Arðsamara atvinnulíf Árni Páll Árnason skrifar 21. október 2016 00:00 Á nýju kjörtímabili munum við hafa einstakt tækifæri til að leggja nýjar grundvallarreglur efnahagslífsins, þar sem hagsmunir venjulegs fólks eru settir í öndvegi. Vöxtur sem byggir undir fjölbreytt atvinnulíf og stendur undir vel launuðum störfum fyrir venjulegt fólk er öllum til góða. Vöxtur sem byggir á bólugróða eykur misskiptingu, gerir örfáa ríka og skilur ekkert eftir þegar bólan er búin. Við þurfum framleiðniaukningu og fleiri störf sem bjóða há laun, enda vinnum við lengur fyrir lægri laun en aðrar Norðurlandaþjóðir og ungt fólk ber minna úr býtum hér en í grannlöndunum. Þannig getum við ekki haldið áfram. Fólkið okkar mun leita þangað sem kjörin eru best. Til viðbótar er aðbúnaður barnafjölskyldna lakari hér en í grannlöndunum. Þess vegna er það svo brýnt verkefni að auka stuðning við barnafjölskyldur með tvöföldun barnabóta, efla fæðingarorlofið og leysa úr vanda þeirra fjölskyldna sem ná ekki að kaupa fyrstu fasteign og hrekjast úr einni ótryggri leigu í aðra. Það munum við gera með því að veita þessum hópi forskot með fyrirframgreiðslu vaxtabóta og með stórfelldri uppbyggingu á leiguhúsnæði.Fjárfesta þarf í grunnstoðunum Við þurfum efnahagslegan stöðugleika, lækkun vaxta og opnun landsins fyrir samkeppni. Um allt land þarf uppbyggingu innviða, betri samgöngur og fjarskipti og fleiri tækifæri í menntun, sem styðja svo aftur við sköpun fjölbreyttari og sífellt verðmætari starfa. Besta leiðin til að tryggja samkeppnishæfni landsins er að fjárfesta í grunnstoðum opinberrar velferðarþjónustu – heilbrigðisþjónustu og menntakerfi sem rekið er fyrir almennt skattfé. Það er ekki bara vitlaust að loka framhaldsskólum fyrir fólki yfir 25 ára aldri og það er ekki bara sársaukafullur óþarfi að hafa áralanga biðlista eftir liðskiptaaðgerðum – það er beinlínis vondur bissness og dregur úr framleiðni og velsæld fólks. Því þegar öllu er á botninn hvolft vill enginn búa í landi með vonda velferð. Við erum heppin að búa við sterkar útflutningsatvinnugreinar, en við þurfum að styrkja þann grunn frekar og tryggja almenningi arð af auðlindunum. Allar atvinnugreinar eiga að greiða sanngjarnt gjald fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum. Þannig getum við haldið sköttum á einstaklinga og verðmætaskapandi fyrirtæki í lágmarki. Við þurfum líka að fá arð af ríkiseignum og gefa ófrávíkjanleg fyrirmæli um samkeppni um sölu þeirra. Borgunarhneykslið á nefnilega að verða einsdæmi, ekki fordæmi. Og áður en bankar eru seldir þarf að endurhugsa fjármálakerfið allt, til að tryggja að það þjóni fólki og fyrirtækjum, en ekki sjálfu sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Á nýju kjörtímabili munum við hafa einstakt tækifæri til að leggja nýjar grundvallarreglur efnahagslífsins, þar sem hagsmunir venjulegs fólks eru settir í öndvegi. Vöxtur sem byggir undir fjölbreytt atvinnulíf og stendur undir vel launuðum störfum fyrir venjulegt fólk er öllum til góða. Vöxtur sem byggir á bólugróða eykur misskiptingu, gerir örfáa ríka og skilur ekkert eftir þegar bólan er búin. Við þurfum framleiðniaukningu og fleiri störf sem bjóða há laun, enda vinnum við lengur fyrir lægri laun en aðrar Norðurlandaþjóðir og ungt fólk ber minna úr býtum hér en í grannlöndunum. Þannig getum við ekki haldið áfram. Fólkið okkar mun leita þangað sem kjörin eru best. Til viðbótar er aðbúnaður barnafjölskyldna lakari hér en í grannlöndunum. Þess vegna er það svo brýnt verkefni að auka stuðning við barnafjölskyldur með tvöföldun barnabóta, efla fæðingarorlofið og leysa úr vanda þeirra fjölskyldna sem ná ekki að kaupa fyrstu fasteign og hrekjast úr einni ótryggri leigu í aðra. Það munum við gera með því að veita þessum hópi forskot með fyrirframgreiðslu vaxtabóta og með stórfelldri uppbyggingu á leiguhúsnæði.Fjárfesta þarf í grunnstoðunum Við þurfum efnahagslegan stöðugleika, lækkun vaxta og opnun landsins fyrir samkeppni. Um allt land þarf uppbyggingu innviða, betri samgöngur og fjarskipti og fleiri tækifæri í menntun, sem styðja svo aftur við sköpun fjölbreyttari og sífellt verðmætari starfa. Besta leiðin til að tryggja samkeppnishæfni landsins er að fjárfesta í grunnstoðum opinberrar velferðarþjónustu – heilbrigðisþjónustu og menntakerfi sem rekið er fyrir almennt skattfé. Það er ekki bara vitlaust að loka framhaldsskólum fyrir fólki yfir 25 ára aldri og það er ekki bara sársaukafullur óþarfi að hafa áralanga biðlista eftir liðskiptaaðgerðum – það er beinlínis vondur bissness og dregur úr framleiðni og velsæld fólks. Því þegar öllu er á botninn hvolft vill enginn búa í landi með vonda velferð. Við erum heppin að búa við sterkar útflutningsatvinnugreinar, en við þurfum að styrkja þann grunn frekar og tryggja almenningi arð af auðlindunum. Allar atvinnugreinar eiga að greiða sanngjarnt gjald fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum. Þannig getum við haldið sköttum á einstaklinga og verðmætaskapandi fyrirtæki í lágmarki. Við þurfum líka að fá arð af ríkiseignum og gefa ófrávíkjanleg fyrirmæli um samkeppni um sölu þeirra. Borgunarhneykslið á nefnilega að verða einsdæmi, ekki fordæmi. Og áður en bankar eru seldir þarf að endurhugsa fjármálakerfið allt, til að tryggja að það þjóni fólki og fyrirtækjum, en ekki sjálfu sér.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun