Varðar mig og þig um skólann? Bryndís Víglundsdóttir skrifar 11. nóvember 2016 07:00 Ég er hugsi yfir þröngri stöðu skólastarfs á Íslandi. Þessi þrengsli eru á öllum skólastigum og þetta „reddast ekki“ nema tekið sé á vandanum. Nú er fyrirskipað að skólinn skuli vera án aðgreiningar. Þetta þýðir að börn sem glíma við margslunginn vanda, skerta námsgetu og skert andlegt heilbrigði skulu sækja menntun sína í sömu smiðju og börnin sem fengu meiri námsgetu í vöggugjöf og þau sem ekki glíma við veikindi á geði. Börnin sem verið er að mennta í skólum okkar eiga eftir nokkur ár að bera uppi samfélag okkar. Gert er ráð fyrir því í lögum og reglugerðum um skólastarf á Íslandi að börn skuli fá menntun við hæfi hvers og eins, enda sé stuðningur við námið tiltækur. Mikið vantar á að þessi stuðningur sé annað en orðin tóm. Ekki er við stjórnendur skólanna að sakast. Þeir fá ekki fólk til starfa. Flóknara er það ekki. Löngum hefur það viðhorfið þrifist hér að hver sem er geti „sagt börnum til“. Margt má segja börnum með góðum árangri. En það er þegar kenna á börnum sem búa við ýmsar skerðingar að reynir á hvort kennarinn-leiðbeinandinn kann til verka. Það er ekki fleipur þegar koma fréttir um að fjöldi kennara sé orðinn uppgefinn. Leiðbeinendur/stuðningsfulltrúar eru ráðnir til starfa í skólunum án nokkurrar þjálfunar og þeim fengin mörg flókin verkefni til úrlausnar. Börn fá ekki það sem þeim berNiðurstaðan er sú að börnin fá ekki það sem þeim ber, hvar í getuflokki sem þau standa. Það er niðurlægjandi fyrir fagmenn að vinna í umhverfi þar sem aðstæður allar hamla því að unnt sé að vinna í samræmi við þekkingu og hugsjónirnar. Svona er staðan í skólastofunni og svo kemur að laununum. Unga fólkinu hugnast ekki launin sem eru í boði fyrir kennslustörfin. Nýnemum í kennaranámi fækkar og vantar mikið á að hægt verði að ráða kennara í stöður sem losna á næstu misserum. Varðar okkur, borgarana ekki um þetta? Á okkur að standa á sama? Varðar okkur, foreldra, ömmur og afa, langömmur og langafa ekki um hvað blasir við í skólum okkar? Kæru aðstandendur-foreldrar, afar og ömmur, frændur og frænkur, Íslendingar! Leggjum skólastarfi í landinu okkar lið með því að styðja við kennarana og réttmætar kröfur þeirra. Kröfurnar snúa bæði að starfsaðstöðu og launum. Látum í okkur heyra ef við látum okkur varða framtíð barnanna okkar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Víglundsdóttir Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er hugsi yfir þröngri stöðu skólastarfs á Íslandi. Þessi þrengsli eru á öllum skólastigum og þetta „reddast ekki“ nema tekið sé á vandanum. Nú er fyrirskipað að skólinn skuli vera án aðgreiningar. Þetta þýðir að börn sem glíma við margslunginn vanda, skerta námsgetu og skert andlegt heilbrigði skulu sækja menntun sína í sömu smiðju og börnin sem fengu meiri námsgetu í vöggugjöf og þau sem ekki glíma við veikindi á geði. Börnin sem verið er að mennta í skólum okkar eiga eftir nokkur ár að bera uppi samfélag okkar. Gert er ráð fyrir því í lögum og reglugerðum um skólastarf á Íslandi að börn skuli fá menntun við hæfi hvers og eins, enda sé stuðningur við námið tiltækur. Mikið vantar á að þessi stuðningur sé annað en orðin tóm. Ekki er við stjórnendur skólanna að sakast. Þeir fá ekki fólk til starfa. Flóknara er það ekki. Löngum hefur það viðhorfið þrifist hér að hver sem er geti „sagt börnum til“. Margt má segja börnum með góðum árangri. En það er þegar kenna á börnum sem búa við ýmsar skerðingar að reynir á hvort kennarinn-leiðbeinandinn kann til verka. Það er ekki fleipur þegar koma fréttir um að fjöldi kennara sé orðinn uppgefinn. Leiðbeinendur/stuðningsfulltrúar eru ráðnir til starfa í skólunum án nokkurrar þjálfunar og þeim fengin mörg flókin verkefni til úrlausnar. Börn fá ekki það sem þeim berNiðurstaðan er sú að börnin fá ekki það sem þeim ber, hvar í getuflokki sem þau standa. Það er niðurlægjandi fyrir fagmenn að vinna í umhverfi þar sem aðstæður allar hamla því að unnt sé að vinna í samræmi við þekkingu og hugsjónirnar. Svona er staðan í skólastofunni og svo kemur að laununum. Unga fólkinu hugnast ekki launin sem eru í boði fyrir kennslustörfin. Nýnemum í kennaranámi fækkar og vantar mikið á að hægt verði að ráða kennara í stöður sem losna á næstu misserum. Varðar okkur, borgarana ekki um þetta? Á okkur að standa á sama? Varðar okkur, foreldra, ömmur og afa, langömmur og langafa ekki um hvað blasir við í skólum okkar? Kæru aðstandendur-foreldrar, afar og ömmur, frændur og frænkur, Íslendingar! Leggjum skólastarfi í landinu okkar lið með því að styðja við kennarana og réttmætar kröfur þeirra. Kröfurnar snúa bæði að starfsaðstöðu og launum. Látum í okkur heyra ef við látum okkur varða framtíð barnanna okkar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun