Innherjar í pólitík Einar Páll Gunnarsson skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Við lifum á spennandi tímum. Forsetakosningar standa yfir í Bandaríkjunum, Bretland er á leið út úr Evrópusambandinu eða kannski ekki og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er að reyna að mynda ríkisstjórn. Allir þessir hlutir koma líklega til með að hafa áhrif á fjármálamarkaði, þó af mismunandi stærðargráðu. Hvort Bretland gangi úr Evrópusambandinu og hvaða forseta Bandaríkjamenn kjósa sér mun óneitanlega hafa meiri áhrif alþjóðlega. Þrátt fyrir það mun framvinda mála í stjórnarmyndunarviðræðum Bjarna hafa meiri áhrif á Ísland. Mikil óvissa er um kvótamál, skattamál, framtíð íslensku krónunnar og útgjöld ríkissjóðs auk þess sem mikil ólga er á vinnumarkaði. Hinn margumtalaði stöðugleiki sem við höfum búið við síðustu ár getur horfið með óhóflegum útgjöldum og veikri fjármálastjórn. Því er óumdeilanlegt að niðurstöður í stjórnarmyndunarviðræðum Bjarna koma til með að hafa mikil áhrif á efnahag Íslands á næstu árum. Ef horft er á þessi mál frá sjónarhorni fjárfesta á íslenska markaðnum er ljóst að ekki er til staðar jafn aðgangur fjárfesta að upplýsingum. Bjarni Benediktsson og menn í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins, auk annarra stjórnmálamanna sem taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum, búa yfir eða koma til með að búa yfir upplýsingum sem geta haft marktæk áhrif á markaðsverð fjármálagerninga ef þær væru opinberar. Hvað þessir aðilar kjósa að gera við þessar upplýsingar er svo annað mál. Setjum upp einfalt dæmi:Búa til innherjaupplýsingar Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar eru á lokametrunum, einungis á eftir að ganga frá skiptingu ráðherrastóla. Meðal þess sem getið er um í stjórnarsamningum er að kvótinn verður ekki boðinn upp á markaði. Þingmaður Viðreisnar talar við vin sinn Magnús og segir honum frá stöðu mála í trúnaði. Magnús hringir beint í verðbréfamiðlara og kaupir hlut í HB Granda vegna þess að þessar upplýsingar munu líklega koma til með að hækka markaðsverð HB Granda þegar þær verða gerðar opinberar. Ef staðan væri öfug, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði samþykkt að bjóða upp kvótann þá myndi Magnús selja bréf í HB Granda því að öllum líkindum myndi sú ákvörðun valda lækkun á virði bréfanna. Að eiga viðskipti út frá þessum upplýsingum fellur undir innherjaviðskipti. 120 grein laga um verðbréfaviðskipti segir: „Með innherjaupplýsingum er átt við nægjanlega tilgreindar upplýsingar sem ekki hafa verið gerðar opinberar og varða beint eða óbeint útgefendur fjármálagerninga, fjármálagerningana sjálfa eða önnur atriði og eru líklegar til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð fjármálagerninganna ef opinberar væru…“ Stjórnarmyndunarviðræður búa til innherjaupplýsingar sem geta dreifst víða áður en þær verða opinberar. Þó er engin leið að vita hversu margir hafa aðgang að þessum upplýsingum um framvindu mála í stjórnarmyndunarviðræðum sem almenningur hefur ekki. Það er við vitum ekki hverjir eru „innherjar“ í þessu máli. Þar sem ekki hafa allir fjárfestar jafnan aðgang að upplýsingum má segja að íslenski markaðurinn sé ekki skilvirkur undir þessum kringumstæðum. Þótt stjórnmálamenn vilji gjarnan halda spilunum þétt að sér verða þeir að átta sig á því að upplýsingar sem þeir búa yfir geta verið verðmyndandi á markaði og ábyrgð þeirra er mikil. Réttast væri að greint væri opinberlega frá þeim atriðum sem aðilar stjórnarmyndunarviðræðnanna hafa orðið ásáttir um jafnóðum og slík niðurstaða liggur fyrir. Þannig væri hægt að tryggja betra jafnræði milli markaðsaðila.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á spennandi tímum. Forsetakosningar standa yfir í Bandaríkjunum, Bretland er á leið út úr Evrópusambandinu eða kannski ekki og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er að reyna að mynda ríkisstjórn. Allir þessir hlutir koma líklega til með að hafa áhrif á fjármálamarkaði, þó af mismunandi stærðargráðu. Hvort Bretland gangi úr Evrópusambandinu og hvaða forseta Bandaríkjamenn kjósa sér mun óneitanlega hafa meiri áhrif alþjóðlega. Þrátt fyrir það mun framvinda mála í stjórnarmyndunarviðræðum Bjarna hafa meiri áhrif á Ísland. Mikil óvissa er um kvótamál, skattamál, framtíð íslensku krónunnar og útgjöld ríkissjóðs auk þess sem mikil ólga er á vinnumarkaði. Hinn margumtalaði stöðugleiki sem við höfum búið við síðustu ár getur horfið með óhóflegum útgjöldum og veikri fjármálastjórn. Því er óumdeilanlegt að niðurstöður í stjórnarmyndunarviðræðum Bjarna koma til með að hafa mikil áhrif á efnahag Íslands á næstu árum. Ef horft er á þessi mál frá sjónarhorni fjárfesta á íslenska markaðnum er ljóst að ekki er til staðar jafn aðgangur fjárfesta að upplýsingum. Bjarni Benediktsson og menn í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins, auk annarra stjórnmálamanna sem taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum, búa yfir eða koma til með að búa yfir upplýsingum sem geta haft marktæk áhrif á markaðsverð fjármálagerninga ef þær væru opinberar. Hvað þessir aðilar kjósa að gera við þessar upplýsingar er svo annað mál. Setjum upp einfalt dæmi:Búa til innherjaupplýsingar Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar eru á lokametrunum, einungis á eftir að ganga frá skiptingu ráðherrastóla. Meðal þess sem getið er um í stjórnarsamningum er að kvótinn verður ekki boðinn upp á markaði. Þingmaður Viðreisnar talar við vin sinn Magnús og segir honum frá stöðu mála í trúnaði. Magnús hringir beint í verðbréfamiðlara og kaupir hlut í HB Granda vegna þess að þessar upplýsingar munu líklega koma til með að hækka markaðsverð HB Granda þegar þær verða gerðar opinberar. Ef staðan væri öfug, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði samþykkt að bjóða upp kvótann þá myndi Magnús selja bréf í HB Granda því að öllum líkindum myndi sú ákvörðun valda lækkun á virði bréfanna. Að eiga viðskipti út frá þessum upplýsingum fellur undir innherjaviðskipti. 120 grein laga um verðbréfaviðskipti segir: „Með innherjaupplýsingum er átt við nægjanlega tilgreindar upplýsingar sem ekki hafa verið gerðar opinberar og varða beint eða óbeint útgefendur fjármálagerninga, fjármálagerningana sjálfa eða önnur atriði og eru líklegar til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð fjármálagerninganna ef opinberar væru…“ Stjórnarmyndunarviðræður búa til innherjaupplýsingar sem geta dreifst víða áður en þær verða opinberar. Þó er engin leið að vita hversu margir hafa aðgang að þessum upplýsingum um framvindu mála í stjórnarmyndunarviðræðum sem almenningur hefur ekki. Það er við vitum ekki hverjir eru „innherjar“ í þessu máli. Þar sem ekki hafa allir fjárfestar jafnan aðgang að upplýsingum má segja að íslenski markaðurinn sé ekki skilvirkur undir þessum kringumstæðum. Þótt stjórnmálamenn vilji gjarnan halda spilunum þétt að sér verða þeir að átta sig á því að upplýsingar sem þeir búa yfir geta verið verðmyndandi á markaði og ábyrgð þeirra er mikil. Réttast væri að greint væri opinberlega frá þeim atriðum sem aðilar stjórnarmyndunarviðræðnanna hafa orðið ásáttir um jafnóðum og slík niðurstaða liggur fyrir. Þannig væri hægt að tryggja betra jafnræði milli markaðsaðila.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar