Hvar á menningin heima? Páll Rafnar Þorsteinsson og Birna Hafstein skrifar 24. október 2016 22:03 „Menning er að gera hlutina vel.” Þannig komst Þorsteinn Gylfason heimspekiprófessor eitt sinn að orði. En þegar spurt er hvað Íslendingar gera vel þá verða margir til þess að nefna bókmenntir eða listir. Hróður Íslendinga á alþjóðavísu er að miklu leyti borinn af menningararfleifðinni. Löngum voru það fornbókmenntirnar sem nærðu þjóðarstoltið, en á síðari árum hafa íslenskir listamenn á ýmsum sviðum, ekki síst tónlistarfólk, haldið merkinu á lofti.VerðmætasköpunBlómlegt tónlistarlíf má áreiðanlega að miklu leyti rekja til öflugs starfs tónlistarskóla víða um land á síðustu öld. Að sama skapi má gera ráð fyrir að traustar stoðir listnáms séu forsenda grósku í listsköpun. Í dag starfa hátt í 20.000 manns á sviði skapandi greina. Til þess að setja þá tölu í samhengi má nefna að svipaður fjöldi starfar við landbúnað og sjávarútveg samanlagt. Menningargeirinn veltir um 200 milljörðum árlega og skapar á þriðja tug milljarða í útflutningsgetkjur. Hér er miðað við gamlar tölur frá árinu 2009 og aðeins tekið tillit til virðisaukaskattskyldra tekna. Þá skila skapandi greinar 4-5% til landsframleiðslunar á meðan landbúnaður skilar 1%. Nú er talið er að þær verði einhver mesti vaxtarbroddur í atvinnulífi í náinni framtíð. Listaháskóli Íslands var stofnaður árið 1998 og hóf starfsemi ári síðar. Hlutverk skólans er að sinna æðri menntun á sviði listgreina en jafnframt að vinna að eflingu listmennta með þjóðinni og miðla fræðslu um menningu til almennings. LHÍ er miðstöð þekkingarsköpunar á sviði skapandi greina og stuðlar að fagmennsku á þessu sviði, sem verður sífellt mikilvægari hluti af íslensku samfélagi og atvinnulífi.Óhætt er að fullyrða að LHÍ hafi bæði mikilvægu fræðilegu og faglegu hlutverki að gegna og líka umtalsverða samfélagslega þýðingu. Það var enda pólitísk ákvörðun á sínum tíma að byggja upp kennslu- og rannsóknasetur sem staðið gæti undir atvinnu- og nýsköpun á svið menningar og lista.Olnbogabarnið LHÍNú tæpum tveimur áratugum eftir stofnun er skólinn enn á hrakhólum. Húsakosturinn er er ófullnægjandi og starfsemin er dreifð á fjóra staði sem dempar þau skapandi samlegðaráhrif sem ættu að verða í samspili ólíkra listgreina innan sterkrar listaakademíu. Líkt og aðrir háskólar á Íslandi hefur skólinn búið við fjársvelti sem dregur þrótt úr starfseminni. Listaháskólinn hefur að auki verið sveltur af rannsóknafjármagni. Fjárveitingar til rannsókna eru hverfandi í samanburði við aðra háskóla hér á landi. Það verður vart sagt að stjórnvöld hafi gert hlutina vel þegar menning og listir eru annars vegar. Ekkert verður til úr engu, jafnvel ekki frumsköpun listamanna. Því þarf að styrkja umgjörð skapandi greina. Það þarf að fjármagna framsæknar rannsóknir á þessu sviði. Það þarf að styðja og efla listmenntun. Menningar- og listnám þarf að eiga heimili. Við viljum sameina Listaháskóla Íslands á einn stað. Við viljum vanda okkur. Við viljum gera hlutina vel.Páll Rafnar Þorsteinsson, heimspekingurBirna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikaraHöfundar eru í 3. og 4. Sæti á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
„Menning er að gera hlutina vel.” Þannig komst Þorsteinn Gylfason heimspekiprófessor eitt sinn að orði. En þegar spurt er hvað Íslendingar gera vel þá verða margir til þess að nefna bókmenntir eða listir. Hróður Íslendinga á alþjóðavísu er að miklu leyti borinn af menningararfleifðinni. Löngum voru það fornbókmenntirnar sem nærðu þjóðarstoltið, en á síðari árum hafa íslenskir listamenn á ýmsum sviðum, ekki síst tónlistarfólk, haldið merkinu á lofti.VerðmætasköpunBlómlegt tónlistarlíf má áreiðanlega að miklu leyti rekja til öflugs starfs tónlistarskóla víða um land á síðustu öld. Að sama skapi má gera ráð fyrir að traustar stoðir listnáms séu forsenda grósku í listsköpun. Í dag starfa hátt í 20.000 manns á sviði skapandi greina. Til þess að setja þá tölu í samhengi má nefna að svipaður fjöldi starfar við landbúnað og sjávarútveg samanlagt. Menningargeirinn veltir um 200 milljörðum árlega og skapar á þriðja tug milljarða í útflutningsgetkjur. Hér er miðað við gamlar tölur frá árinu 2009 og aðeins tekið tillit til virðisaukaskattskyldra tekna. Þá skila skapandi greinar 4-5% til landsframleiðslunar á meðan landbúnaður skilar 1%. Nú er talið er að þær verði einhver mesti vaxtarbroddur í atvinnulífi í náinni framtíð. Listaháskóli Íslands var stofnaður árið 1998 og hóf starfsemi ári síðar. Hlutverk skólans er að sinna æðri menntun á sviði listgreina en jafnframt að vinna að eflingu listmennta með þjóðinni og miðla fræðslu um menningu til almennings. LHÍ er miðstöð þekkingarsköpunar á sviði skapandi greina og stuðlar að fagmennsku á þessu sviði, sem verður sífellt mikilvægari hluti af íslensku samfélagi og atvinnulífi.Óhætt er að fullyrða að LHÍ hafi bæði mikilvægu fræðilegu og faglegu hlutverki að gegna og líka umtalsverða samfélagslega þýðingu. Það var enda pólitísk ákvörðun á sínum tíma að byggja upp kennslu- og rannsóknasetur sem staðið gæti undir atvinnu- og nýsköpun á svið menningar og lista.Olnbogabarnið LHÍNú tæpum tveimur áratugum eftir stofnun er skólinn enn á hrakhólum. Húsakosturinn er er ófullnægjandi og starfsemin er dreifð á fjóra staði sem dempar þau skapandi samlegðaráhrif sem ættu að verða í samspili ólíkra listgreina innan sterkrar listaakademíu. Líkt og aðrir háskólar á Íslandi hefur skólinn búið við fjársvelti sem dregur þrótt úr starfseminni. Listaháskólinn hefur að auki verið sveltur af rannsóknafjármagni. Fjárveitingar til rannsókna eru hverfandi í samanburði við aðra háskóla hér á landi. Það verður vart sagt að stjórnvöld hafi gert hlutina vel þegar menning og listir eru annars vegar. Ekkert verður til úr engu, jafnvel ekki frumsköpun listamanna. Því þarf að styrkja umgjörð skapandi greina. Það þarf að fjármagna framsæknar rannsóknir á þessu sviði. Það þarf að styðja og efla listmenntun. Menningar- og listnám þarf að eiga heimili. Við viljum sameina Listaháskóla Íslands á einn stað. Við viljum vanda okkur. Við viljum gera hlutina vel.Páll Rafnar Þorsteinsson, heimspekingurBirna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikaraHöfundar eru í 3. og 4. Sæti á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun