við það. Það er reyndar löglegt að gefa skít í ákveðna hópa, en ég held við getum flest verið sammála um að það er siðferðislega ábótavant. Löglegt en siðlaust er ekki dyggð þó margir séu farnir að trúa því. Það er enginn rétt leið að gera rangan hlut. Ef rýnt er í tölur frá ríkiskattstjóra og Hagstofunni kemur í ljós að milli 2013-2016 hefur bein skattbyrði á lágtekju- og millitekjufólk aukist á meðan álögum hefur verið létt af stóreignafólki og hátekjuhópum. Viljum við ekki betra samfélag en þetta? Ég held það. Til dæmis væru 300.000kr skattleysismörk, afnám tekjuskerðinga og námsstyrkir í staðinn fyrir námslán góð byrjun. Og auðvitað að kjósa Flokk Fólksins. Við erum nokkuð mörg í Flokki Fólksins með leiðtogahæfileika í tonnatali en við erum bara með eitt náttúruafl, og það er Inga Sæland. Ég mun stoltur þramma fyrir aftan hana alla leið inn á Alþingi með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. X-F!
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar