Hver borgar? Birgir Guðjónsson skrifar 25. október 2016 07:00 Heilbrigðismálin eru enn bitbein í kosningabaráttu og einfaldar lausnir boðaðar án nokkurs rökstuðnings. Nokkrir stjórnmálaflokkar boða gjaldfrjálsa þ.e. „fría“ heilbrigðisþjónustu. Kári vill 11% af þjóðartekjum í heilbrigðisþjónustuna. Fjármálaspeki mín er ekki mikil en hugstæð er setning/frasi sem oft heyrðist í dvöl minni í Bandaríkjunum og almenningur þekkti vel þ.e. „there is no free lunch“, sem einfaldlega má þýða: það er enginn frír (ókeypis) hádegisverður. Einhver verður alltaf að borga, yfirleitt er það neytandinn eftir öðrum leiðum. Ef þessir boðberar ætla að afnema alla gjaldtöku í heilbrigðisþjónustu er þeim skylt að benda á hvar eigi að draga úr öðrum útgjöldum. Alls staðar virðist vanta meira fé, svo sem í menntakerfið, löggæslu og vegamál, hvar á að draga úr? Minni menntun eða löggæslu, verri vegir? Sama er að segja um 11% hans Kára, hvar á að draga úr öðrum framlögum? Kári hefur vissulega nokkra reynslu af fjármálum með gjaldþroti fyrirtækis upp á um 40 milljarða kr. (313,9 miljónir bandaríkjadala, (skv. Wikipedia)) eftir mikil hlutabréfakaup almennings, án þess að yfirlýstum markmiðum hafi verið náð. Var 800 milljóna kr. skannagjöf friðþæging? Það dugar lítið að ætla sér að ráða og reka menn úr stjórnmálum. Þegar kallað er eftir ítarlegum upplýsingum um fjármál forsetafjölskyldu mætti líta sér nær.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðismálin eru enn bitbein í kosningabaráttu og einfaldar lausnir boðaðar án nokkurs rökstuðnings. Nokkrir stjórnmálaflokkar boða gjaldfrjálsa þ.e. „fría“ heilbrigðisþjónustu. Kári vill 11% af þjóðartekjum í heilbrigðisþjónustuna. Fjármálaspeki mín er ekki mikil en hugstæð er setning/frasi sem oft heyrðist í dvöl minni í Bandaríkjunum og almenningur þekkti vel þ.e. „there is no free lunch“, sem einfaldlega má þýða: það er enginn frír (ókeypis) hádegisverður. Einhver verður alltaf að borga, yfirleitt er það neytandinn eftir öðrum leiðum. Ef þessir boðberar ætla að afnema alla gjaldtöku í heilbrigðisþjónustu er þeim skylt að benda á hvar eigi að draga úr öðrum útgjöldum. Alls staðar virðist vanta meira fé, svo sem í menntakerfið, löggæslu og vegamál, hvar á að draga úr? Minni menntun eða löggæslu, verri vegir? Sama er að segja um 11% hans Kára, hvar á að draga úr öðrum framlögum? Kári hefur vissulega nokkra reynslu af fjármálum með gjaldþroti fyrirtækis upp á um 40 milljarða kr. (313,9 miljónir bandaríkjadala, (skv. Wikipedia)) eftir mikil hlutabréfakaup almennings, án þess að yfirlýstum markmiðum hafi verið náð. Var 800 milljóna kr. skannagjöf friðþæging? Það dugar lítið að ætla sér að ráða og reka menn úr stjórnmálum. Þegar kallað er eftir ítarlegum upplýsingum um fjármál forsetafjölskyldu mætti líta sér nær.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar