Hver hefur eftirlit með eftirlitsaðilanum? Ástfríður Sigurðardóttir skrifar 16. desember 2016 07:00 Í kjölfar umfjöllunar Kastljóss nýverið um málefni Brúneggja og eftirlit Matvælastofnunar var ofangreindri spurningu stundum varpað fram í umræðunni og sem verkefnastjóri ytri úttekta á stofnuninni frá árinu 2008 tel ég rétt að nýta tækifærið og skýra frá því hvernig staðið er að úttektum þriðja aðila á opinberu eftirliti hér á landi. Lögbundnar kröfur Þeir aðilar sem sinna opinberu eftirliti á Íslandi með öryggi matvæla og fóðurs, dýraheilbrigði og dýravelferð starfa meðal annars á grundvelli reglugerðar Evrópusambandsins nr. 882/2004 um opinbert eftirlit sem innleidd var hér á landi árið 2010. Í reglugerðinni er einnig kveðið á um að jafnframt skuli fara fram reglulegar úttektir í öllum aðildarríkjum EES á því hvort eftirlitinu sé sinnt á réttan hátt og í samræmi við löggjöf þar að lútandi. Í ríkjum Evrópusambandsins er það framkvæmdastjórnin sem er ábyrg fyrir þessum úttektum en á Íslandi og í Noregi er það Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sem framkvæmir þær. Frá árinu 2008 hefur ESA komið í 3-5 úttektir á ári og alls 35. Það er óhætt að fullyrða að engin stofnun á Íslandi lýtur fleiri ytri úttektum árlega en Matvælastofnun og eru starfsmenn margir hverjir þrautþjálfaðir í slíkri vinnu. Hver og ein úttekt útheimtir mikinn undirbúning og framlag fjölda starfsmanna í hvert sinn enda þarf að senda upplýsingar til ESA fyrirfram, útbúa dagskrá, hafa samband við fyrirtæki sem heimsótt eru, skipuleggja hvaða starfsmenn fylgja úttektarmönnum í fyrirtæki, sitja fundi með fulltrúum ESA og síðast en ekki síst útbúa tímasettar úrbótaáætlanir í kjölfar hverrar úttektar. Við undirbúning og framkvæmd slíkra úttekta er unnið eftir skráðu verklagi sem finna má í gæðahandbók Matvælastofnunar á vef hennar. Hjá því er ekki komist að gerðar séu kröfur um einhverjar úrbætur í kjölfar slíkra úttekta. Þær eru tímasettar og er það hlutverk verkefnastjóra að sinna eftirfylgni með því að úrbótaverkefnum sé lokið og ESA reglubundið upplýst um gang mála. Úttektir hafa því orðið til þess að farið hefur verið í mörg verkefni hjá stofnuninni og sum jafnvel fyrr en áætlað var. Sem dæmi um úrbótaverkefni og afurðir þeirra má nefna skoðunarhandbækur, þróun skráðra verkferla í gæðahandbók, betrumbætur á gagnagrunni eftirlitsskýrslna, áhættu- og frammistöðuflokkun, þjálfun starfsmanna í eftirliti, útgáfu leiðbeininga og staðfestingu á innra úttektakerfi sem einnig hefur verið hrint í framkvæmd. Þess ber að geta að athugasemdir ESA geta einnig snúið að öðrum aðilum sem koma að opinberu eftirliti, svo sem ráðuneytum, heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga og öðrum stofnunum. Innri úttektir Matvælastofnunar Í ofangreindri löggjöf um opinbert eftirlit er einnig kveðið á um að stjórnvöld í hverju aðildarríki EFTA/EES skuli, samhliða ytri úttektum 3ja aðila, tryggja að framkvæmdar séu innri úttektir á framkvæmd opinbers eftirlits þannig að markmiðum reglugerðarinnar sé náð. Af þessu tilefni hefur verið innleitt innra úttektakerfi á opinberu eftirliti með matvælum, fóðri, heilbrigði og velferð dýra sem birt hefur verið á heimasíðu Matvælastofnunar (www.matvælastofnun.is). Þjálfun úttektarmanna fór fram á árinu og þegar hafa verið framkvæmdar 5 úttektir bæði á eftirlit Matvælastofnunar á tilteknum sviðum sem og eftirliti hjá tveimur svæðum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Unnið er að úrbótaáætlunum í kjölfar úttektanna og verða niðurstöður sem og framkvæmd þeirra kynnt betur í ársskýrslu Matvælastofnunar 2016. Hagsmunir útflytjenda Til viðbótar lögbundnum úttektum ESA hér á landi koma einnig sendinefndir til landsins til að gera úttekt á þeim framleiðslufyrirtækjum sem hafa leyfi til útflutnings til tiltekinna ríkja utan EES. Um leið er einnig litið til þess hvernig staðið er að opinberu eftirliti með þessum fyrirtækjum. Nokkur aukning hefur verið á fjölda slíkra úttekta á síðustu árum og skipar undirbúningur þeirra, framkvæmd og verkefnastjórnun sífellt meiri sess í starfsemi Matvælastofnunar. Mikilvægt er að vel takist til í slíkum úttektum þar sem útkoma þeirra getur haft áhrif á útflutningshagsmuni og möguleika fyrirtækja á aðgangi að erlendum mörkuðum með vörur sínar. Samhliða þessu fela slíkar úttektir í sér viðurkenningu erlendra systurstofnana Matvælastofnunar á opinberu eftirliti sem stofnunin sinnir. Lokaorð Framangreind umfjöllun sýnir að virkt eftirlit er með starfsemi Matvælastofnunar. Það á bæði við um ytri úttektir ESA og viðskiptaríkja auk innri úttekta stofnunarinnar, sbr. kerfi sem samþykkt er af ráðuneyti atvinnuvega og nýsköpunar. Þá má að lokum geta þess að líkt og aðrar ríkisstofnanir heyrir Matvælastofnun undir eftirlit Ríkisendurskoðunar og má nálgast niðurstöður þeirra úttekta á heimasíðu hennar, en niðurstöður þeirra hafa almennt verið góðar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brúneggjamálið Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar umfjöllunar Kastljóss nýverið um málefni Brúneggja og eftirlit Matvælastofnunar var ofangreindri spurningu stundum varpað fram í umræðunni og sem verkefnastjóri ytri úttekta á stofnuninni frá árinu 2008 tel ég rétt að nýta tækifærið og skýra frá því hvernig staðið er að úttektum þriðja aðila á opinberu eftirliti hér á landi. Lögbundnar kröfur Þeir aðilar sem sinna opinberu eftirliti á Íslandi með öryggi matvæla og fóðurs, dýraheilbrigði og dýravelferð starfa meðal annars á grundvelli reglugerðar Evrópusambandsins nr. 882/2004 um opinbert eftirlit sem innleidd var hér á landi árið 2010. Í reglugerðinni er einnig kveðið á um að jafnframt skuli fara fram reglulegar úttektir í öllum aðildarríkjum EES á því hvort eftirlitinu sé sinnt á réttan hátt og í samræmi við löggjöf þar að lútandi. Í ríkjum Evrópusambandsins er það framkvæmdastjórnin sem er ábyrg fyrir þessum úttektum en á Íslandi og í Noregi er það Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sem framkvæmir þær. Frá árinu 2008 hefur ESA komið í 3-5 úttektir á ári og alls 35. Það er óhætt að fullyrða að engin stofnun á Íslandi lýtur fleiri ytri úttektum árlega en Matvælastofnun og eru starfsmenn margir hverjir þrautþjálfaðir í slíkri vinnu. Hver og ein úttekt útheimtir mikinn undirbúning og framlag fjölda starfsmanna í hvert sinn enda þarf að senda upplýsingar til ESA fyrirfram, útbúa dagskrá, hafa samband við fyrirtæki sem heimsótt eru, skipuleggja hvaða starfsmenn fylgja úttektarmönnum í fyrirtæki, sitja fundi með fulltrúum ESA og síðast en ekki síst útbúa tímasettar úrbótaáætlanir í kjölfar hverrar úttektar. Við undirbúning og framkvæmd slíkra úttekta er unnið eftir skráðu verklagi sem finna má í gæðahandbók Matvælastofnunar á vef hennar. Hjá því er ekki komist að gerðar séu kröfur um einhverjar úrbætur í kjölfar slíkra úttekta. Þær eru tímasettar og er það hlutverk verkefnastjóra að sinna eftirfylgni með því að úrbótaverkefnum sé lokið og ESA reglubundið upplýst um gang mála. Úttektir hafa því orðið til þess að farið hefur verið í mörg verkefni hjá stofnuninni og sum jafnvel fyrr en áætlað var. Sem dæmi um úrbótaverkefni og afurðir þeirra má nefna skoðunarhandbækur, þróun skráðra verkferla í gæðahandbók, betrumbætur á gagnagrunni eftirlitsskýrslna, áhættu- og frammistöðuflokkun, þjálfun starfsmanna í eftirliti, útgáfu leiðbeininga og staðfestingu á innra úttektakerfi sem einnig hefur verið hrint í framkvæmd. Þess ber að geta að athugasemdir ESA geta einnig snúið að öðrum aðilum sem koma að opinberu eftirliti, svo sem ráðuneytum, heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga og öðrum stofnunum. Innri úttektir Matvælastofnunar Í ofangreindri löggjöf um opinbert eftirlit er einnig kveðið á um að stjórnvöld í hverju aðildarríki EFTA/EES skuli, samhliða ytri úttektum 3ja aðila, tryggja að framkvæmdar séu innri úttektir á framkvæmd opinbers eftirlits þannig að markmiðum reglugerðarinnar sé náð. Af þessu tilefni hefur verið innleitt innra úttektakerfi á opinberu eftirliti með matvælum, fóðri, heilbrigði og velferð dýra sem birt hefur verið á heimasíðu Matvælastofnunar (www.matvælastofnun.is). Þjálfun úttektarmanna fór fram á árinu og þegar hafa verið framkvæmdar 5 úttektir bæði á eftirlit Matvælastofnunar á tilteknum sviðum sem og eftirliti hjá tveimur svæðum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Unnið er að úrbótaáætlunum í kjölfar úttektanna og verða niðurstöður sem og framkvæmd þeirra kynnt betur í ársskýrslu Matvælastofnunar 2016. Hagsmunir útflytjenda Til viðbótar lögbundnum úttektum ESA hér á landi koma einnig sendinefndir til landsins til að gera úttekt á þeim framleiðslufyrirtækjum sem hafa leyfi til útflutnings til tiltekinna ríkja utan EES. Um leið er einnig litið til þess hvernig staðið er að opinberu eftirliti með þessum fyrirtækjum. Nokkur aukning hefur verið á fjölda slíkra úttekta á síðustu árum og skipar undirbúningur þeirra, framkvæmd og verkefnastjórnun sífellt meiri sess í starfsemi Matvælastofnunar. Mikilvægt er að vel takist til í slíkum úttektum þar sem útkoma þeirra getur haft áhrif á útflutningshagsmuni og möguleika fyrirtækja á aðgangi að erlendum mörkuðum með vörur sínar. Samhliða þessu fela slíkar úttektir í sér viðurkenningu erlendra systurstofnana Matvælastofnunar á opinberu eftirliti sem stofnunin sinnir. Lokaorð Framangreind umfjöllun sýnir að virkt eftirlit er með starfsemi Matvælastofnunar. Það á bæði við um ytri úttektir ESA og viðskiptaríkja auk innri úttekta stofnunarinnar, sbr. kerfi sem samþykkt er af ráðuneyti atvinnuvega og nýsköpunar. Þá má að lokum geta þess að líkt og aðrar ríkisstofnanir heyrir Matvælastofnun undir eftirlit Ríkisendurskoðunar og má nálgast niðurstöður þeirra úttekta á heimasíðu hennar, en niðurstöður þeirra hafa almennt verið góðar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar