Um sáttakjaftæði Markús Möller skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Eitthvað það vitlausasta sem sett var í sölu fyrir kosningarnar var sáttakjaftæðið. Jafnvel sá flokkur sem ég á endanum kaus, – Viðreisn sem virtist það skásta á markaðnum – sá flokkur sagðist ætla að taka almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni en talaði þó í síbylju um að ná sáttum milli þessara andstæðu póla. Ekki mín formúla: Þegar almannahagsmunir vinna sigur á sérhagsmunum og fá jafnvel 34 af 63, þá finnst mér vægast sagt klikkað að kjörnir fulltrúar almennings semji sig frá sigrinum sem þeir fengu umboð sitt út á. Eiginlega get ég ekki kallað slíkt annað en svik. Mér finnst prýðilega leyfilegt að koma fram af kurteisi og skikkanlegri samúð við sigraða andstæðinga, í þessu tilfelli þá sem hafa orðið efnamenn eða meira á kvótakerfinu frá 1984 í sjávarútvegi og þá sem enn hokra í skjóli búvörulaganna frá 1985 og á útkjálkum í skjóli afurðasölulaganna frá 1934. Það er heldur ekki skynsamlegt eða vitlegt að dauðpína þá sem ættu að verða bröttustu verktakarnir í þeim bransa að veiða fisk fyrir þjóðina. Hvað landbúnaðinn varðar þá getur vel verið að þar séu lífvænlegir blettir innan um, nokkuð augljóslegast í tengslum við ferðamennsku og varðveislu sérstæðra og merkilegra húsdýrastofna. Hver veit heldur nema hér gæti þess utan þróast lífvænlegur landbúnaður ef gamalli hörmungalöggjöf væri aflétt, nú þegar árar betur og leyfilegt er að flytja inn nýjustu græjur. Jafnvel svínarí og fjaðrafok gætu átt sjans ef samkeppnin kæmi að utan og innlendir framleiðendur fengju að stilla sig saman. Í ljósi gamallar og viðvarandi velvildar almennings er líka óvíst að túlka megi umboð kjósenda til að rífa upp búvörubullið sem skilyrðislaust skotleyfi á bændur né andstöðu við þjóðargjöf á kvóta sem kröfu um að leggja Raufarhöfn í rúst. En að fara t.d. hugsunarlaust með glórulausa landbúnaðarstyrki úr 25 milljörðum á ári (PSE frá OECD fyrir innvígða, og vantar þó sennilega einhverja ríkisstyrki inn í það) í besta falli niður í svo sem 12-15 og taka þriðjung eða svo af kvóta í hlut þjóðarinnar, væri arfalélegt hálfkák. Sáttakjaftæðið er annars gamalgróið og hefðbundið trix þeirra pólitísku málaliða sem hafa að aðalstarfi að hygla sérhagsmunum. Það náði hæst, þegar ríkisstjórnin 2009-2013 skipaði – hvað haldið þið – sáttanefnd til að finna lausn í kvótamálinu. Í fréttatilkynningu sjávarútvegsráðherra 2. júlí 2009 eru taldir upp 16 nefndarmenn, 6 þingmenn, allir úr plássum sem voru – og eru – undir nöglinni á útgerðum staðarins, einn bæjarfulltrúi og einn verkalýðsforkólfur úr sams konar plássum, 3 frá samtökum útgerðarmanna, 2 frá fiskvinnslusamtökum og 3 frá sjómönnum. Sem sagt, 16-0 fyrir sérhagsmuni og algert svartamyrkur fyrir þau 64% kjósenda sem þá bjuggu á Reykjavíkursvæðinu. Reyndar dúkkaði upp einn líklegur málsvari almannahagsmuna í skilaplaggi nefndarinnar, líklega vegna þess að í ógáti hafi ráðherrann gleymt nýjum þingflokki Borgarahreyfingarinnar. Útkoman varð eins og til var stofnað, furðukokkteill af byggðastefnubulli og sérhagsmunaþjónkun sem dagaði sem betur fer uppi.Grafnir út og suður Nú er ástæða fyrir almenning og hagsmunina hans að hafa af því áhyggjur að Viðreisn og Björt framtíð og ótrúlegt nokk jafnvel VG séu að búa sig undir að ganga í björg með Sjálfstæðisflokknum. Ekkert bendir til þess að þar fari betur fyrir almannahagsmunum en í sáttanefndinni forðum. Eftir japl og jaml og fuður verða þeir grafnir út og suður. Bjarni gæti samþykkt obbolítið ESB enda mestanpart sloppinn undan undan blýantsenda ritstjórans. Meira að segja VG hefur gefið til kynna að það mætti sosum ræða eitthvað svoleiðis ef þjóðin væri svo vitlaus að vilja það endilega. Svo yrðu einhver fíkjublöð til sjós og lands sem gætu orðið verri en ekkert, t.d. ef þau festu í sessi 14-2 fyrir sérhagsmunina. Það myndi staðfesta þann beyg sem af og til var eins og kaldur sviti á sálarbakinu þegar ég mætti á fundi hjá Viðreisn að minn nýi flokkur kynni að vera undir stjórn tómra Euro-búra sem skreyttu sig stolnum fjöðrum í landbúnaðar- og kvótamálum í kosningabaráttunni, en yrðu fljótir að hrista þær af sér eftir kosningar. En á Íslandi 2016 eru til ráð við því. Ef eða þegar herlegheitin birtast og reynast óþolandi, mætti safna undirskriftum meðal þeirra sem játuðu að hafa kosið A eða C – og jafnvel VG þar sem kjósendur drægju umboð sitt táknrænt til baka vegna þess að það hafi ekki verið veitt til að gefa afslætti af almannahagsmunum. Það væri allnokkur spá fyrir Bjartri framtíð Viðreisnar. Svo mætti reyna að koma nýjum forseta í æfingu við að hjálpa Alþingi að þjóna almannahagsmunum. Fordæmin eru nýleg. En best væri að Viðreisn og Björt framtíð sæju að sér, VG fattaði að á höfuðborgarsvæðinu býr líka fólk, að Píratar legðu fram gögn fyrir því að þeir séu stjórntækir og Samfylkingin herti sig upp og ákvæði að eignast framhaldslíf í þjónustu við almannahagsmuni. Og öll dýrin í þeim hluta skógarins yrðu vinir.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Eitthvað það vitlausasta sem sett var í sölu fyrir kosningarnar var sáttakjaftæðið. Jafnvel sá flokkur sem ég á endanum kaus, – Viðreisn sem virtist það skásta á markaðnum – sá flokkur sagðist ætla að taka almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni en talaði þó í síbylju um að ná sáttum milli þessara andstæðu póla. Ekki mín formúla: Þegar almannahagsmunir vinna sigur á sérhagsmunum og fá jafnvel 34 af 63, þá finnst mér vægast sagt klikkað að kjörnir fulltrúar almennings semji sig frá sigrinum sem þeir fengu umboð sitt út á. Eiginlega get ég ekki kallað slíkt annað en svik. Mér finnst prýðilega leyfilegt að koma fram af kurteisi og skikkanlegri samúð við sigraða andstæðinga, í þessu tilfelli þá sem hafa orðið efnamenn eða meira á kvótakerfinu frá 1984 í sjávarútvegi og þá sem enn hokra í skjóli búvörulaganna frá 1985 og á útkjálkum í skjóli afurðasölulaganna frá 1934. Það er heldur ekki skynsamlegt eða vitlegt að dauðpína þá sem ættu að verða bröttustu verktakarnir í þeim bransa að veiða fisk fyrir þjóðina. Hvað landbúnaðinn varðar þá getur vel verið að þar séu lífvænlegir blettir innan um, nokkuð augljóslegast í tengslum við ferðamennsku og varðveislu sérstæðra og merkilegra húsdýrastofna. Hver veit heldur nema hér gæti þess utan þróast lífvænlegur landbúnaður ef gamalli hörmungalöggjöf væri aflétt, nú þegar árar betur og leyfilegt er að flytja inn nýjustu græjur. Jafnvel svínarí og fjaðrafok gætu átt sjans ef samkeppnin kæmi að utan og innlendir framleiðendur fengju að stilla sig saman. Í ljósi gamallar og viðvarandi velvildar almennings er líka óvíst að túlka megi umboð kjósenda til að rífa upp búvörubullið sem skilyrðislaust skotleyfi á bændur né andstöðu við þjóðargjöf á kvóta sem kröfu um að leggja Raufarhöfn í rúst. En að fara t.d. hugsunarlaust með glórulausa landbúnaðarstyrki úr 25 milljörðum á ári (PSE frá OECD fyrir innvígða, og vantar þó sennilega einhverja ríkisstyrki inn í það) í besta falli niður í svo sem 12-15 og taka þriðjung eða svo af kvóta í hlut þjóðarinnar, væri arfalélegt hálfkák. Sáttakjaftæðið er annars gamalgróið og hefðbundið trix þeirra pólitísku málaliða sem hafa að aðalstarfi að hygla sérhagsmunum. Það náði hæst, þegar ríkisstjórnin 2009-2013 skipaði – hvað haldið þið – sáttanefnd til að finna lausn í kvótamálinu. Í fréttatilkynningu sjávarútvegsráðherra 2. júlí 2009 eru taldir upp 16 nefndarmenn, 6 þingmenn, allir úr plássum sem voru – og eru – undir nöglinni á útgerðum staðarins, einn bæjarfulltrúi og einn verkalýðsforkólfur úr sams konar plássum, 3 frá samtökum útgerðarmanna, 2 frá fiskvinnslusamtökum og 3 frá sjómönnum. Sem sagt, 16-0 fyrir sérhagsmuni og algert svartamyrkur fyrir þau 64% kjósenda sem þá bjuggu á Reykjavíkursvæðinu. Reyndar dúkkaði upp einn líklegur málsvari almannahagsmuna í skilaplaggi nefndarinnar, líklega vegna þess að í ógáti hafi ráðherrann gleymt nýjum þingflokki Borgarahreyfingarinnar. Útkoman varð eins og til var stofnað, furðukokkteill af byggðastefnubulli og sérhagsmunaþjónkun sem dagaði sem betur fer uppi.Grafnir út og suður Nú er ástæða fyrir almenning og hagsmunina hans að hafa af því áhyggjur að Viðreisn og Björt framtíð og ótrúlegt nokk jafnvel VG séu að búa sig undir að ganga í björg með Sjálfstæðisflokknum. Ekkert bendir til þess að þar fari betur fyrir almannahagsmunum en í sáttanefndinni forðum. Eftir japl og jaml og fuður verða þeir grafnir út og suður. Bjarni gæti samþykkt obbolítið ESB enda mestanpart sloppinn undan undan blýantsenda ritstjórans. Meira að segja VG hefur gefið til kynna að það mætti sosum ræða eitthvað svoleiðis ef þjóðin væri svo vitlaus að vilja það endilega. Svo yrðu einhver fíkjublöð til sjós og lands sem gætu orðið verri en ekkert, t.d. ef þau festu í sessi 14-2 fyrir sérhagsmunina. Það myndi staðfesta þann beyg sem af og til var eins og kaldur sviti á sálarbakinu þegar ég mætti á fundi hjá Viðreisn að minn nýi flokkur kynni að vera undir stjórn tómra Euro-búra sem skreyttu sig stolnum fjöðrum í landbúnaðar- og kvótamálum í kosningabaráttunni, en yrðu fljótir að hrista þær af sér eftir kosningar. En á Íslandi 2016 eru til ráð við því. Ef eða þegar herlegheitin birtast og reynast óþolandi, mætti safna undirskriftum meðal þeirra sem játuðu að hafa kosið A eða C – og jafnvel VG þar sem kjósendur drægju umboð sitt táknrænt til baka vegna þess að það hafi ekki verið veitt til að gefa afslætti af almannahagsmunum. Það væri allnokkur spá fyrir Bjartri framtíð Viðreisnar. Svo mætti reyna að koma nýjum forseta í æfingu við að hjálpa Alþingi að þjóna almannahagsmunum. Fordæmin eru nýleg. En best væri að Viðreisn og Björt framtíð sæju að sér, VG fattaði að á höfuðborgarsvæðinu býr líka fólk, að Píratar legðu fram gögn fyrir því að þeir séu stjórntækir og Samfylkingin herti sig upp og ákvæði að eignast framhaldslíf í þjónustu við almannahagsmuni. Og öll dýrin í þeim hluta skógarins yrðu vinir.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun