Öfundargenið Torfi H. Tulinius skrifar 4. janúar 2017 07:00 Íslensk valdastétt hefur staðið af sér Panamahneykslið. Það tókst að vekja þjóðina um stund þegar ljóstrað var upp um yfir 600 íslensk nöfn í gögnunum frá Mossack Fonseca og að auðugir Íslendingar blygðuðust sín almennt ekki fyrir að skjóta fjármunum undan skatti. Æðstu ráðamenn voru, ýmist þeir sjálfir eða makar þeirra, með einum eða öðrum hætti viðriðnir aflandsfélög: forsætisráðherra, fjármálaráðherra, innanríkisráðherra og sjálfur forsetinn. Allt kom fyrir ekki, því þótt pólitísku lífi forsætisráðherra fyrrverandi virðist að mestu lokið og ferli fráfarandi forseta lauk á þessari nótu, mun fjármálaráðherrann, Bjarni Benediktsson, líklega bráðum stýra landinu, studdur af náfrænda sínum úr sömu valdastétt. Aflandsfélög eru skaðleg. Miklum verðmætum sem verða til af striti fjöldans og nýtingu auðlinda sem ýmist eru eða ættu að vera í eigu almennings er komið undan. Þau gagnast því ekki til að þróa samfélögin til betri vegar, hlúa að heilbrigði, menntun, velferð og gera einstaklingum kleift að eflast og þroskast. Ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn án þeirra flokka þar sem báðir formennirnir voru nefndir í Panamaskjölunum. Látið er að því liggja að það sé vegna þess að VG sé klofið milli sjónarmiða landsbyggðar og höfuðborgar og að formann flokksins, Katrínu Jakobsdóttur, skorti myndugleika til að gera þær málamiðlanir sem þurfi. Ástæða er til að efast um þessa skýringu því allt annað blasir við: auðmannastéttin er um það bil að ná aftur tökum á samfélaginu, án þess að gera upp við spillta fortíð sína og með aðstoð Bjartrar framtíðar. Viðræður um stjórn án Panamaflokkanna munu hafa strandað á að Viðreisn sætti sig ekki við hækkanir á eigna- og fjármagnssköttum. Þó lá fyrir að ríkið þyrfti að auka tekjur sínar til að endurreisa heilbrigðiskerfið og aðrar stoðir siðmenntaðs og framsækins samfélags. Einnig er ljóst að það nægir að taka upp skattkerfi sem líkist því norska til að endar nái saman hér. Í Noregi greiða menn 28% skatt á fjármagnstekjur og eignaskatt. Þó er hægri stjórn þar við völd. Íslensk auðmannastétt er því sérlega forhert í hagsmunagæslu sinni. Þetta lýsir sér e.t.v. í orði sem þingmaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, greip til undir lok viðtals á Útvarpi Sögu 30. des. sl. Um útvegsmenn sem tregðast við að greiða eðlilegt afnotagjald af sameiginlegri auðlind okkar talaði hún af virðingu en sakaði þó um þrjósku. Um þau stjórnmálaöfl sem krefjast auðlindarentu notaði hún orðið „öfundargen“. Orðið ber með sér að öfund sé sumu fólki eðlislæg. Það gefur í skyn að krafan um að auðnum sé skipt af meiri skynsemi og réttlæti sé siðferðislega ámælisverð. Með orðinu virðist þingmaður Viðreisnar opinbera viðhorf valdastéttarinnar til þeirra sem vilja betra, réttlátara og framsæknara samfélag: þeir lúta stjórn öfundargensins og því ekkert mark á þeim takandi. Það vekur furðu að þingmenn Bjartrar framtíðar skuli vilja stuðla að Viðreisn valdastéttar. Aðrir kostir hljóta að vera betri.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Íslensk valdastétt hefur staðið af sér Panamahneykslið. Það tókst að vekja þjóðina um stund þegar ljóstrað var upp um yfir 600 íslensk nöfn í gögnunum frá Mossack Fonseca og að auðugir Íslendingar blygðuðust sín almennt ekki fyrir að skjóta fjármunum undan skatti. Æðstu ráðamenn voru, ýmist þeir sjálfir eða makar þeirra, með einum eða öðrum hætti viðriðnir aflandsfélög: forsætisráðherra, fjármálaráðherra, innanríkisráðherra og sjálfur forsetinn. Allt kom fyrir ekki, því þótt pólitísku lífi forsætisráðherra fyrrverandi virðist að mestu lokið og ferli fráfarandi forseta lauk á þessari nótu, mun fjármálaráðherrann, Bjarni Benediktsson, líklega bráðum stýra landinu, studdur af náfrænda sínum úr sömu valdastétt. Aflandsfélög eru skaðleg. Miklum verðmætum sem verða til af striti fjöldans og nýtingu auðlinda sem ýmist eru eða ættu að vera í eigu almennings er komið undan. Þau gagnast því ekki til að þróa samfélögin til betri vegar, hlúa að heilbrigði, menntun, velferð og gera einstaklingum kleift að eflast og þroskast. Ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn án þeirra flokka þar sem báðir formennirnir voru nefndir í Panamaskjölunum. Látið er að því liggja að það sé vegna þess að VG sé klofið milli sjónarmiða landsbyggðar og höfuðborgar og að formann flokksins, Katrínu Jakobsdóttur, skorti myndugleika til að gera þær málamiðlanir sem þurfi. Ástæða er til að efast um þessa skýringu því allt annað blasir við: auðmannastéttin er um það bil að ná aftur tökum á samfélaginu, án þess að gera upp við spillta fortíð sína og með aðstoð Bjartrar framtíðar. Viðræður um stjórn án Panamaflokkanna munu hafa strandað á að Viðreisn sætti sig ekki við hækkanir á eigna- og fjármagnssköttum. Þó lá fyrir að ríkið þyrfti að auka tekjur sínar til að endurreisa heilbrigðiskerfið og aðrar stoðir siðmenntaðs og framsækins samfélags. Einnig er ljóst að það nægir að taka upp skattkerfi sem líkist því norska til að endar nái saman hér. Í Noregi greiða menn 28% skatt á fjármagnstekjur og eignaskatt. Þó er hægri stjórn þar við völd. Íslensk auðmannastétt er því sérlega forhert í hagsmunagæslu sinni. Þetta lýsir sér e.t.v. í orði sem þingmaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, greip til undir lok viðtals á Útvarpi Sögu 30. des. sl. Um útvegsmenn sem tregðast við að greiða eðlilegt afnotagjald af sameiginlegri auðlind okkar talaði hún af virðingu en sakaði þó um þrjósku. Um þau stjórnmálaöfl sem krefjast auðlindarentu notaði hún orðið „öfundargen“. Orðið ber með sér að öfund sé sumu fólki eðlislæg. Það gefur í skyn að krafan um að auðnum sé skipt af meiri skynsemi og réttlæti sé siðferðislega ámælisverð. Með orðinu virðist þingmaður Viðreisnar opinbera viðhorf valdastéttarinnar til þeirra sem vilja betra, réttlátara og framsæknara samfélag: þeir lúta stjórn öfundargensins og því ekkert mark á þeim takandi. Það vekur furðu að þingmenn Bjartrar framtíðar skuli vilja stuðla að Viðreisn valdastéttar. Aðrir kostir hljóta að vera betri.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar